Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Qupperneq 36
Spjaldtölvur eru til margs brúklegar, svo margs reyndarað þær koma oft í stað far- eða borðtölvu að flestu eðaöllu leyti – sá sem notar tölvu aðeins til að vafra um vefinn, skrifa Facebook-færslur og taka við og senda tölvu- póst hefur eiginlega ekkert við borð- eða fartölvu að gera. Þar er komin helsta skýringin á af hverju sala á spjaldtölv- um er enn að aukast en annarskonar tölvubúnaður selst minna og reyndar minna og minna með hverju árinu. Að því sögðu þá hefur það ýmsa kosti að hafa aðgang að lyklaborði, ekki síst ef skrifa á langan texta, og þá koma ör- þunnar og nettar fartölvur til sögunnar, Macintosh Air eða svonefndar ultrabook-tölvur, en svo kallast örþunnar vélar sem nota sparneytna örgjörva og disk- laus drif og keyra alla jafna Wind- ows stýrikerfið. Það eru þó til nettar fartölvur sem keyra önnur stýrikerfi en Mac OS eða Wind- ows, til að mynda vélar sem nota Linux, eða Chrome OS, nú eða Android (Chrome OS og Android eru reyndar Linux-ættuð). Android er að verða eitt útbreiddasta stýrikerfi heims, en þá sem stýrikerfi í farsíma og spjaldtölvur. Það er í grunn- inn farsímastýrikerfi, eða var það framan af, en frá útgáfu 3.0, sem kynnt var í febrúar 2011, hefur Android líka hentað vel fyrir spjaldtölvur. Það er þó annað mál hvort það hentar fyrir fartölvur og því forvitnilegt, svo ekki sé meira sagt, að fá í hendurnar fartölvu sem keyrir Android – Lenovo Ideapad A10. Lenovo hefur verið áberandi tölvu- framleiðandi undanfarin ár og líklegt þykir mér að fyrirtækið muni ná enn lengra því ekki skortir þar hugmyndir. Gott dæmi um það er Yoga- fartölvulínan sem eru skemmtileg- ustu fartölvur sem ég hef komist í. Fyrirtækið hefur líka haslað sér völl í farsímum, þó ekki hér á landi, og ætti því að búa yfir nógri þekkingu á Android annars vegar og nettum fartölvum með snertiskjá hinsvegar. Það er og lítið sem ekkert út á sjálfa tölvuna að setja, hún er eins og vænta má af ódýrri fartölvu, hæfilega hraðvirk fyrir stýrikerfið, fljót í gang og rafhlöðuending er líka þokkaleg. Stóra spurningin er aftur á móti hversu vel Android henti sem fartölvustýrikerfi. Eins og þeir þekkja sem nota Android-tól þá hefur stýri- kerfið tekur miklum framförum á síðustu árum, er orðið hraðvirkara og þægilegra í notkun, aukinheldur sem hugbún- aði fyrir Android hefur fjölgað og svo komið að ríflega millj- ón forrit eru aðgengileg í Google Play. Hljómar vel, ekki satt, en mig vantar ekki milljón forrit þegar ég er að vinna á fartölvunni minni, ég þarf ekki nema fimm eða tíu, eða kannski tuttugu. Þar kemur og efinn, því fjöl- margt það sem maður vill gera á fartölvu er ekki tiltækt fyrir Android. Notagildi Android fartölvu er því ekki svo mikið þegar upp er staðið, eða réttara sagt, það gefur ekki augaleið að betra sé að hafa lyklaborð en að vera bara með spjaldtölvu þó A10-vélin sé vissulega forvitnilegur bræð- ingur. Má ég þá frekar biðja um Lenovo Yoga 2; framúrskarandi fartölvu með snertiskjá og aðgang að öllum hugsanlegum hugbúnaði fyrir rit- vinnslu, töflureikni og svo má telja. Já, ég veit að til eru slík forrit fyrir Android, en þau eru alla jafna illa lukkuð, nema kannski Go- ogle Docs vöndullinn, en ef ég ætla að treysta á hann, er þá ekki eins gott að fá sér bara fartölvu sem keyrir Chrome OS, Chromebook? Annars er vélin 17,3 mm að þykkt, 26,9 sm að breidd og 18,5 sm að hæð. Hún er rétt um kíló að þyngd. Lenovo