Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 40
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Svartur og þægilegur, ef ég geri þau mistök að kaupa flík sem er svo
ekki þægileg að vera í nota ég hana ekki.
Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut?
Balenciaga-skórnir mínir … ótrúlega fallegir.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Pamela Love skargripahönnuður … elska líka skartið frá henni.
Hvaða sumartrend ætlar þú að tileinka þér?
Stevie Nicks-sígaunastílinn. Svo er ég líka búin að kaupa mér hvítar bux-
ur, eins ólíkt mér og það er.
Áttu þér uppáhaldsskart? Allt Kríu-skartið sem ég hef fengið í gjafir og
silfurhjarta sem ég er alltaf með um hálsinn.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Vivienne Westwood, bæði
sem hönnuður og manneskja.
Hvar kaupir þú helst föt? Í útlöndum, þá helst í París og New York, fer
oftast þangað. Og hérna heima Aftur og Zöru.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna?
Maskari, kinnalitur og hyljari.
Hver hafa verið bestu kaupin þín fata-
kyns? Svartur kjóll á tvö þús-
und í Kolaportinu. Búin að
nota hann einum of mikið
En þau verstu?
Neongulir skór.
Alda ætlar að tileinka sér Stevie
Nicks-sígaunastílinn í sumar.
Morgunblaðið/Kristinn
SVARTUR OG ÞÆGILEGUR FATASTÍLL
Gerði bestu
kaupin í
Kolaportinu
ALDA B. GUÐJÓNSDÓTTIR ER EINN FREMSTI STÍLISTI
LANDSINS OG REKUR FYRIRTÆKIÐ SNYRTILEGUR
KLÆÐNAÐUR SEM MEÐAL ANNARS SÉR UM RÁÐN-
INGAR Á LEIKURUM OG FYRIRSÆTUM Í AUGLÝS-
INGAR. ALDA KLÆÐIST EINGÖNGU FLÍKUM SEM
HENNI ÞYKIR ÞÆGILEGAR OG HEFUR FEST KAUP Á
HVÍTUM GALLABUXUM FYRIR SUMARIÐ.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Alda heldur
upp á skartið
sitt frá Kríu
jewelery.
Pamela Love
skartgripa-
hönnuður
er sérlega
smekkleg.
Alda verslar helst í
útlöndum en heima á
Íslandi verða búð-
irnar Zara og Aftur
oftast fyrir valinu.
AFP
Breski fatahönn-
uðurinn Vivienne
Westwood er í
uppáhaldi hjá
Öldu.
Tíska
AFP
*Umdeildi fatahönnuðurinn John Galliano hefur veriðráðinn listrænn stjórnandi rússnesku ilmvatnskeðjunnarL’Etoile. John Galliano, sem var áður listrænn stjórnanditískuhússins Christian Dior, hefur lítið látið á sér berasíðan hann var rekinn frá Dior fyrir að hafa látið niðr-andi ummæli falla í garð gyðinga. „Ég trúi því að útkom-an verði glæsileg og hrífandi,“ sagði hönnuðurinn en hjá
L’Etoile mun Galliano sjá um að hanna snyrtivörur og
fylgihluti fyirr „L’Etoile Selection“ línu keðjunnar.
John Galliano snýr aftur