Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 60
A tlético Madrid er komið á ískaldan toppinn í Spánarsparki í fyrsta sinn í 18 ár eftir sigur á Real Sociedad um síðustu helgi. Á sama tíma tapaði Barcelona á heimavelli fyrir Valencia. Spænski boltinn hefur alltaf verið tveggja turna tal á milli Barcelona og Real Madrid. Ein- stöku sinnum koma lið sem skáka þeim. Val- encia gerði það þegar Rafa Benitez var með því og Atlético gerði það þegar Aragonés stýrði liðinu. Luis Aragonés var magnaður leikmaður en einstakur þjálfari. Hann hóf ferilinn með Real Oviedo en Atlético var hans félag. Hann var miðjumaður sem hafði auga fyrir mörkum. Í 11 ár var hann leikmaður félagsins og spilaði 372 leiki og skoraði 173 mörk. Hann vann þrisvar sinnum deildina og tvo bikarmeistaratitla með- an hann var leikmaður. 1974 skoraði hann mark sem virtist ætla að tryggja Atlético sigur í Evr- ópukeppni meistaraliða eins og keppnin hét þá, undanfara Meistaradeildarinnar. Öttu þeir kappi við FC Bayern í úrslitaleik en Hans-Georg Schwarzenbeck tryggði Bayern jafntefli með fá- ránlegu langskoti og Bæjarar unnu síðari leikinn. Þá var keppnisfyrirkomulagið annað en þekkist í dag. Þá var ekki leikið til úrslita ef leikurinn fór jafntefli heldur var bara annar leikur. Tímabilið á eftir var Aragonés kominn á hliðarlínuna sem þjálfari. Bayern neitaði að keppa í álfukeppninni og Atlético fór í staðinn. Unnu bikarinn með hinn 36 ára Aragonés við stjórnvölinn. Hann þjálfaði félagslið í 29 ár, þar af Atlético í 15. Síðan tók spænska landsliðið við sem hafði ekki unnið neitt í 44 ár þegar hann gerði það að Evrópumeisturum árið 2008. Fræg er sagan af hegðun hans og liðsræðunni fyrir úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum. Framherji liðsins var Fern- ando Torres og hann hafði ekki skorað í keppn- inni til þessa. Enginn þekkti Torres betur en Aragonés sem hafði tekið hann upp í aðallið Atlético sem ungan pilt þegar félagið var í ann- arri deildinni. Hann lyfti upp hendinni, gerði kross á enni Torres og sagði: „Þú átt eftir að skora í leiknum, Nino, Nino (gælunafn Torres). Þú átt eftir að skora í leiknum.“ Síðan gekk hann nokkur skref aftur á bak og hóf að tala við leikmenn sína. Talaði sérstaklega um miðju- mann Þjóðverja, Michael Ballack sem hann kall- aði alltaf Michael Wallace. Carlos Puyol stopp- aði hann eitt sinn og benti honum á að Ballack héti alls ekkert Wallace. „Ég kalla hann bara það sem mér sýnist,“ sagði Aragonés. Í göng- unum fyrir leik gekk hann svo að Ballack, klappaði þéttingsfast á bak hans og sagði: „Gangi þér vel Wallace.“ Restina af sögunni þekkja flestir. Ballack var pakkað saman af litlum og léttleikandi leikmönnum Spánar og Torres skoraði markið sem tryggði þeim Evr- ópumeistaratitilinn. Minnst víða Aragonés hafði alltaf látið liðin sín spila skyndi- sóknarbolta. Pakka í vörn, vinna boltann á hættulegum stöðum og sækja hratt. Með lands- liðið setti hann allt sitt traust á Xavi og Iniesta. Pínulitla miðjumenn sem geta þó haldið bolt- anum betur en aðrir. „Ég er með besta liðið hérna. Ef við verðum ekki Evrópumeistarar þá er það vegna þess að það er mér að kenna,“ sagði hann fyrir mótið. „Luis lét mig fá sjálfs- traust og ábyrgð sem ég hafði ekki einu sinni hjá Barcelona. Án hans hefðum við ekki unnið neitt. Hann breytti öllu hjá spænska landsliðinu. Allt byrjaði þetta með honum,“ skrifaði Xavi í minningargrein um Aragonés. Alls staðar um liðna helgi