Idea- pad A10 kostar 44.990 kr. í vefverslun Nýherja. SPJALDTÖLVUR LEYSA VÍÐA FARTÖLVUR AF HÓLMI OG BORÐTÖLVUR LÍKA EF ÚT Í ÞAÐ ER FARIÐ, ENDA MÁ FLEST GERA Á SPJALDTÖLVU SEM MENN VILJA Á ANNAÐ BORÐ GERA MEÐ TÖLVUM. ALLA JAFNA KEYRA ÞÆR STÝRIKERFI SEM HÖNNUÐ ERU FYRIR SLÍK TÆKI OG SÍMA, ANDROID EÐA IOS, EN Á DÖGUNUM KYNNTI LENOVO ANDROID-FARTÖLVU * Skjárinn en 10,1" snertiskjár með upplausninni 1366×768dílar. Örgjörvi í vélinni er fjögurra kjarna 1,6 GHz Rockchip RK3188 Cortex-A9 með GB vinnsluminni. Geymsluminni í vélinni er 32 GB, en hægt er að auka það með microSD sem getur verið allt að 64 GB. Efst á skjánum er vefmyndavél með upplausninni 0,3 MP. * Eins og getið er keyrir vélin And-stýrikerfið, útgáfu 4.2,sem Lenovo hefur breytt til að falla betur að fartölvu. Breyt- ingin er þó aðallega útlitsleg sýnist mér, sérstakur upphafs- skjár, því hægt er að keyra allan þann fjölda forrita sem al- mennt er hægt að keyra á Android apparötum * Upplausnin á skjánum er ekkert til að hrópa húrra fyrir,en hann er þó prýðilegur sem tíu punkta snertiskjár. Raf- hlöðuendingin er líka þokkaleg, níu tímar segja Lenovo-menn og ég held það sé ekki fjarri lagi. Rafhlaðan dugir þó talsvert lengur ef tölvan er notuð til að streyma tónlist og þá slökkt á skjánum - 38 tíma. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Stæða af Chromebook-tölvum frá HP. FORVITNILEGUR BRÆÐINGUR Græjur og tækni Apple-heyrnartólin fá að heyra það AFP *Jimmy Iovine, sem stofnaði Beats-fyrirtækiðásamt Dr. Dre, getur vel við unað þessa dag-ana enda seldu þeir félagar fyrirtækið tilApple á þrjá milljarða dollara. Á blaðamanna-fundi eftir kaupin lét hann gamninn geisa umheyrnartólin sem fylgja Apple-vörunum. „Éghorfði á Apocalypse Now með þeim og þyrluhljóðin hljóma eins og moskítóflugur. Þau eru hræðileg.“ Nætursjónaukar eru alla jafna dýr, flókin og viðkvæm apparöt og því tekur maður við græju eins og þeirri sem hér er til umfjöll- unar með nokkurri tortryggni – er hægt að gera svo nettan nothæfan nætursjónauka? Svarið við þeirri spurningu er já, með fyr- irvörum, því Carson miniAura NV-200 virk- ar býsna vel sem sjónauki í rökkri, meira að segja merkilega vel, þó hann skáki ekki al- mennilegum sjónaukum á því sviði. Sjónaukinn að tarna er rafrænn og kannski mætti lýsa honum sem einskonar stafrænni myndavél sem nýtir innrautt ljós til að sýna það sem fyrir augu ber í svarthvítu. Hann er ekki stór um sig, ekki nema 6,6x5, 5x5,5 cm að stærð og innan við 100 grömm. Hann gengur fyrir rafhlöðum, tekur þrjár AAA- rafhlöður. Það er ákveðinn ókostur við að prófa slíka NÆTURSJÓNAUKI Í VASANN græju á íslensku sumri, því það er eig- inlega aldrei nógu mikið rökkur utan dyra til að ná fullum notum, en hann er hreinræktuð snilld í hellaferð til að mynda, gefur mjög góða mynd þrátt fyrir nær algert rökkur og kostur að það fer nánast ekkert fyrir honum í bak- pokanum. Í ljósi þess hve bjart er úti er erfitt að meta drægi sjónaukans í myrkri, en framleiðandi segir hann drífa ríflega 25 metra í myrkri, en fer vitanlega eftir því hversu dimmt er. Framan á honum er lampi sem sendir frá sér áð- urnefnt innrautt ljós fyrir sjónaukann, en hægt er að draga úr því og auka eftir því sem þurfa þykir. Bara fjórar stillingar þó, 100% styrkur á lýsingu, 60%, 30% eða slökkt á innrauðu ljósi. Carson miniAura NV-200 fæst hjá sjonauk- ar.is og kostar 19.900 kr. (Innrautt) ljós í myrkri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.