Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Page 26
Mig langar í...
... Í STOFUNA
Ruché sófa eftir
Inga Sempé sem
framleiddur er af
Ligne Roset. Helst
myndi ég vilja
bleikan og með
grind úr beyki. Ég
væri reyndar líka
til í gulan eða
ljósbláan eða bara
þann sem langar til
að eiga heima í
stofunni hjá mér.
... Á VINNUSTOFUNA
Serge Mouille vegglampa með tveimur örmum. Andstæðurnar
í lömpunum hans eru svo skemmtilegar. Þeir eru fyrirferð-
armiklir og fíngerðir á sama tíma og minna mig pínulítið á
hrossaflugu sem er að vandræðast með að stýra fluginu sínu.
INGIBJÖRG HANNA BJARNADÓTTIR
VÖRUHÖNNUÐUR HANNAR ÁKAFLEGA
FALLEGAR OG ÁHUGAVERÐAR VÖRUR
Á HEIMILIÐ UNDIR NAFNINU IHANNA
HOME. INGIBJÖRG ER EINN AF ÞEKKT-
USTU HÖNNUÐUM LANDSINS EN HÚN
HANNAÐI MEÐAL ANNARS HINN VÍÐFRÆGA KRUMMA, RÚDÓLF-
HENGIÐ OG WOOD/WOOD/WOOD KERTASTJAKANA. INGIBJÖRG
DEILDI ÓSKUM SÍNUM TIL HEIMILISINS MEÐ SUNNUDAGSBLAÐI
MORGUNBLAÐSINS.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Morgunblaðið/G.Rúnar
... Í BARNAHERBERGIÐ
LITTLE RED STUGA Kebnekaise
Mountain grjónapúða. Skemmti-
legt að hnoðast með þá eða slaka
á með Andrésblað.
... Í GARÐINN
stólinn Fifty eftir Dögg Guð-
mundsdóttur sem er framleiddur
af Ligne Roset. Smartasti garð-
stóll sem ég hef augum litið. Ég
held hann sé líka þægilegur en
það fer ekki alltaf saman.
... Í ÚTÓPÍSKRI VERÖLD
stóran jarðaberjaakur bak við hús sem
myndi vera með rauð jarðaber allan
ársins hring. Bróðir minn hringir alltaf í
mig þegar hann borðar jarðarber því
hann veit hvað mér finnst þau góð og
að ég mun samgleðjast honum innilega.
... Í ELDHÚSIÐ
Svarta Maura eftir Arne
Jacobsen við eldhús-
borðið. Þetta er falleg,
klassísk gæðahönnun og
góð fjárfesting.
... Í SVEFNHERBERGIÐ
Dot Carpet Big Blue mottu
frá Hay. Það er svo nota-
legt að stíga á eitthvað
mjúkt þegar maður fer
fram úr á morgnana og er
hún einstaklega þykk og
girnileg. Grafíkin og lita-
samsetningin á allri mottu-
seríunni er skemmtilega
einföld en með smá tvisti
og ég elska svoleiðis.
... Á BAÐHERBERGIÐ
Alla húðsnyrtilínuna frá Sóley Org-
anics og gera baðherbergið að spa.
Heimili
og hönnun *Breski hönnuðurinn Tom Dixon hefurhannað tvær áhugaverðar línur af nytja-hlutum úr látúni. Munirnir eru ætlaðir inná heimilið og sækja innblástur til vél-arhluta og verkfæra. Línurnar heita Cogog Arc og innihalda þær meðal annarskertastjaka, upptakara, geymsluhirslur og
tappatogara.
Nýir nytjahlutir frá Tom Dixon