Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Side 28
*Matur og drykkir Matarklúbbur kastar fram hugmyndum að uppskriftum á Facebook og framkvæmir saman »30 Crêpes: 500 g hveiti 1 l mjólk 6 egg 4 msk bráðið smjör smásalt 4 msk sykur 2 msk romm Hindberjasósa: 250 g frosin hindber 100 g sykur 1 dl vatn Súkkulaðisósa: 150 g dökkt súkkulaði 120 ml mjólk smjörklípa Að auki: ½ l rjómi fersk ber til skrauts grófsaxaðar heslihnetur Undirbúningur: Byrjið á því að útbúa pönnukök- urnar. Hveitinu er hrært saman við ½ l af mjólk með trésleif. Písk- ið næst eggin og bætið þeim út í, ásamt smjöri, salti og sykri. Notið þeytara til að blanda öllu saman í kekkjalaust deig. Hellið restinni af mjólkinni saman við deigið í mjórri bunu á meðan þið hrærið í. Loks má bragðbæta með rommi. Deigið þarf að bíða í allavega klukkustund í ísskápnum áður en pönnukökurnar eru steiktar á hefðbundinn máta á pönnuköku- pönnu. Hindberjasósan er ákaflega ein- föld. Við setjum frosin hindber, sykur og vatn í lítinn pott og hitum upp að suðu á meðalhita. Setjið sósuna þessu næst örstutt í bland- ara þar til hún er að mestu kekkja- laus. Til að útbúa súkkulaðisósuna er súkkulaðið sett í skál ásamt mjólk og smjöri og brætt yfir vatnsbaði. Við hrærum af og til í þar til sósan er kekkjalaus og glansandi. Að lokum þeytum við rjómann og skolum berin sem við ætlum að skreyta tertuna með. Samsetning: Til að setja tertuna saman byrjum við á því að leggja eina pönnuköku á kökudisk. Smyrjið hana með súkkulaðisósu og leggið aðra pönnuköku ofan á. Setjið lag af hindberjasósu á hana. Ofan á hind- berjasósuna fer pönnukaka og of- an á hana þeyttur rjómi. Svo byrj- um við aftur og höldum svona áfram þar til öllum pönnukök- unum hefur verið staflað í lag- skipta tertu. Ofan á tertuna fer loks þeyttur rjómi, ferskir ávextir, grófsaxaðar heslihnetur og loks meiri súkkulaði- eða hindberja- sósa. Bon appétit! Crêpes-terta með súkku- laði- og hind- berjasósu Þ að má eiginlega segja að ég hafi fengið virkilega ástríðu fyrir matargerð í Frakklandi enda er matur svo stór þáttur í franskri menningu,“ segir Ás- dís, sem flutti nýverið aftur til Íslands ásamt frönskum eiginmanni og dóttur þeirra. Um átta ára skeið hafði hún þá búið ytra, fyrst við nám í Grenoble og síðan um sex ára skeið við Mið- jarðarhafið, í bænum Antibes á Rívíerunni, nærri landamærum Ítalíu. Í Frakklandi hóf Ásdís meðal annars að blogga um mat og matargerð en frá 2011 hefur hún deilt uppskriftum og fróðleik á síðunni gurmandisir.blogspot.com. „Líkt og eflaust flestir byrjaði ég að blogga til að halda utan um eigin tilraunir í eldhúsinu. Mig langaði líka til að kynna franska matarmenningu fyrir fólki,“ bætir hún við. Önnur vídd og eldað í takt við árstíðirnar Ásdís segist hafa litast töluvert af búsetunni ytra, hvað áherslur í eldhúsinu varðar. „Mat- argerð öðlast einhvern veginn allt aðra vídd þegar úrvalið er svona fjölbreytt og árs- tíðabundið eins og úti. Grænmetið og ávextirnir koma oft úr nálægum héruðum og sumar teg- undir eru fáanlegar aðeins í nokkrar vikur á ári. Fólk hugsar mikið um að finna rétta vínið fyrir máltíðina og flestallar hátíðir fela í sér eitthvað ákveðið matarkyns. Frakkar hugsa bara mjög mikið um mat,“ segir hún létt í bragði. Þrátt fyrir að vera flutt heim segist Ásdís enn reyna eftir megni að hafa franska háttinn í huga í eldhúsinu. Reynir hún að elda árs- tíðabundið, vanda valið á hráefni og elda sem mest frá grunni – þótt ekki sé kannski alltaf hlaupið að því. „Það er einhvern veginn aðeins öðruvísi að fara á litríka matarmarkaði í Suður- Frakklandi, þar sem maður velur sér t.d. ferskt grænmeti beint frá býli, og fær ráðlegg- ingar um hvernig sé best að meðhöndla hráefn- ið og elda það, og fara síðan í stórmarkað hér. En þetta er allt að koma,“ segir hún létt. Bætir hún við að hún sé mjög hrifin af gróskunni sem gætir í matarverslun hér á landi með tilkomu verslana á borð við Búrið, Frú Laugu, Lifandi markað og fleiri slíkra. Spurð út í úrval franskra osta hér á landi segir Ásdís það gott að mörgu leyti. „Það er helsti gallinn hversu erfitt er að nálgast osta úr ógerilsneyddri mjólk – þrátt fyrir góðan vilja í ostabúðunum – en það eru auðvitað bestu ostarnir,“ segir hún. Úrval annarra franskra matvara segir hún oft á tíðum ágætt , en verðlagningin sé kannski helsta ókosturinn. Ásdís gefur hér uppskrift að ljúffengum pönnukökurétti upp á franska vísu. „Þetta er nokkurs konar crépes-terta. Kaþólsku hátíðina kyndilmessu bar upp á síðustu helgi, en hún er einnig orðin þekkt sem „dagur frönsku pönnu- kökunnar“ hjá Frökkunum. Þá hittast þeir og borða saman pönnukökur í hinum ýmsu út- gáfum,“ segir hún að endingu. Morgunblaðið/Ómar ÁSDÍS JÓHANNESDÓTTIR VERKFRÆÐINGUR OG „GÚRMANDÍS“ Lituð af búsetu í Antibes ÁSDÍS JÓHANNESDÓTTIR, VERKFRÆÐINGUR, SEGIST LENGI HAFA HAFT ÁHUGA Á MAT OG MATARGERÐ OG ÞANNIG FENGIÐ ÚTRÁS FYRIR SKÖPUNARÞÖRFINA. MATREIÐSLUÁHUGINN BYRJAÐI HINS VEGAR AÐ BLÓMSTRA ÞEGAR HÚN BJÓ Í FRAKKLANDI ENDA MATARMENNING ÓVÍÐA JAFN FYRIRFERÐARMIKIL. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ásdís segir matreiðsluáhugann hafa blómstrað ytra enda matur stór þáttur í franskri menningu. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.