Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Aladár
Rácz píanóleikari koma fram á fyrstu tón-
leikum sumarsins í stofunni á Gljúfrasteini á
sunnudag klukkan 16. Þau leika ýmiss konar
klassíska tónlist, meðal annars Sónötu eftir
Beethoven fyrir píanó og fiðlu, opus 12 nr. 2.
Tónleikarnir eru öllum opnir og miðaverð
1.500 kr.
Laufey Sigurðardóttir hefur verið virk á
vettvangi tónlistarinnar um árabil og fastráð-
in hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1980.
Aladár hefur verið búsettur í Reykjavík
síðan í fyrra og kennir við Tónlistarskólann
Do Re Mi og er meðleikari í Söngskóla Sig-
urðar Demetz.
LAUFEY OG ALADÁR LEIKA
Á GLJÚFRASTEINI
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Aladár
Rácz píanóleikari koma fram á Gljúfrasteini.
Morgunblaðið/Kristinn
Lára Bryndís Eggertsdóttir frumflytur orgelverk
sjö íslenskra tónskálda á sunnudag.
„Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra“ er yf-
irskrift útgáfutónleika Láru Bryndísar Egg-
ertsdóttur með nýrri íslenskri orgeltónlist, í
Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17.
Lára Bryndís frumflytur þá sjö glæný org-
elverk eftir jafnmörg tónskáld. Síðastliðið
haust fór hún af stað með metnaðarfullt ný-
sköpunarverkefni og fékk Báru Grímsdóttur,
Gísla Jóhann Grétarsson, Hafstein Þórólfs-
son, Hildigunni Rúnarsdóttur, Michael Jón
Clarke, Stefán Arason og Þóru Marteins-
dóttur til að semja orgelverk út frá völdum
biblíutextum þar sem vængir leika stórt hlut-
verk. Aðaláherslan var á að tónlistin væri að-
gengileg bæði fyrir hlustendur og orgelleik-
ara. Auk þess að hljóma á tónleikunum munu
organistar leika verkin við messu í mörgum
kirkjum á sunnudag.
TÓNLEIKAR LÁRU BRYNDÍSAR
ORGELVERK
Sex listamenn eiga verk á
lokasýningu Myndlist-
arhátíðar 002 gallerís sem
opnuð verður klukkan 14 í
dag, laugardag, en það er
áttunda sýningin á jafn-
mörgum vikum. 002 gallerí
er í íbúð og vinnustofu
Birgis Sigurðssonar raf-
virkja og myndlistarmanns,
að Þúfubarði 17 í Hafn-
arfirði. Þessi sýning er óvenjuleg fyrir þær
sakir að sex ólíkir listarmenn fengu það verk-
efni að gera myndlistarverk inn í sex skápa í
íbúðinni og nálgast verkefnið á afar ólíkan
hátt. Listamennirnir eru þau Ingvar Högni
Ragnarsson, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir,
Ólöf Helga Helgadóttir, Hlynur Helgason,
Marta Valgeirsdóttir og Helga Þórisdóttir
Sýningin er opin um helgina frá klukkan 14
til 17, laugardag og sunnudag.
MYNDLISTARHÁTÍÐ 002
SEX SÝNA
Ingvar Högni
Ragnarsson
Innsetning listakonunnar Huldu Rósar Guðnadóttur, „Keep Frozen– Part Two“, verður opnuð í Gallerí Þoku við Laugaveg í dag,laugardag, klukkan 19. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík og verður Hulda Rós með gjörning við opnunina, í sam-
starfi við Hinrik Þór Svavarsson, sviðslistamann og fyrrverandi lönd-
unarmann.
„Keep Frozen“ er annar hluti innsetningar sem unnin er í blandaða
miðla. Innsetningin í Þoku byggist á skúlptúr, ljósmyndum og mynd-
bandsverki og er hið gleymda eða sérstaka starf löndunarmanna skoð-
að. Fyrsti hluti verkefnisins var myndbandsverk með sama heiti sem
sýnt hefur verið víða á vídeólistahátíðum, auk þess sem „Keep Frozen
– Part One“ var innsetning sett upp í De-Construkt í New York.
Verkefnið mun einnig birtast sem bók, er kemur út að ári, og þá verð-
ur lokið við kvikmynd í fullri lengd, sem styrkt er af Kvikmyndasjóði.
