Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Þetta er fyrsta doktorsritgerðinsem varin er hérlendis þarsem viðfangsefnið er hinseg- in reynsla, veruleiki og samfélag. Einn Íslendingur hefur raunar varið ritgerð um slíkt efni erlendis, Anna Einarsdóttir við Southbank Uni- versity í Lundúnum. Spurður hvaða væntingar hann hafi til stuðla að breytingum kveðst Jón Ingvar vona að ritgerðin komi til með að ýta undir fræðslu innan skólakerfisins og aðbúnaður hinseg- in ungmenna batna. „Annað sem skiptir máli eru stuðningshópar, þar sem gagnkynhneigðir og samkyn- hneigðir geta komið saman og rætt málin á breiðum grunni. Ég sé svo sem ekki fyrir mér að slíkir hópar yrðu til í hverjum framhaldsskóla en það yrði auðvitað ekki verra.“ Kennarar stofna félag Um leið og hinsegin nemendur verða áberandi í skólum eykst skiln- ingur og stuðningur. Þetta segir Jón Ingvar hafa margsýnt sig. Einn til tveir hinsegin nemendur geti jafnvel skipt sköpum. Kennarar geta líka lagt sitt af mörkum en Jón Ingvar er einmitt í hópi sem undirbýr stofnun Félags hinsegin kennara en félög af því tagi eru starfrækt víða um heim. Að óbreyttu verður félagið stofnað formlega með haustinu en það nær til allra skólastiga og mun eiga aðild að Kennarafélagi Íslands. Grunnskólastigið enn meira á eftir „Vonandi kemur þetta félag til með að hafa áhrif en hinsegin kennarar hafa ekki verið mjög sýnilegir í ís- lensku skólakerfi til þessa. Sumir hafa meira að segja sagt mér að þeir hafi átt erfitt uppdráttar fyrir þær sakir að þeir séu hinsegin. Einkum þá grunnskólakennarar. Grunn- skólastigið virðist vera enn meira á eftir en framhaldsskólastigið hvað þetta varðar. Það er slæmt því hin- segin kennarar eru líka góð fyr- irmynd fyrir börnin. Á öllum skóla- stigum. Það vantar hinsegin rödd inn í skólakerfið og vonandi verður þetta nýja félag sú rödd.“ Hann segir háskólana líka mega láta sig málið varða. Nauðsynlegt sé að fræða kennaranema betur um málefni hinsegin fólks. Doktorsvörn Jóns Ingvars fer fram í Háskóla Íslands á þriðjudaginn. Morgunblaðið/Kristinn Vantar hinsegin rödd inn í skólakerfið H elsta niðurstaðan er sú að hið gagnkyn- hneigða regluverk er ennþá ríkjandi í framhaldsskólum á Íslandi. Það er ekki meðvitað en eigi að síður er gert ráð fyrir því að allir nemendur sem ritast inn í skólana séu gagnkynhneigðir og fyr- ir vikið er ekki tekið nægilegt tillit til hinsegin nemenda. Sýnileiki þeirra er ekki mikill og lítið fyrir þá gert.“ Þetta segir Jón Ingvar Kjaran sem á þriðjudaginn ver dokt- orsritgerð sína í menntavísindum við Háskóla Íslands: Í átt til hinseg- in framhaldsskóla. Reynsla hinsegin nemenda í íslenskum framhalds- skólum í skugga gagnkynhneigðrar orðræðu og valds. „Það er aðeins mismunandi eftir skólum en á heildina litið er lítið gert fyrir nemendur í framhalds- skólum sem eru að takast á við þessar tilfinningar. Sumir nemendur sem ég talaði við komu til að mynda ekki út úr skápnum fyrr en liðið var á framhaldsskólanámið eða jafnvel ekki fyrr en eftir útskrift,“ segir Jón Ingvar. Hann segir þetta smám saman að breytast, sérstaklega með nýrri námskrá 2008, en þar er kynhneigð í fyrsta skipti nefnd í samhengi við margbreytileika nemenda í fram- haldsskólum sem taka þurfi tillit til. Rannsóknin spannar nokkurra ára tímabil og segir Jón Ingvar nem- endur sem komu inn í framhalds- skólana eftir 2008 segja aðeins aðra sögu en þeir sem hófu nám fyrir þann tíma. Jón Ingvar segir brýnt að auka fræðslu og stuðning við hinsegin nemendur í framhaldsskólum. „Það er lítil fræðsla um þessi mál í fram- haldsskólunum. Það eru einkum Samtökin 78 sem hafa staðið fyrir þeirri fræðslu og hún kemur utan frá. Þessu þarf að breyta og auðvit- að þarf að byrja fyrr en í fram- haldsskólum, helst þegar á leik- skólastiginu.