Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Ferðalög og flakk Casa Milà, einnig þekkt sem La Pedrera, er bygging sem Antoni Gaudí hannaði og var byggð á upphafi tuttugustu ald- arinnar. Byggingarlist Gaudí er einstök, litrík og frumleg, eins og hún lifni við bæði að utan jafnt sem innan. Barri Gótic er einnig áhugavert hverfi með fjölda smærri verslana sem selja hönnunarvöru. Efri hluti Las Ramblas sem byrjar fyrir ofan Plaça de Catalunya er vinsæll staður meðal Katalana til að versla en þar er gott úrval af búðum sem selja undirfatnað. Flestir þekkja stóru versl- unarkeðjurnar H&M, Mango og Zöru, en slíkar búðir er auðvelt að finna á breiðgötunni Passeig de Gràcia og götunni Portal de l’Angel sem liggur fyrir neðan Plaça de Catalunya. Hins vegar er einnig fjöldi spennandi spænskra hönnuða í Barcelona þar sem hægt er að kaupa ein- stakar flíkur sem ekki fást ann- ars staðar. Adolfo Dominguez, upprunalega frá Galicíu, er vel þekktur hönnuður á Spáni og „er með vönduð og flott föt sem oft er hægt að fá á viðráðanlegu verði“, segir Elma. Í smærri kantinum bendir hún á D-lirio sem er „krúttleg skartgripa- og fylgihlutahönnun frá Sara Saa- vedra“, en sú búð er bæði í Gràcia- og El Born-hverfunum. Önnur búð í svipuðum „krúttstíl“ er Nice Things sem selur bæði fatnað og fylgihluti. „Glint er mjög töff og örðuvísi búð niðri í El Born, „street style“-búð svipuð búðinni minni Dusted,“ segir Elma. Hún bætir Andro við á listann yfir flotta „street style“- hönnun en samsafn af hönnuðum í Barcelona hannar undir því merki. Brick Lane er svo kallaður BARCELONA Menningar- og matar- borg í Suður-Evrópu BARCELONA, HÖFUÐBORG KATALÓNÍU, ER EINSTÖK BORG AÐ MÖRGU LEYTI. ÞRÖNG STRÆTI GAMLA HVERFISINS, CIUTAT VELLA, ENDURÓMA SÖGU BORGARINNAR ALLT FRÁ HERNÁMI RÓMAVELDIS TIL INNRÁSAR ARABA Á ÁTTUNDU ÖLDINNI OG TIL FRANCO-TÍMABILSINS. BREIÐGÖTUR EIXAMPLE-HVERFISINS, LAGÐAR UM ALDAMÓT NÍTJÁNDU OG TUTTUGUSTU ALDARINNAR, FÆRA OKKUR NÆR NÚTÍMANUM. ÞÆR BERA VITNI UM ÁHRIF MÓDERNISMA Á ÞRÓUN BORGARINNAR. BYGGINGARLIST ANT- ONI GAUDÍ ER EIN FRÆGASTA BIRTINGARMYND KATALÓNSKRA SÉRKENNA SEM EIN- KENNDU MÓDERNISMA Í BARCELONA, OG VERK HANS ÁSAMT BYGGINGUM SVIPAÐRA ARKITEKTA ER AÐ FINNA VÍÐA UM HVERFIÐ. Texti og myndir: Lára Hilmarsdóttir lara.hilmarsdottir@gmail.com K atalónsk menning og tungumál einkenna borg- ina. Heimamenn heilsast með því að segja „bondia“ eða „bona tarda“ og kveðjast oftast með „adeu“ og katalónskan hljómar oft sem sam- bland af spænsku og frönsku. Fyrir kemur að maður verði að leggja lykkju á leið sína þegar aðskilnaðarsinnar mótmæla á göt- um borgarinnar. Sterk sjálfsmynd Katalóníu í gegnum aldirnar birt- ist einnig í matargerð, tísku og daglegu lífi borgarbúa. Barcelona er engu að síður undir alþjóð- legum áhrifum. Þegar maður hef- ur borðað nægju sína af tapas og paella er ekkert að óttast því matargerð úr nær öllum heims- hornum er að finna í borginni. Krúttbúðir, „street“- stíll og fatamarkaðir Elma Dögg Steingrímsdóttir, eig- andi tísku- og hönnunarbúð- arinnar Dusted á Íslandi, kynnti sér búðir og verslunargötur borg- arinnar á meðan hún lærði hönn- un við IED-háskólann í Barce- lona. „Mér fannst skemmtilegast að versla efst í Raval, þar er mikið af vintage- og second-hand búðum. Þar er líka oft mikið um fatamarkaði og slíkt.“ Hún bendir á götuna Carrer dels Tallers þar sem nokkrar vintage-búðir er að finna, og verslunina Kling sem selur ódýra spænska hönn- unarvöru. Fiskisalinn á La Boquería matarmarkaðnum skammar forvitna sem laumast til þess að pota í humarinn til þess að athuga hvort hann er enn lifandi. Á Passeig de Gràcia má finna helstu tískumerki heims, og hvort sem hátísku- vara er á fjárhagsáætlun frísins eða ekki þá er alltaf gaman að skoða. Hvort sem það eru bækur, föt, húsgögn eða gamlar fjarstýringar, þá er hægt að finna næstum hvað sem er á hinum ýmsu mörkuðum Barcelona. Ströndin í nágrenni Barcelona heillar marga en þar er hægt að gera fleira en að liggja í sólbaði því á ströndinni eru veglegir hjóla- og göngustígar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.