Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingNý rannsókn Capacent sýnir fram á að vinnufíklar eru ekki bestu starfsmennirnir »22 T ilgangur Landvætta er ekki flókinn, hann er að safna félögum,“ segir Ingvar Þórodds- son, formaður Landvætta. Til þess að verða Landvættur þarf að ljúka fjórum íþróttagreinum á innan við 12 mánuðum. Hins vegar þarf það ekki að vera innan hvers almanaksárs og því er hægt að byrja á hvaða grein sem er. Greinarnar fjórar eru skíðagöngukeppnin Fossavatnsgangan, Jökulsárhlaupið, Urriða- vatnssundið og Bláa lóns þrautin þar sem keppt er í hjólreiðum. „Þetta er ekki ný hug- mynd, þetta er íslensk útfærsla á sænskri keppni sem hefur verið til í mörg ár. Hugs- unin á bak við Landvættina er að fólk sem er að hreyfa sig fái auknar áskoranir og kynnist um leið fjölbreyttari leiðum hreyf- ingar. Þannig geti hlauparinn keppt í skíða- göngu, sundgarpurinn í hjólreiðum o.s.frv. Svo fannst okkur bráðsnjallt að hafa þetta í hverjum hinna fornu landshluta. Þess vegna er þessi tenging við Landvættina.“ 12 karlar og fimm konur Landvættirnir standa ekki fyrir neinum greinum heldur fengu leyfi til að nýta sér at- burðina fjóra. „Við erum ekki fram- kvæmdaraðilar að neinum þessara atburða. Fossavatnsgangan er búin að vera til í ein 50 ár. Bláa lóns þrautin er 15 ára og Jökuls- árhlaupið var hlaupið í tíunda sinn síðasta sumar. Þá þurftum við að finna sundið sem þurfti að vera á Austurlandi. Við höfðum spurnir af Urriðavatnssundinu sem hafði verið synt þrisvar sinnum og haldið í vatni rétt við Fellabæ. Það er ekki eins kalt og önnur vötn á landinu því þar er heit upp- spretta sem er meðal annars notuð í hita- veitu Fellabæjar. Þessar fjórar greinar þarf maður að klára á 12 mánuðum en ekki almannaksári.“ Sautján hafa klárað þessar fjórar greinar nú þegar, 12 karlar og fimm konur, en það voru mörgum sinnum fleiri en stjórn Landvættanna reiknaði með. „Þetta mæltist vel fyrir og tókst mun betur en við þorðum að vona,“ seg- ir Ingvar sem ákvað í kjöl- farið að boða til fundar til að fjölga félögum. Gefa fleirum tækifæri Í farvatninu 2015 er mögueiki á að verða aukafélagi í félaginu eða Dvergvættur. Kröf- urnar þar eru tæpur helmingur af land- vættaafrekinu og 2017 fer vonandi í gang Landrisinn. „Það var alltaf á áætlun að gefa fleirum möguleika á einhverskonar þátttöku. Til að fá nafnbótina Dvergvættur þarf maður að afreka sömu hluti, skíði, hlaup, sund og hjól en ekki að fara fullar vegalengdir. Við fengum leyfi Hjólreiðafélags Reykjavíkur til að reikna inn í þetta Heiðmerkursprettinn því það er ekki í boði styttri vegalengd í Bláa lóns þrautinni. Þá eru hjólaðir 24 kíló- metrar en það má fara lengra í sumum þrautum. Til dæmis ef viðkomandi er góður hlaupari má fara fullt Jökulsárhlaup en hálfa Fossvatnsgöngu.“ Þá félaga í stjórn Landvætta langar svo að bjóða upp á Landrisann á árinu 2017 fyrir heiðursfélaga. „Þá þurfa menn að gera meira en í Landvættinum en við erum ekki búnir að ákveða hvernig það verður. Viljum gjarn- an fá hugmyndir að þrautum og hvaða at- burðir ættu að vera þarna inni. En því er ekki að leyna að Laugavegshlaupið, hlau- pahátíð Vestfjarða og Urriðavatnssundið eru svolítið spennandi kostir því þetta eru þrjár helgar í röð yfir sumarið. Við erum nefnilega ekki bara að einblína á innlendan markað – maður vonar að í fyllingu tímans vilji ein- hverjir erlendir gestir koma og gerast Land- vættir.“ Bláa lóns þrautin Hjólreiðafélag Reykjavíkur hélt fimmtándu Bláa lóns þrautina á síðasta ári. Morgunblaðið/Golli DVERGVÆTTUR OG LANDRISINN Stórhuga landvættir FJÖLÞRAUTAFÉLAGIÐ LANDVÆTTIR STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ FJÖLGA FÉLÖGUM SÍNUM MEÐ NÝJUM ÁSKORUNUM Á NÆSTU ÁRUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Jökulsárhlaup 220 manns hlupu frá Dettifossi að Ásbyrgi síðasta sumar. Fossavatnsgangan Í æfingabúðum fyrir Fossavatnsgönguna í ár voru margir hlauparar úr Reykjavík. Urriðavatnssund Alls tóku 27 manns þátt í sundinu í fyrra; 17 karlar og 10 konur. Morgunblaðið/Sigurður Aðalst Merki Landvætta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.