Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
Á árinu 2008 fór af stað umræða um
lögmæti svokallaðs seðilgjalds, eða
gjalds sem lagt er á hvers kyns kröf-
ur og byggist á kostnaði við það að
gefa út og sýsla með kröfuna. Til-
kynningargjald er í raun annað nafn
á sams konar gjaldi. Undanfari
málsins er sá að í janúar það ár skil-
aði starfshópur á vegum við-
skiptaráðherra, sem þá var Björgvin
G. Sigurðsson, af
sér skýrslu um
heimildir fjármála-
fyrirtækja til gjald-
töku. Lagði hóp-
urinn til að gjöldin
yrðu bönnuð eða
fjármálafyr-
irtækjum settar
skorður við inn-
heimtu þeirra. Í
febrúar 2008 setti ráðherra fram til-
mæli til fjármálafyrirtækja um að
þeir myndu stilla gjaldinu í hóf. Í til-
mælum ráðherra sagði meðal ann-
ars: „Fjármálafyrirtækjum er
óheimilt að innheimta seðilgjöld og
sambærilegar fylgikröfur, sem sam-
ið hefur verið um greiðslu á við neyt-
endur, vegna krafna sem innheimtar
eru fyrir kröfuhafa á grundvelli
þjónustusamnings, nema að upp-
fylltum neðangreindum skilyrðum:
– Fjárhæð gjalds endurspegli
raunkostnað við útsendingu seðla.
– Neytendum standi til boða raun-
hæfur gjaldfrjáls valkostur, svo sem
að greiða með millifærslu. Haft skal
til hliðsjónar að staðgreiðsla á
starfsstöð fyrirtækis, ein og sér,
telst ekki raunhæfur valkostur.
– Neytendur fái reikning vegna
viðskipta, lögum samkvæmt, á papp-
ír eða rafrænt.“
Gjaldið sem innheimt er vegna út-
gáfu krafna á sér þó enn stoð í lög-
um, þrátt fyrir að afnám þeirra hafi
ítrekað verið tekið upp á Alþingi.
Krafa á hendur neytendum um að
þeir greiði þessi gjöld byggist á 4.
gr. innheimtureglugerðar frá 2009:
„Hámarksfjárhæð innheimtukostn-
aðar, m.a. innheimtuþóknun … tek-
ur mið af þeim kostnaði sem kröfu-
hafi verður fyrir vegna
innheimtunnar og nauðsynlegur og
hóflegur getur talist.“ Reglugerðin
var sett til bráðabirgða eftir hrun og
engar breytingar hafa verið gerðar.
Það er kröfuhafans að ákvarða
gjaldið og meta sjálfur hvað telst
„nauðsynlegt og hóflegt.“
Tilkynningargjald er innheimt meðal annars
til að borga bönkunum fyrir stofnun kröfu.
Morgunblaðið/Golli
Engin lög
sem banna
gjöldin
Á vefsíðu Greiðslumiðlunar
eru þrjátíu íþróttafélög talin
upp sem eru viðskiptavinir
fyrirtækisins, en greiðslukerfi
þess er sérstaklega markaðs-
sett fyrir íþróttafélög og fé-
lagasamtök. Motus, eitt
stærsta innheimtufyrirtæki
landsins, er eigandi Greiðslu-
miðlunar og sér því einnig um
innheimtu gjalda sem fara í
vanskil hjá íþróttafélögunum.
Samkvæmt heimildum hafa
íþróttafélögin þó fulla stjórn á
því hvaða vanskilakröfur fara í
innheimtu. Þar sem um tóm-
stundir barna er að ræða er
yfirleitt reynt að finna leið til
að aðstoða foreldra sem ekki
geta greitt á tilskildum tíma.
Neytendur eru rukkaðir um
tilkynningargjald vegna
greiðsluseðla frá ýmsum fyrir-
tækjum og stofnunum. Al-
gengt er að upphæðin hlaupi á
einhverjum hundraðköllum í
hvert sinn. Þegar gjöldin, sem
oft eru lögð á greiðsluseðla
sem berast mánaðarlega eru
lögð saman og skoðuð yfir
heilt ár geta upphæðirnar
orðið ansi háar.
F
oreldrar geta verið að
greiða tugi þúsunda fyrir
íþróttaiðkun og tóm-
stundir barna sinna.
Barnmargar fjölskyldur
finna sérstaklega fyrir þessu. Ofan á
gjöld sem greidd eru íþróttafélög-
unum fyrir sjálfa iðkunina bætist
svokallað tilkynningargjald. Mörg af
stærstu íþróttafélögum landsins, þau
sem hafa flesta iðkendur innan sinna
raða, notast við sama greiðslukerfið,
Nóra, til að taka við greiðslum for-
eldra. Við hverja greiðslu sem innt
er af hendi með greiðsluseðli í
heimabanka bætast 390 krónur við.
„Kjósi greiðandi æfingagjalda að
fá greiðsluseðil í Nóra kerfinu er
áskilið greiðslu- og umsýslugjald
samkvæmt kynntum skilmálum þar
um,“ segir Bjarni Þór Óskarsson,
stjórnarmaður í Greiðslumiðlun,
inntur eftir skýringum á gjaldtök-
unni.