minntust menn þessa meistara. Á Camp Nou, leikvangi Barce- lona, stóðu bæði leikmenn Börsunga og Val- encia í hring og minntust hans. Xavi, Iniesta og Carlos Puyol fóru í jarðarförina hans ásamt mörgum öðrum úr landsliðinu sem varð Evr- ópumeistari. Pepe Mel var með sorgarband á Hawthornes-vellinum í Englandi og við leikvang Mallorca var auður stóll með gömlum skóm Aragonés við hliðina á varamannaskýlinu. Hann var oftast kallaður Zapatones eða stórir skór enda notaði hann skó númer 49. Minningar- athöfnin var tilfinningaþrungin á Vincente Calde- ron-vellinum í Madríd fyrir leikinn gegn Socie- dad. Aragonés hafði alltaf spilað númer átta og við hlið átta á vellinum var gríðarlegt blómahaf. Inni í búningsklefa var treyja númer átta alls staðar við hliðina á treyjum leikmanna. Áhorf- endur voru þögulir að áttundu mínútu og áður en leikur hófst gerðu áhorfendur gríðarlega mósaíkmynd af hetjunni sinni. Torres, Eto’o og Villa Það var skrifað í skýin að David Villa skyldi skora mark í þessum leik síðasta laugardag. Aragonés setti hann sem fyrsta framherja í liði Spánar og bjó til eitraðan framherja úr honum. Það gerði hann líka við Fernando Torres og sömuleiðis við Samuel Eto’o þegar hann var hjá Mallorca. Atlético er nú komið á toppinn í fyrsta sinn í 18 ár. Liðið hefur spilað gríðarlega vel á þessu tímabili með Diego Costa, David Villa, Thibaut Courtois, Koke og fleiri magnaða menn í bana- stuði. Nú eru þeir komnir með Diego frá Wolfsburg, sem kann þá list að tengja miðju og sókn saman. Atlético hefur ekki tapað í 23 leikjum í röð og aðeins tapað einu sinni á tíma- bilinu eða í 37 leikjum með kjánalegu sjálfs- marki (greinin er skrifuð fyrir leik Atlético og Real Madrid í bikarnum sem fram fór í vik- unni). Liðið fór auðveldlega í gegnum riðilinn sinn í Meistaradeildinni og mætir AC Milan í 16 liða úrslitum. Undir stjórn Diego Simeone spilar liðið skemmtilegan fótbolta og árangursríkan en spurningin er þó alltaf hvort liðið haldist á næsta tímabili. Fer Diego Costa til Arsenal? Fer Courtois til Chelsea? Fer Koke til Manchester United? En á meðan allt stendur í blóma er ekki kominn tími til að spyrja sig þessara spurninga. Atlético Madríd er á toppnum í fyrsta sinn síð- an 1996. Síðast þegar það gerðist vann liðið deildina. FYRRVERANDI LANDSLIÐSÞJÁLFARI SPÁNAR, LUIS ARAGONÉS, FÉLL FRÁ FYRIR VIKU 75 ÁRA GAMALL. ARAGO- NÉS GERÐI SPÁN AÐ EVRÓPUMEISTURUM 2008. HANN VAR EINNIG GOÐSÖGN HJÁ ATLÉTICO MADRID ÞAR SEM HANN SPILAÐI 360 LEIKI OG STÝRÐI FÉLAGINU FJÓRUM SINNUM. DAGINN EFTIR AÐ ARAGONÉS FÉLL FRÁ KOMST ATLÉTICO Á TOPPINN Á SPÁNI Í FYRSTA SINN Í 18 ÁR. Skilur við Atlético á toppnum 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 „Hann hefur ábyggilega verið þarna uppi, klæddur í hvítt og rautt, og glaðst með okkur. Hann var ótrúlegur karakter.“ Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is Luis Aragonés Leikmannaferill Ár Lið Leikir Mörk 1960–1961 Oviedo 13 4 1961–1964 Real Betis 86 33 1964–1974 Atlético Madrid 372 172 Fæddur: 28 júlí 1938 • Dáinn: 1 febrúar 2014 Ár Lið 1974–1980 Atlético Madrid 1981 Real Betis 1982–1987 Atlético Madrid 1987–1988 Barcelona 1990–1991 Espanyol 1991–1993 Atlético Madrid 1993–1995 Sevilla 1995–1997 Valencia Ár Lið 1997–1998 Real Betis 1999–2000 Real Oviedo 2000–2001 Mallorca 2001–2003 Atlético Madrid 2003–2004 Mallorca 2004–2008 Spánn 2008–2009 Fenerbahçe Þjálfaraferill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.