Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Matarklúbbur kastar fram hugmyndum að uppskriftum á Facebook og framkvæmir saman »30 Crêpes: 500 g hveiti 1 l mjólk 6 egg 4 msk bráðið smjör smásalt 4 msk sykur 2 msk romm Hindberjasósa: 250 g frosin hindber 100 g sykur 1 dl vatn Súkkulaðisósa: 150 g dökkt súkkulaði 120 ml mjólk smjörklípa Að auki: ½ l rjómi fersk ber til skrauts grófsaxaðar heslihnetur Undirbúningur: Byrjið á því að útbúa pönnukök- urnar. Hveitinu er hrært saman við ½ l af mjólk með trésleif. Písk- ið næst eggin og bætið þeim út í, ásamt smjöri, salti og sykri. Notið þeytara til að blanda öllu saman í kekkjalaust deig. Hellið restinni af mjólkinni saman við deigið í mjórri bunu á meðan þið hrærið í. Loks má bragðbæta með rommi. Deigið þarf að bíða í allavega klukkustund í ísskápnum áður en pönnukökurnar eru steiktar á hefðbundinn máta á pönnuköku- pönnu. Hindberjasósan er ákaflega ein- föld. Við setjum frosin hindber, sykur og vatn í lítinn pott og hitum upp að suðu á meðalhita. Setjið sósuna þessu næst örstutt í bland- ara þar til hún er að mestu kekkja- laus. Til að útbúa súkkulaðisósuna er súkkulaðið sett í skál ásamt mjólk og smjöri og brætt yfir vatnsbaði. Við hrærum af og til í þar til sósan er kekkjalaus og glansandi. Að lokum þeytum við rjómann og skolum berin sem við ætlum að skreyta tertuna með. Samsetning: Til að setja tertuna saman byrjum við á því að leggja eina pönnuköku á kökudisk. Smyrjið hana með súkkulaðisósu og leggið aðra pönnuköku ofan á. Setjið lag af hindberjasósu á hana. Ofan á hind- berjasósuna fer pönnukaka og of- an á hana þeyttur rjómi. Svo byrj- um við aftur og höldum svona áfram þar til öllum pönnukök- unum hefur verið staflað í lag- skipta tertu. Ofan á tertuna fer loks þeyttur rjómi, ferskir ávextir, grófsaxaðar heslihnetur og loks meiri súkkulaði- eða hindberja- sósa. Bon appétit! Crêpes-terta með súkku- laði- og hind- berjasósu Þ að má eiginlega segja að ég hafi fengið virkilega ástríðu fyrir matargerð í Frakklandi enda er matur svo stór þáttur í franskri menningu,“ segir Ás- dís, sem flutti nýverið aftur til Íslands ásamt frönskum eiginmanni og dóttur þeirra. Um átta ára skeið hafði hún þá búið ytra, fyrst við nám í Grenoble og síðan um sex ára skeið við Mið- jarðarhafið, í bænum Antibes á Rívíerunni, nærri landamærum Ítalíu. Í Frakklandi hóf Ásdís meðal annars að blogga um mat og matargerð en frá 2011 hefur hún deilt uppskriftum og fróðleik á síðunni gurmandisir.blogspot.com. „Líkt og eflaust flestir byrjaði ég að blogga til að halda utan um eigin tilraunir í eldhúsinu. Mig langaði líka til að kynna franska matarmenningu fyrir fólki,“ bætir hún við. Önnur vídd og eldað í takt við árstíðirnar Ásdís segist hafa litast töluvert af búsetunni ytra, hvað áherslur í eldhúsinu varðar. „Mat- argerð öðlast einhvern veginn allt aðra vídd þegar úrvalið er svona fjölbreytt og árs- tíðabundið eins og úti. Grænmetið og ávextirnir koma oft úr nálægum héruðum og sumar teg- undir eru fáanlegar aðeins í nokkrar vikur á ári. Fólk hugsar mikið um að finna rétta vínið fyrir máltíðina og flestallar hátíðir fela í sér eitthvað ákveðið matarkyns. Frakkar hugsa bara mjög mikið um mat,“ segir hún létt í bragði. Þrátt fyrir að vera flutt heim segist Ásdís enn reyna eftir megni að hafa franska háttinn í huga í eldhúsinu. Reynir hún að elda árs- tíðabundið, vanda valið á hráefni og elda sem mest frá grunni – þótt ekki sé kannski alltaf hlaupið að því. „Það er einhvern veginn aðeins öðruvísi að fara á litríka matarmarkaði í Suður- Frakklandi, þar sem maður velur sér t.d. ferskt grænmeti beint frá býli, og fær ráðlegg- ingar um hvernig sé best að meðhöndla hráefn- ið og elda það, og fara síðan í stórmarkað hér. En þetta er allt að koma,“ segir hún létt. Bætir hún við að hún sé mjög hrifin af gróskunni sem gætir í matarverslun hér á landi með tilkomu verslana á borð við Búrið, Frú Laugu, Lifandi markað og fleiri slíkra. Spurð út í úrval franskra osta hér á landi segir Ásdís það gott að mörgu leyti. „Það er helsti gallinn hversu erfitt er að nálgast osta úr ógerilsneyddri mjólk – þrátt fyrir góðan vilja í ostabúðunum – en það eru auðvitað bestu ostarnir,“ segir hún. Úrval annarra franskra matvara segir hún oft á tíðum ágætt , en verðlagningin sé kannski helsta ókosturinn. Ásdís gefur hér uppskrift að ljúffengum pönnukökurétti upp á franska vísu. „Þetta er nokkurs konar crépes-terta. Kaþólsku hátíðina kyndilmessu bar upp á síðustu helgi, en hún er einnig orðin þekkt sem „dagur frönsku pönnu- kökunnar“ hjá Frökkunum. Þá hittast þeir og borða saman pönnukökur í hinum ýmsu út- gáfum,“ segir hún að endingu. Morgunblaðið/Ómar ÁSDÍS JÓHANNESDÓTTIR VERKFRÆÐINGUR OG „GÚRMANDÍS“ Lituð af búsetu í Antibes ÁSDÍS JÓHANNESDÓTTIR, VERKFRÆÐINGUR, SEGIST LENGI HAFA HAFT ÁHUGA Á MAT OG MATARGERÐ OG ÞANNIG FENGIÐ ÚTRÁS FYRIR SKÖPUNARÞÖRFINA. MATREIÐSLUÁHUGINN BYRJAÐI HINS VEGAR AÐ BLÓMSTRA ÞEGAR HÚN BJÓ Í FRAKKLANDI ENDA MATARMENNING ÓVÍÐA JAFN FYRIRFERÐARMIKIL. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ásdís segir matreiðsluáhugann hafa blómstrað ytra enda matur stór þáttur í franskri menningu. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.