Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Side 42
Ég tek alltaf með mér: Í flug  Fer alltaf í þægilegum fötum sem þrengja ekki að.  Strigaskór  Kósýbuxur  Layera efri partinn því það er aldrei að vita hvernig hitastigið er í flugvélinni og líka ef það er heitt á áfangastað.  Fer td. í hlýrabol, bol og jakkapeysu.  Tek með mér þægilega sokka því ég er alltaf farin úr skónum um leið og ég finn sætið mitt. Í ferðir að sumri til  Svartan kjól og svart pils, passar við allt  Litrík pils og stuttbuxur, ég er mjög hrifin af allskonar fínum stutt- buxum og nota þær meira en pils.  Toppa  1-2 Blazer jakka  Hvítar skyrtur, eina tailored bómullar og aðra létta úr silki sem ég nota yfirleitt opna í staðinn fyrir og léttan jakka.  Silkislæðu fyrir kvöldin og þegar ég fer inn í loftkæld rými.  Strigaskó, sandala og fína skó amk. eitt par.  Nóg af nærfötum og sundfötum.  Létta kjóla, stuttbuxur og boli fyrir dagana við ströndina. Hatt og nokkur sólgleraugu, allavegana 3 pör, haha.  Eitthvað smávegis af skarti Vinnuferðir, tískuvikur  Þá geng ég aðeins lengra og tek með mér meira af fötum, skarti og töskum. Reyni samt að setja saman dress áður en ég fer og halda mig við þau. 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Tíska É g reyni að ferðast með flíkur úr létt- um efnum sem krumpast ekki og helst flíkur sem passa saman svo ég geti gert nokkur dress úr fáum flík- um. Sniðugt að taka með sér föt sem er hægt að nota á marga vegu, t.d. ein- falda kjóla og skyrtu sem einnig er hægt að nota sem jakka,“ segir Jóhanna Björg. Jóhanna segir nauðsynlegt að klæða sig rétt fyrir flug og velja réttan skófatnað eftir eðli ferðarinnar. „Maður verður að hafa með sér þægilega skó. Sérstaklega ef þú ert að fara í borgarferð er nauðsynlegt að taka allvega eina strigaskó. Ég fer yfirleitt í strigaskóm í flug og kýs að fljúga í mjög þægilegum fötum.“ Jóhanna segir flug- vélaloftið eiga það til að verða þurrt og þá sé nauðsynlegt að halda raka í húðinni. „Ég er fanatísk á rakakrem og rakamaska í flugi. Það er gott að taka með sér handáburð, rakasprey og varasalva í flug enda er rosalega óþægileg tilfinning að þorna enda loftið mjög þurrt í flugvélum.“ Grænt te er gott að hafa með sér því margir fá bjúg eftir langt flug og í hita. „Grænt te út í safa reddar því.“ Kaupir sólarvarnirnar heima Jóhanna segir mikilvægt að kaupa sólarvarn- irnar heima eða í fríhöfninni. „Ég treysti þeim betur hér að þær séu ekki búnar að standa í sólinni eins og maður sér stundum úti og þá geta þær skemmst.“ Jóhanna segir nauðsynlegt að taka með í ferðalagið þær snyrtivörur sem hún notar dags- daglega og síðan aðeins auka. Maður hefur oft aðeins meiri tíma í fríi til þess að dekra við sig. „Mér finnst skipta miklu máli að hafa allt í litlum stærðum svo ég þurfi ekki að drösla of miklu með mér. Ég passa mig að geyma allar prufur sem ég fæ og reyni stundum að kaupa litlar útgáfur af snyrtivörunum mínum. Ég mæli með því að taka sjampó og hárnæringu sem maður notar venjulega með í fríið í pufustærðum. Í fríið tek ég með sjampó og næringu og hárvörur sem ég nota reglulega, krem, ser- um og snyrtivörur og gæti þess að vera ekki með of mikið.“ Strigaskóna með í fríið JÓHANNA BJÖRG CHRISTENSEN, RITSTJÓRI TÍSKUBLAÐSINS NUDE MAGAZINE, ER NÝKOMIN HEIM ÚR VINNUFERÐ TIL LOS ANGELES. JÓHANNA FERÐAST MIKIÐ OG VEIT UPP Á HÁR HVERJU ER NAUÐSYNLEGT AÐ PAKKA FYRIR FLUG OG FERÐALAGIÐ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Snyrtivörurnar í fríið Gott er að ferðast með snyrti- og hár- vörur í litlum brúsum. Jóhanna segist þvo litlar kremdollur og nýtir þannig umbúðirnar fyrir ferðalögin. Í flugið Rakamaski, varasalvi, rakasprey, hreinsigel og handáburður eru nauðsyn- legir rakagjafar í flugið. Morgunblaðið/Golli Jóhanna segir mikilvægt að kaupa sólarvarnirnar heima eða í fríhöfninni. Myndataka á ströndinni í Los Angeles. Jóhanna Björg er nýkomin heim úr fríi til Los Angeles og segir mikilvægt að pakka ekki of miklum farangri fyrir fríið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.