Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 Þ að eru tvö nöfn á hurðinni, Eykon Energy og Mostly Human Entertainment. Tvö fyrirtæki sem búa í sátt og samlyndi enda þótt verksviðin séu ólík. Annað fyrirtækið undirbýr olíuleit á Drekasvæðinu en hitt er í þann mund að setja upp söngleik í New York. Dæmigerður bisness á Íslandi, eða þannig. Þarna ráða húsum bræðurnir Ívar Páll og Gunnlaugur Jónssynir en þeir binda ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og aðrir. „Hvers vegna ertu kominn alla leið hingað í Kópavog? Það er fullt af svona fyrirtækjum í Borgartúninu,“ segir Gunnlaugur sposkur á svip. Erindið er við bróður hans en frá því hef- ur nú verið gengið að söngleikur Ívars Páls, Revolution, verði færður upp í New York í sumar. Frumsýning er fyrirhuguð í Green- wich Village á Manhattan í ágúst. Framleið- endur eiga nú í samningaviðræðum við tvö Off-Broadway-leikhús og von bráðar skýrist hvort þeirra verður fyrir valinu. Off- Broadway-leikhús eru með færri en 500 sæti og er það, að sögn Ívars Páls, mátulega stórt fyrir sýninguna. Ekki er um að ræða dæmigerðan söngleik í anda Cats og Mary Poppins. „Þetta er svo- kölluð indie-tónlist,“ útskýrir Ívar Páll, „sem sjaldan ratar inn í söngleiki. Ég þekki engan annan indie-söngleik. Þetta er sú tónlist sem stendur mér næst og ég sá enga ástæðu til að binda mig á klafa hefða í þessum efnum.“ Taka upp plötu Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn sem leikstjóri og viðræður standa yfir við fleiri listræna stjórnendur. Ívar Páll reiknar með að gengið verði frá þeim málum á næstu vikum. Hann er hæstánægður með Berg Þór. „Hann hefur margsýnt hvers hann er megnugur, meðal annars í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Sú sýn- ing hefur vakið mikla athygli, hér heima og erlendis. Bergur Þór er rétti maðurinn í verkið.“ Verið er að taka upp konseptplötu með lögunum úr sýningunni. Meðal söngvara eru sumir af uppáhaldssöngvurum höfundarins, svo sem Sigríður Thorlacius, Arnar Guð- jónsson úr Leaves, Lára Rúnarsdóttir og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Þá munu Stefán Örn Gunnlaugsson, Ívar Páll sjálfur og eig- inkona hans, Ásdís Rósa Þórðardóttir, koma við sögu. Platan verður gefin út hér heima og í Bandaríkjunum í því augnamiði að kynna sýninguna og kynda undir áhuga. Í apríl verða áheyrnarprufur í New York og er öllum frjálst að mæta. Kynning á pruf- unum verður í höndum fyrirtækis ytra sem sérhæfir sig í slíku. Ívar Páll hefur þegar fengið fyrirspurn frá íslenskum leikurum en veit ekki hvort þeir geri sér ferð utan. Um er að ræða á að giska tíu sönghlutverk en jafnframt þurfa leikararnir að vera liðtækir dansarar. Þá þarf að manna hljómsveit sem gæti leikið stórt hlutverk í sýningunni. „Við erum ekki endilega að leita að dæmigerðum söngleikjaleikurum. Ég sé miklu frekar fyrir mér rokkara í þessum hlutverkum, en Berg- ur Þór mun auðvitað hafa mikið um þetta að segja,“ segir höfundurinn. Áætlað er að æfingar hefjist í New York í júní og frumsýnt verði í byrjun ágúst. Ívar Páll gerir ráð fyrir að verða ytra meðan á æfingum stendur. Sjá barnið fæðast, ef svo má að orði komast. Þetta er mín köllun Ívar Páll hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi til þessa. Það þýðir þó ekki að hann sé nýgræðingur. „Ég er búinn að semja tónlist í meira en tvo áratugi, frá því ég var sextán ára,“ segir Ívar Páll sem verð- ur fertugur síðar í þessum mánuði. „Þetta er mín köllun. Ég lifi og hrærist í tónlist.