Hulda Rós hefur unnið að verkefninu í samstarfi við tugi fagmanna
og ófaglærðra en hún segir það byggjast á bernskuminningum sínum
og jafnframt fagurfræði tilveru hafnarinnar. Sérhver hluti verkefnisins
kallar eftir viðbrögðum áhorfenda og sérstakri fagurfræðilegri um-
hugsun sem gefur vísbendingar um næstu skref.
Rannsóknarferlið hófst árið 2010 þegar listakonan heimsótti fæðing-
arstað ömmu sinnar en hún ólst munaðarlaus upp í fiskiþorpi með 166
íbúum þar til hún flutti tíu ára til borgarinnar og gerðist þjón-
ustustúlka. Rannsóknarferli Huldu Rósar þróaðist út í samstarf við
fagfólk á öðrum sviðum og rannsóknir í löndum beggja vegna Atlants-
hafsins.
Á sunnudag klukkan 13 ræðir listakonan við gesti í galleríinu. Sýn-
ingarstjóri Aldís Snorradóttir
HULDA RÓS SÝNIR Í GALLERÍ ÞOKU
Starf löndunar-
manna skoðað
Hluti eins verksins á sýningu Huldu Rósar, Keep Frozen.
Ljósmynd/Dennis Helm
Í INNSETNINGU HULDU RÓSAR GUÐNADÓTTUR,
„KEEP FROZEN“, ER LITIÐ TIL FAGURFRÆÐI HAFNA.
Menning
M
ér fannst áhugavert að
setja upp eina sýningu á
öllu þessu landsvæði. Það
tekur fólk heilan dag að
fara milli allra staðanna,“
segir Borghildur Óskarsdóttir myndlist-
arkona þar sem við stöndum á vinnustofu
hennar, yfir korti sem sýnir hluta af upp-
sveitum Suðurlands. Austan við Eystri-
Rangá er rauður blettur á kortinu þar sem
nú er eyðibýlið Reynifell. Vestar, í Land-
sveitinni, eru sex rauðir punktar og tvískipt
sýningin sem Borghildur hefur unnið að um
hríð hverfist um þessa staði. Sýningin fjallar
um fimm kynslóðir ömmu listakonunnar en
fólkið bjó á þessum býlum á árunum 1760 til
1941.
„Þetta flokkast líklega undir sögutengda
myndlist,“ segir Borghildur. Fyrri hluti sýn-
ingar hennar, „Þráður á landi“, verður opn-
aður í Artóteki Borgarbókasafns við
Tryggvagötu á fimmtudaginn kemur, klukk-
an 17. Seinni hlutinn verður opnaður í seinni
hluta júnímánaðar, þegar búið verður að
koma fyrir textaverkum við alla þessa bæi
fyrir austan.
Auk Reynifells eru bæirnir sem um ræðir
Mörk, Gamli-Klofi og Stóri-Klofi, Gamla-
Skarðssel, Skarðssel við Þjórsá og Skarfa-
nes. Fólkið sem Borghildur segir frá í texta-
verkum og sýnir sumt á gömlum ljós-
myndum í Borgarbókarsafninu, er löngu
horfið, en á þessum stöðum má sjá ummerki
um búsetu þess, hlaðna garða, veggi og
grónar tóftir. Borghildur hefur rannsakað
sögu fólksins og unnið úr sögunum myndlist-
arverk. „Þeir múrar sem áður voru utan um
list- og fræðigreinar, svo sem myndlist og
sagnfræði, eru hrundir,“ segir hún. „Þá
myndast nýir og spennandi snertifletir.“
Á liðnum árum hefur Borghildur unnið á
ýmiss konar hátt í myndlistinni og margir
þekkja verk hennar í leir. Á síðustu sýn-
ingum hefur hún unnið með sögu forfeðra
sinna á áhugaverðan hátt. Það byrjaði árið
2002, en þá sýndi hún verk um móður sína,
Sigurbjörgu Emilsdóttur, sem lést ári áður.
Það verk byggðist mikið á gömlum ljós-
myndum. Borghildur byrjaði síðan að vinna
með sögu föðurfjölskyldunnar á áhrifaríkum
sýningum, meðal annars í Listasafni ASÍ ár-
ið 2007, og í Listasafni Árnesinga ári seinna.
