Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 13
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 því einlæglega að það sé ákveðin ósanngirni og óréttlæti sem er byggt inn í þetta kerfi,“ segir Arn- ar Eggert. Að auki er forvitnilegt að velta því upp hver markhópur þessara tónlistarkvenna sé í raun og veru. Eru þær að afklæðast fyr- ir karlana? Það er erfitt að segja enda er meirihluti þeirra sem kaupa tónlistina ungar stúlkur sem líta upp til sinna stjarna. Börnin fyrir áhrifum Börn og unglingar verða fyrir áhrifum af því að sjá mikið af kyn- lífi og kynlífstengdu efni í miðlum ung að aldri. Það hefur verið sýnt fram á að tengsl séu milli þess að sjá slíkt efni snemma á lífsleiðinni og þess að hafa frjálslyndara við- horf til kynlífs. Unglingar sem horfa á mikið af kynlífstengdu efni eru því jafnframt líklegri til að byrja fyrr að stunda kynlíf. „Þetta hefur áhrif á viðhorf þeirra til kynlífs. Börn og unglingar hafa í kjölfarið frjálslyndara viðhorf í garð kynlífs. Það hefur verið sýnt fram á það í rannsóknum og þá er ég ekki að tala um klám heldur þessa kynlífsvæðingu. Það er því mikilvægt að for- varnir séu viðhafðar,“ segir Guðbjörg Hildur. Aðgengi að netinu verður sífellt meira og börn eru þar ekki undan- skilin. Sömuleiðis verður því sífellt erfiðara að stjórna því sem kemur þeim fyrir sjónir þar. Youtube er vinsæl síða hjá börnum enda ýmis myndbönd og teiknimyndir þar í boði fyrir þau. Einnig er þar að finna allskonar annað efni og þar á meðal tónlistar- myndbönd sem eru í auknum mæli mjög klámfengin. „Klámvæðing tónlistarmynd- banda er vara- söm. Eins og það er nú hallærislegt og oft hlegið að því þá verður það sem er verið að gefa í skyn í þessum myndböndum æ grófara. Það er líka orðið svo teiknimyndalegt og óraunverulegt,“ segir Arnar Egg- ert. Lára er á sama máli og segir að börn og unglingar verði óneit- anlega fyrir áhrifum. „Maður sér ungar stúlkur taka upp á hegðun sem er í anda þessara tón- listarmyndbanda. Ég held að þetta hafi mikil áhrif á konur og hvernig við lítum á okk- ur, hvernig kröfur eru gerðar til okkar,“ segir hún. Ójafnvægi milli kynja í tónlist Í rannsókn Guðbjargar Hildar sem hún gerði um kynjahlutföll í tónlist vorið 2006 kemur fram að hlutföllin eru mjög ójöfn eða 80% karlar á móti 20% konum. Mun færri mynd- bönd eru gerð með tónlistarkonum en -körlum. Einnig kemur þar fram að þetta leiði jafnvel til þess að tónlistarkonur reyni frekar að ná athygli með þessum hætti. Það helsta sem kom út úr rannsókninni var að tónlistarkonur eru miklu lík- legri til þess að gera út á kynferði sitt, þar sem þær eru fáklæddar og það er kynferðislegra yfirbragð yf- ir þeirra myndböndum en þeim sem karlar gera. Arnar Eggert segir einnig að hlutföll milli kynja hvað varðar tækifæri í heimi tónlistar séu langt í frá að vera jöfn. „Málið er að það er sífellt verið að hamra á því að fólk sitji við sama borð, fái sömu tækifæri og það séu hæfileikarnir sem skeri úr um að lokum, en það er bara ekki rétt. Þetta er svo ein- hliða sýn á það hvernig á að vinna úr hæfileikum kvenna. Ef hæfi- leikaríkur kvenmaður vill koma sinni tónlist á framfæri þá eru miklu fleiri dyr lokaðar en fyrir karlmanninum og það er bara stað- reynd,“ segir hann. Vinsælustu tónleikar ársins 2013 Bon Jovi 205 m. dollara 1 Bruce Springsteen 148 m. dollara 2 The Rolling Stones 126 m. dollara 3 Depeche Mode 100 m. dollara 4 Kenny Chesney 91 m. dollara 5 Pink 148 m. dollara 1 Rihanna 138 m. dollara 2 Madonna 77 m. dollara 5 Beyoncé 104 m. dollara 4 Taylor Swift 115 m. dollara 3 Miley Cyrus hefur farið mikinn undanfarið og hneykslað fólk með klámfenginni hegðun. Gríðarlegur munur er á klæðaburði kven- og karlkyns stjarna sem áttu vinsælustu tónleika síðasta árs. Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is | tapashusid.is TAPASHÚSID BORÐPANTANIR Í SÍMA 512-8181 2 FYRIR 1 Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM AF TÍVOLÍ MATSEÐLI GLÆSILEGUR NÝR MATSEÐILL LIFANDI TÓNLIST UM HELGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.