“ Á unglingsárum stofnaði hann hljómsveit- ina Blome ásamt þremur æskuvinum sínum, Hólmsteini Inga Halldórssyni, Pétri Þór Sig- urðssyni og Grétari Má Ólafssyni, og sendu þeir frá sér plötuna The Third Twin árið 1995. Lög og textar voru eftir Ívar Pál. Plat- an mæltist vel fyrir en samt leystist hljóm- sveitin upp. „Ég var og er ánægður með þessa plötu en það sem útgáfu hennar fylgdi átti ekki við mig. Það er til dæmis ekkert fyrir mig að standa á sviði. Það fann ég strax. Ég get ekki leikið einhvern sósíal-leik í kringum tónlistina mína. Þess utan var ég bara tvítugur þarna og hélt að ég kynni allt. Smám saman kemst maður að raun um að maður kann ósköp fátt og veit lítið í sinn haus.“ Hann brosir. Eftir þetta reyndi Ívar Páll ekki lengi vel að koma tónlist sinni á framfæri. Hann sat þó ekki auðum höndum. „Í fimmtán ár samdi ég að minnsta kosti eitt lag á hverjum ein- asta degi. Settist niður í einhverja klukku- tíma og samdi – fyrir sjálfan mig. Ég átti mitt fjögurra rása upptökutæki og tók margt af þessu upp. Um tíma hélt ég úti vefsíðu með tónlistinni minni og í kringum aldamótin vakti hún áhuga fyrirtækis í Bandaríkjunum sem gaf út tvær smáskífur eftir mig. Það vatt ekki upp á sig á þeim tíma.“ Meðfram tónlistarvafstrinu nældi Ívar Páll sér í háskólagráðu í hagfræði og vann lengst af sem blaðamaður, á Morgunblaðinu og Við- skiptablaðinu. Á árunum 2009-11 var hann fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Lét reyna á hæfileikana Að því kom að honum fannst hann aftur tilbúinn að koma tónlist sinni á framfæri. „Það var árið 2011 að ég fór að hugsa minn gang, ég hefði einhverja hæfileika sem væru duldir umheiminum og hvort ég ætti ekki að láta á þá reyna. Í framhaldinu fór ég að spá í styrk minn, hvaða form hentaði mér best. Ég get samið tónlist og er ágætis penni, hvað með söngleik? Þá yrði ég alla vega laus við að koma fram sjálfur.“ Hann brosir. Þegar hér er komið sögu hafði orðið breyting á högum Ívars Páls, hann var orð- inn kvæntur tveggja barna faðir. Nú er raunar þriðja barnið á leiðinni. Hann segir eiginkonu sína, Ásdísi Rósu Þórðardóttur, hafa hvatt sig óspart til dáða við tónsmíð- arnar. „Ásdís Rósa hefur haft mikil áhrif á mig. Sjálf er hún mjög góð söngkona og hef- ur verið svo almennileg að syngja inn á margar upptökur fyrir mig með sinni ein- stöku rödd. Verst að hún hefur lítinn sem engan tíma til að sinna söngnum, það er allt- af einhver maður að barna hana.“ Hann hlær. „Vonandi kemur samt að því að Ásdís Rósa gerir eitthvað við þessa guðsgjöf.“ Annar maður sem Ívar Páll má til með að nefna í þessu sambandi er bróðir hans, Gunnlaugur Jónsson, forstjóri og fjárfestir með meiru. „Hann hefur verið lykilmaður í þessu ferli öllu. Ég á honum mikið að þakka. Gunnlaugur hefur alltaf haft óbilandi trú á tónlistarhæfileikum mínum og hvatt mig með ráðum og dáð. Hann er jarðýtan sem hver listamaður þarf á að halda. Þess utan erum við bræðurnir miklir sálufélagar og bætum Veit ekki hvar ég enda og ruglið tekur við NÝR ÍSLENSKUR SÖNGLEIKUR, REVOLUTION IN THE ELBOW OF RAGNAR AGNARSSON FURNITURE PAINTER EFTIR ÍVAR PÁL JÓNSSON, VERÐUR FRUMSÝNDUR Í NEW YORK Í SUMAR Í LEIKSTJÓRN BERGS ÞÓRS INGÓLFS- SONAR. UPPFÆRSLAN HEFUR VERIÐ FULLFJÁRMÖGNUÐ HÉR HEIMA OG ER Á VEGUM MOSTLY HUMAN ENTERTAINMENT OG THEATER MOGUL. UM ER AÐ RÆÐA FYRSTA SÖNGLEIK HÖFUNDAR SEM EIGI AÐ SÍÐUR HEF- UR FENGIST VIÐ TÓNLIST BAK VIÐ TJÖLDIN Í MEIRA EN TVO ÁRATUGI. AÐ ÞVÍ KOM AÐ HANN SINNTI KÖLLUN SINNI. HÆTTI AÐ VERA „LISTAMAÐ- UR Í LÍKAMA AUMINGJA“, EINS OG HANN ORÐAR ÞAÐ SJÁLFUR. VALDI ÞÓ SÖNGLEIKJAFORMIÐ TIL AÐ ÞURFA EKKI AÐ KOMA SJÁLFUR FRAM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.