“ Erfiðara fyrir strákana Hann segir börn sem skera sig úr fjöldanum eiga erfiðar uppdráttar í grunnskóla en framhaldsskóla. Sér- staklega hafi strákar orð á því. „Ef þeir eru á einhvern hátt kvenlegir í háttum eða klæðaburði eru þeir fljótt stimplaðir „hommar“, burtséð frá því hvort þeir skilgreina sig þannig sjálfir.“ Spurður hvort marktækur munur sé á kynjunum segir Jón Ingvar stráka oftar en ekki eiga erfiðara með að takast á við kynhneigð sína. Það tengist fyrst og fremst stöðl- uðum hugmyndum um karlmennsk- una. „Strákar virðast ógna kynja- kerfinu meira en stelpur þegar þeir koma út úr skápnum. Stelpurnar líta frekar á það sem jákvætt verk- efni, sérstaklega á framhalds- skólastiginu. Þær lenda á hinn bóg- inn í annars konar vanda, það er að tilfinningar þeirra eru ekki alltaf viðurkenndar á þeirra eigin for- sendum. Jafnvel er gert lítið úr því að þær geti stundað kynlíf saman, alltaf þurfi þriðja aðilann til, það er að segja strákinn.“ Spurður hvernig Ísland standi í alþjóðlegum samanburði þegar kem- ur að málefnum hinsegin nemenda í framhaldsskólum segir Jón Ingvar okkur vera svolítið á eftir þeim sem lengst eru á veg komnir. Nefnir hann skóla í framsæknustu ríkjum Bandaríkjanna sérstaklega í því sambandi. „Bandaríkjamenn hafa gert umfangsmiklar rannsóknir á hinsegin veruleika innan skólakerf- isins og þar eru fræðileg tímarit gefin út sem fjalla sérstaklega um þetta efni. Að því leyti til erum við á eftir. Íslenskt samfélag hefur hins vegar tekið gríðarlegum breytingum á síðustu tveimur áratugum og við- horf almennings til hinsegin fólks er orðið mjög jákvætt, samkvæmt evr- ópsku viðhorfskönnuninni. Við erum komin upp fyrir Svíþjóð og önnur frjálslynd samfélög í Evrópu. Það er hins vegar eins og annar veruleiki blasi við í skólunum. Í þeim efnum getum við gert miklu betur. Við höf- um alla burði til þess.“ Frá gleðigöngunni í fyrra. Morgunblaðið/Ómar Sýnileiki hinsegin fram- haldsskólanema lítill HINSEGIN NEMENDUR EIGA Á BRATTANN AÐ SÆKJA Í ÍSLENSKUM FRAMHALDSSKÓLUM. EKKI ER NÆGILEGT TILLIT TIL ÞEIRRA TEKIÐ OG LÍTIÐ FYRIR ÞÁ GERT. ÞETTA ER NIÐURSTAÐA JÓNS INGVARS KJARAN SEM VER DOKTORSRITGERÐ SÍNA UM REYNSLU HINSEGIN NEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLUM FRÁ KENNARADEILD MENNTAVÍSINDASVIÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS EFTIR HELGINA. HANN SEGIR ALLAR FORSENDUR FYRIR HENDI TIL AÐ GERA MIKLU BETUR Í ÞESSUM EFNUM. * Strákar virðast ógna kynjakerfinu meira en stelpurþegar þeir koma út úr skápnum. Jón Ingvar KjaranÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Jón Ingvar Kjaran hefur unnið við rannsóknir í hin- segin- og kynjafræðum samhliða kennslu við Verzl- unarskóla Íslands. Þar hefur hann einkum kennt sögu og menningarfræði. Hann hefur jafnframt starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í menningar- fræðum við hönnunar- og arkitektúrdeild Listahá- skóla Íslands og gestarannsakandi við kynjafræði- deild Humboldt-háskóla í Berlín á vormisseri 2013. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við rannsóknina: Í fyrsta lagi voru tekin fjórtán viðtöl við hinsegin nemendur og í öðru lagi fram- kvæmdar vettvangsathuganir í tveimur framhaldsskólum, annars vegar í Reykjavík og hins vegar utan Reykjavíkur. Gögnunum var safnað á tíma- bilinu 2010 til 2012. Þátttakendur í viðtalsrannsókninni voru fæddir á tímabilinu 1987 til 1993 og höfðu annaðhvort nýlega brautskráðst eða voru enn í framhaldsskóla. EIGINDLEGAR RANNSÓKNARAÐFERÐIR Jón Ingvar Kjaran
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.