Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Page 22
Heilsa og hreyfing Sippað í sumar Morgunblaðið/Kristinn *Með betri æfingum til að fullkomna líkamsræktinaer sú skemmtilega en einfalda athöfn að sippa. Ekkiskemmir að ungum sem öldnum þykirþað gaman svo að enginn þarf að veraútundan. Hægt er að fá ódýrari og dýr-ari sippubönd – allt frá fínni gerðum íverslunum sem selja líkamsræktarvörur og svo ódýr og einföld í stórmörkuðum og leikfangaverslunum. F yrsta myndin af mér í þessari jógastellingu var tekin þegar ég var í fríi með fjölskyldu minni og vinafólki í Frakklandi,“ segir Agnes Ósk Sigmundardóttir sem hefur á síðustu tveimur árum stillt sér upp í jógastellingunni „standandi bogi“ um allar trissur, hérlendis og er- lendis. „Maður á að bara leika sér í lífinu og gera grín og þetta hefur verið skemmtilegt. Ég hef ferðast mikið síðustu tvö árin og þetta er mín leið til að gera planka eða eitthvað slíkt en umhverfið er að- alatriðið – sýna það og segja svo; hér er ég.“ Agnes Ósk hefur stundað jóga, hot yoga upp á síðkastið, og segir þessa stöðu efla styrk og sveigj- anleika og það sé eiginleiki sem hún vilji hafa á sál og líkama. Þá eigi hún að efla einbeitingu og þolinmæði. „Og hver vill ekki efla það? Svo er ég í stjörnu- merkinu bogmanni svo þetta á einstaklega vel við.“ Skellt sér í jógastöðuna í Amsterdam. Jóga í Arizona í Bandaríkjunum. Fallegur jógadagur í Atlavík. Brooklyn Bridge jóga. Jóga í vinnunni; á Dale Carnegie-skrifstofunni. Skriðuklaustur myndaði fallegan bakgrunn. Jóga í útlöndum, nánar tiltekið í Utah. Jógatími í Aðaldal. Með nið Seljalandsfoss í bakgrunni. UMHVERFIÐ FEST Á FILMU Á ÓVENJULEGAN HÁTT. „Mín leið til að gera planka“ AGNES ÓSK SIGMUNDARDÓTTIR HEFUR FARIÐ Í JÓGASTELLINGUNNI STANDANDI BOGI ÚT UM VÍÐA VERÖLD OG FEST UM LEIÐ UMHVERFI FERÐALAGANNA Á FILMU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Smá jóga í miðjum hjólreiðatúr, á leið frá Bláfjöllum og niður í Heiðmörk. Jógað mátað við vetrarsnjóinn í Grafarholti. Leikskólabörn fylgjast athugul með Agnesi Ósk.Jóga í sólinni á Rauðasandi. Agnes Ósk prufukeyrir jóga við friðarsúluna. Jóga í sveitinni, í sauðburði í Borgarnesi. Farið í stellinguna eftir Reykjavíkurmaraþon.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.