„Margir hlutir gerast hægt,“ segir Borg-
hildur þegar spurt er um þennan fjöl-
skylduþráð sem vísað er til í heiti sýning-
arinnar. „Fyrir um 30 árum fékk pabbi,
Óskar B. Bjarnason, mig til að koma á tölvu-
tækt form punktum sem hann hafði tekið
saman um ættina okkar. Ég hafði þá lítinn
áhuga á efninu en gaman af að gera þetta
fyrir pabba. Þá fór ég að kynnast þessu
fólki.
Á þessum bæjum bjó ætt föðurömmu
minnar, Ragnhildar Höskuldsdóttur,“ segir
hún og bendir á rauðu punktana á kortinu.
„Sýningar mínar í ASÍ og í Listasafni Ár-
nesinga fjölluðu aðallega um átakanlega
bernsku pabba og systkina hans. Amma kom
til Reykjavíkur úr Landsveitinni 1908, var
vetrarkona á Bræðraborgarstíg 21, en fór á
sumrin í Skarfanes til Finnboga bróður síns.
Hún kynntist afa í Reykjavík árið 1910 en
hann var úr Flóanum. Þau hófu búskap á
Álftanesi en þurftu að flytja af einum bæ til
annars. Börnin fæddust hvert af öðru og
1916 urðu þau að bregða búi og flytja til
Hafnarfjarðar. Þetta var á tímum fyrri
heimsstyrjaldarinnar og erfiðleikar með að-
flutning til landsins. Það var atvinnuleysi en
verð á matvælum fór hækkandi. Afi og
amma fluttu milli staða í Hafnarfirði þar til
þau voru send hreppaflutningi austur í Flóa
vorið 1918. Pabbi var þá sex ára, elstur af
fimm systkinum. Hann og bróðir hans Ragn-
ar mundu vel eftir ferðinni austur, í hesta-
kerrunni, og áningarstöðunum. Þegar austur
í Flóa var komið var börnunum dreift á
bæina en hjónin fóru í vinnumennsku.“
Á sýningunum núna er horft til fólks
ömmunnar, Ragnhildar, en hún lenti sjálf í
því sem barn að vera komið í fóstur þegar
foreldrar hennar flúðu bæ sinn Stóra-Klofa
vorið 1882, þegar harðindakast með ofsaleg-
um sandstormum gekk yfir Landsveitina.
Segir sögu almúgafólks
„Ég fór oft með pabba austur í Flóa á æsku-
slóðir hans en svo kom að því að hann vildi
fá mig með sér í Landsveitina. Þegar ég
kom á staðina, þar sem fólkið hans og for-
feður höfðu búið, þá fékk ég virkilegan
áhuga á fólkinu og vildi vita meira. Staðirnir
og vitneskjan um fólkið styður hvað annað,“
segir hún. Þau feðgin fréttu að Þór Jak-
obsson veðurfræðingur væri að taka saman
upplýsingar um ætt sína og kallaði Reyni-
fellsætt, en hann miðaði við hjón sem fluttu
að Reynifelli á Rangárvöllum árið 1760.
Í þriðja ættlið var hluti Reynifellsættar
kominn í Landsveitina, bræðurnir Jón í
Mörk, Árni á Galtalæk og Teitur í Skarði.
Borghildur rekur áfram sinn þráð, frá Jóni í
Mörk sem var langalangafi hennar. Hún hef-
ur í verkinu meðal annars stuðst við minn-
ingar sem ömmubróðir hennar Finnbogi, síð-
asti bóndinn í Skarfanesi, skráði um 1940.
„Þetta er allt frábær efniviður fyrir mynd-
listarmann. Sýningin í Borgarbókasafninu er
að vissu leyti kynning á hinni, sem verður,
vonandi varanleg, fyrir austan. Mér finnst
BORGHILDUR ÓSKARSDÓTTIR SÝNIR Í BORGARBÓKASAFNI OG LANDSVEITINNI
„Það er ríkidæmi að
eiga sér rætur“
„ÞETTA FLOKKAST LÍKLEGA UNDIR SÖGUTENGDA MYNDLIST,“ SEGIR BORGHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
UM SÝNINGARNAR SEM HÚN HEFUR UNNIÐ UM SÖGU FJÖLSKYLDU SINNAR.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is