Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Side 12
* Ég var góðglaður þegar ég festi kaup á honum og frúinvar ekki ánægð. Ég varð að fela hann í nokkra daga.Ágúst Rúnarsson í Vestra-Fíflholti keypti nýjan, kraftmikinn traktor. Landið og miðinSKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND MJÓIFJÖRÐUR Mæting hefur örugg eins góð á fverið í Mjóafirði í viku kjsem eru á ör sögn Austu sam ÁRBORG Sveitarfélagið Árborg hefur endurnýjað þjónustu- og styrktarsamning við íþróttafélagið Suðra en félagið býður upp á skipulagt íþróttastarf fyrir fatlaða í Árborg og mun samkvæm samningnum gera það áfram. VESTFIRÐIR Bæjaryfirvöld á Ísafirði ha lítið er fjallað um málefni V í tillögu Landsnets að kerfi 2014 til 2023. „Nefna má engin umfjöllun er um mö lega Hvalárvirkjun sem þrefaldað gæti orkuöflun áVestfjörðum. afa heldur verið skoðaðir mö að tvöfalda hluta línuleiða að auka rekstraröryggi þe segir í bókun umhverfisne bæjarráð tekur undir. ÞORLÁKSHÖFN Lúðrasveit Þorlákshafnar stofnuð árið 1984 af nokk hljóðfæraleikurum í bænu og á því 30 ára starfsafmæ ár. Bæjarstjórn Öfluss hef ákveðið að færa lúðrasvei að gjöf málmblásturshljóð túbu af því tilefni. Verðmæ ú krónur. „Bæjarstjórn lýsir frábæra starf sem lúðrasv Robert Darling hafa unnið jákvæðu áhrif sem hún he sveitarfélagið,“ segir í bók ÞINGEYJARSVEIT Starfsemi leikskóladeildarinnar Bárðargils hefur nú verið hætt og deildin fór fram á dögunum og um dýrðir, þar sem foreldrar skemmtu Börn á leikskólaaldri stunda héðan í frá nám leikskóladeildinni í Stó M iklir hestamenn hafa búið á Lækjamóti í Víði- dal í árafjöld. Nú er á lokastigi smíði glæsilegrar reiðhallar á bæn- um, þar sem verður fjölbreytt starfsemi. „Við erum að byggja upp aðstöðu til þjálfunar á okkar gripum og hugmyndin er að vera líka með reiðkennslu, sölu á hrossum og endurhæfingu fyrir hesta. Þetta verður alhliða þjálfunarmiðstöð,“ segir Ísólfur Líndal Þórisson hrossabóndi í samtali við Morg- unblaðið. Gott fyrir samfélagið Seinna í sumar verður þessi glæsi- lega hestamiðstöð tekin í gagnið. „Það eru til svona búgarðar á Ís- landi en ekki víða hér norðan heiða,“ segir Ísólfur aðspurður. „Þetta eru fallegar byggingar. Verkefnið ætlar að takast vel,“ seg- ir hann lítillátur þegar blaðamaður hefur á orði hve glæsilega er að verki staðið. „Það er rétt rúmt ár síðan fyrsta skóflustungan var tekin, þetta hefur gengið fljótt og vel og við erum á lokasprettinum núna. Stefnt er að því að opna um mánaðamótin júlí, ágúst.“ Erlendur vinur fjölskyldunnar tekur þátt í uppbyggingunni með henni. Bakhjarl sem hjálpar við þetta, eins og Ísólfur kemst að orði. „Það er gaman að standa í þessu og gott fyrir svæðið. Framkvæmdirnar eru mikil innspýting í samfélagið, mikil vinna hefur skapast við upp- bygginguna, heimamenn koma að jarðvegsframkvæmdum og smíðum. Það er frábært að geta hjálpað til í héraði.“ Í húsinu verður 31 stía. „Þær eru allar stórar þannig að tveir hestar geta í sjálfu sér verið í hverri þó það sé reyndar ekki hugmyndin. Við hugsum okkur einn í hverri stíu.“ Ísólfur er frá Lækjamóti. „Ég hef alla tíð verið mikið í hesta- mennsku. Það má segja að ég sé fæddur og uppalinn á hestbaki!“ segir hann og hlær. Hann er reyndur og margverðlaunaður keppnismaður og var einmitt stadd- ur á kynbótasýningu á Sauðárkróki þegar Morgunblaðið ræddi við hann í vikulokin. „Fjölskyldan er öll í hestamennsku með einum eða öðrum hætti. Nú eru orðnar þrjár fjölskyldur sem búa á Lækjamóti og lífið snýst meira og minna um hesta.“ Foreldrar Ísólfs, Þórir Ísólfsson og Elín Líndal, búa enn á jörðinni og Sonja systir hans og Friðrik Már Sigurðsson, maður hennar, eru nýflutt þangað en Sonja var að ljúka námi í dýralækningum. Þrjár Morgunblaðsskeifur Fjölskyldan hefur stundað hrossa- rækt lengi og hefur unnið til marg- víslegra verðlauna á þeim vettvangi eins og á keppnisvellinum. Gott dæmi um glæsilegan árangur er að á Lækjamóti eru varðveittar þrjár Morgunblaðsskeifur, verðlaun sem í nærri sex áratugi hafa verið veitt fyrir afbragðs árangur í tamn- ingum og reiðmennsku í bænda- skólunum. Þórir vann Skeifukeppnina á Hólum árið 1973, sonurinn Ísólfur afrekaði það á Hvanneyri fyrir lið- lega aldarfjórðungi og Sonja Líndal Þórisdóttir fetaði í fótspor föður síns og varð hlutskörpust á Hólum árið 2007. VÍÐIDALUR Fæddur og uppalinn á hestbaki! ÍSÓLFUR LÍNDAL ÞÓRISSON OG FJÖLSKYLDA Á BÆNUM LÆKJAMÓTI Í VÍÐIDAL, Í HÚNAÞINGI VESTRA, ERU LANGT KOMIN MEÐ AÐ BYGGJA UPP GLÆSILEGA HESTAMIÐSTÖÐ ÞAR SEM BOÐIÐ VERÐUR UPP Á FJÖLBREYTTA ÞJÓNUSTU Hjónin á Lækjamóti í Víðidal, Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnardóttir. Sonurinn heitir Guðmar Hólm. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hestamiðstöðin glæsilega sem tekin verður í notkun á Lækjamóti í sumar. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.