Gjaldið er óháð
upphæð reiknings
Hann segir gjaldið leggjast á alla
greiðsluseðla sem fara í gegnum
Nóra kerfið enda fylgi kostnaður
hverri einustu greiðslu. „Kostnaður-
inn er að hluta aðkeypt þjónusta frá
viðskiptabanka Greiðslumiðlunar og
að hluta vegna umsýslu og þjónustu
Greiðslumiðlunar, auk virð-
isaukaskatts.“
Gjaldið sem lagt er á greiðslu-
seðlana er fast og þannig óháð
þeirri upphæð sem greidd er. For-
eldri sem fékk reikning vegna frí-
stunda barns gegnum greiðslugátt
íþróttafélags fékk 7% álag á reikn-
ing sinn vegna hins svokallaða til-
kynningargjalds. Heildarupphæð
reiknings var upphaflega 35.570
krónur. Að frádregnum 30.000
króna frístundastyrk stóð eftir
reikningur til greiðslu að upphæð
5.570 krónur. Foreldrið valdi að fá
greiðsluseðil í heimabanka en við
það hækkaði heildarupphæð reikn-
ingsins í 5.960 krónur.
Innheimt tvisvar á ári
Tökum dæmi af foreldri sem greið-
ir fyrir íþróttaiðkun þriggja barna
sem hvert stundar tvenns konar
íþróttir. Vilji foreldri geta greitt
fyrir iðkunina með því að fá
greiðsluseðil í heimabanka þarf að
greiða alls sex slíka á hvorri önn.
Tilkynningargjaldið að upphæð 390
krónur er því greitt tólf sinnum yf-
ir árið. Alls myndi upphæðin því
nema 4.680 krónum á ári, bara í til-
kynningargjald til Greiðslumiðlunar
fyrir utan sjálf gjöldin fyrir iðk-
unina.
Tilkynningagjald er stytting á
heitinu „tilkynningar- og greiðslu-
gjald“ og kröfuhafinn ákvarðar
upphæð þess. Ef greiðandi kröfu
vill skipta greiðslum í fleiri en einn
hluta, eins og algengt er að for-
eldrar geri með gjöld fyrir tóm-
stundir og íþróttir, þarf að greiða
tilkynningargjald fyrir hverja
greiðslu. Sé kröfunni skipt í þrjár
greiðslur kostar það alls 1.170 krón-
ur.
Íþróttafélögin greiða hóflegt
gjald fyrir leigu á greiðsluþjón-
ustukerfinu Nóra, eða rúmar 10
þúsund krónur á mánuði. Í staðinn
losna þau við kostnað sem áður
hlaust af því að sýsla sjálf með allar
greiðslur og sjá um innheimtu. Hins
vegar greiða foreldrar aukalega til
Greiðslumiðlunar í formi tilkynning-
argjaldsins svo segja má að kostn-
aðurinn hafi einfaldlega færst til.
Foreldrar sem greiða fyrir
íþróttaiðkun barna sinna geta valið
hvort þeir greiða með kreditkorti
eða fá greiðsluseðil. Kortagreiðslur
kosta líka en þar er ekki rukkað
fyrir hverja greiðslu líkt og ef
greiðsluseðill er valinn.
Foreldrar hafa þó í mörgum til-
vikum val um þriðja kostinn, að
greiða beint inn á reikning íþrótta-
félags og setja upplýsingar í skýr-
ingu með millifærslunni. Forsvars-
menn nokkurra íþróttafélaga sem
blaðamaður ræddi við sögðust jafn-
an taka því vel ef foreldrar vildu
sleppa við gjöld vegna greiðsluseðla
og greiða beint.
Flestir geta nú valið að greiða rafrænt fyrir íþróttaiðkun barna sinna með greiðslugátt á heimasíðu viðkomandi íþróttafélags, sama hver íþróttin er. En það er þó
ekki ókeypis að velja þá leið að fá greiðsluseðil í heimabanka. Íþróttafélögin greiða fyrir aðganginn að greiðslugáttinni en foreldrar greiða fyrir greiðsluseðlana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgað fyrir að fá að borga
FJÖLDI ÍÞRÓTTAFÉLAGA NOTAST VIÐ GREIÐSLUÞJÓNUSTUNA NÓRI SEM REKIN ER AF GREIÐSLUMIÐLUN EHF. Í EIGU INN-
HEIMTUFYRIRTÆKISINS MOTUS. FYRIR HVERN EINASTA GREIÐSLUSEÐIL SEM SENDUR ER ÚT Á VEGUM ÍÞRÓTTAFÉLAGS
SEM NOTAR NÓRA RUKKAR GREIÐSLUMIÐLUN FAST TILKYNNINGARGJALD AÐ UPPHÆÐ 390 KRÓNUR. VILJI FORELDRAR
SKIPTA GREIÐSLUM UPP MARGFALDAST GJALDIÐ. TILKYNNINGARGJALD, SEÐILGJALD OG ÚTSKRIFTARGJALD ERU ALLT
NÖFN Á ÞVÍ GJALDI SEM TEKIÐ ER FYRIR ÞAÐ AÐ FÁ AÐ GREIÐA FYRIR TILTEKNA ÞJÓNUSTU Í HEIMABANKA EÐA GEGN-
UM GREIÐSLUGÁTT, ÓHÁÐ UPPHÆÐ REIKNINGS OG ÞVÍ HVORT HANN ER GEFINN ÚT EINGÖNGU RAFRÆNT EÐA EKKI.
HUNDRAÐKALLAR
SEM SAFNAST UPP
* Að borga reikninga kostar sitt. En þá á eftir að taka með íreikninginn að það þarf að borga fyrir að fá að borgareikninga. Bankinn fær sitt og kröfuhafinn líka. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is