Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Ég ætla að horfa á leikinn en er ekki búinn að ákveða hvar ég horfi. Ég held að Þýskaland vinni HM. Oddur Þórarinsson, 46 ára. Egill: Ég ætla að horfa á leikinn heima og held að Argentína vinni. Eyþór: Ég verð líka heima en veðja á Þýskaland. Egill T. Ómarsson og Eyþór Reynisson, 21 árs. Við erum frá Kanada en verðum í fjallgöngu á sunnudaginn, þannig að við ætlum ekki að horfa á leikinn. Hvaða lið eru aftur að spila? Þýskaland og Argentína? Þá vinna Þjóðverjar. Carmen Campbell og Trevor Narraway. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég veit nú ekki enn hvort ég ætla að horfa á leikinn en ef ég verð heima, þá geri ég það. Ég held að Þjóð- verjar verði heimsmeistarar. Páll Ingi, 51 árs. Morgunblaðið/Eggert SPURNING DAGSINS HVAÐA LAND VINNUR HM Í FÓTBOLTA? Fjórði ættliður bóksala afgreiðir nú í Bóka- búðinni á Flateyri. Þar er gestum boðið upp á brjóstsykur með- an þeir versla og virða fyrir sér bókakostinn. 10 Í BLAÐINU Heimild: Hagstofan (grunnur frá 1988) VÍSITALA NEYSLUVERÐS í júní 2004-2014 450 400 350 300 250 200 2004 2014 235,7 422,8 Hvernig kanntu við þig í HM-stofunni? Bara mjög vel, það er gaman að hafa tekið aðeins þátt í þessu með þessum miklu knattspyrnugoðsögnum og sérfræð- ingum Guðna Bergs, Gunnleifi Gunnleifs, Heimi Hallgríms og Rikka Daða. Björn Bragi og Hilmar Björns eru síðan snillingar í að stjórna þáttunum og halda stemningunni góðri. Fer umtal um HM sérfræðingana á samfélags- miðlum í taugarnar á þér? Nei, umtalið hefur yfirleitt verið skemmtilegt og það er gaman að fylgjast með skoðana- skiptum allra HM-sérfræðinganna heima í stofu um leiki mótsins. Fólk er hins vegar oft frakkara að láta hluti flakka um aðra á netinu en það myndi gera í venjulegum samskiptum og skoðanir fólks eru jafn misjafnar og þær eru margar. Það eina sem fer kannski í taugarnar á mér eru ummæli sem bera vott um karlrembu eins og „ég get ekki hlustað á konu tala um fótbolta“. En sem knattspyrnukona er ég vön svoleiðis fordómum í gegnum tíðina. Hverjir verða heimsmeistarar? Þjóðverjar Þú vannst þó nokkra titla í fótbolta sem leikmaður. Stendur einhver titill upp úr? Bandaríkjameistaratitillinn er lík- lega sá stærsti og sætasti, þar sem við náðum því að verða í fyrsta sæti af um 300 liðum sem eru í efstu deild NCAA. Annars er aldrei leiðinlegt að vinna titla og allir titlarnir með KR eru eftirminnilegir. Spriklar þú enn? Nei, ég hef ekki tekið áhættuna á því að byrja aftur vegna höfuðmeiðsla sem ég varð fyrir 2009. Ég sprikla bara í staðinn hjá Gunnari Nelson og félögum í Mjölni. Bróðir þinn, Guðmundur, spilar með KR, semur tónlist og var í landsliðinu í stærðfræði. Eru þið öll talnaglögg í systkinahópnum? Við erum fjögur systkinin, en þessir „minnstu“ tveir, Mummi og Einar Bjarki, eru þeir talnaglöggu. Einar er reyndar sá eini sem er stærðfræðingur og Mummi er bara platstærðfræðingur því hann er hag- fræðingur að mennt. Þú hefur búið víða um heim vegna íþróttanna. Er gott að ala upp barn á Íslandi? Já mér finnst það, en hef nú reyndar bara sam- anburð við Svíþjóð. Ég er ánægð með leikskólana, frístundastarfið, barna- spítalann o.s.frv. og það frjálsræði sem börn geta alist upp við hérna. Auðvit- að er þó ekkert fullkomið og allt má bæta. GUÐRÚN SÓLEY GUNNARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Fólk er frakkara á netinu Morgunblaðið/Ómar Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Frosta Logasyni var slétt sama um pólitík meðan þungarokkið og hljómsveitin Mínus áttu hug hans all- an. Eftir að hann tók sitt fyrsta húsnæðislán fékk hann áhuga á að nema stjórn- málafræði og segir það eina bestu ákvörðun lífs síns. 12 Brynja Þorgeirsdóttir les sumar bækur aftur og aftur. Bækur Þórbergs Þórðarsonar hafa verið klettur í hennar lífi, bækur sem hún grípur til sérstaklega ef eitthvað bjátar á og vantar lit í tilveruna. 50 Sandalarnir frá Birken- stock hafa náð miklum vin- sældum að nýju, en þeir voru geysivinsælir í Banda- ríkjunum á hippatímabilinu. Þessi eftirsótti og þægilegi skóbúnaður á rætur sínar að rekja til Þýskalands. 35 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur verið stofugestur landsmanna í HM-stofunni á meðan heimsmeistarakeppnin fer fram. Guðrún er fyrrverandi knattspyrnukona, lagði skóna á hilluna eftir höfuð- högg í landsleik á EM kvenna 2009. Hún vinnur í Seðlabanka Íslands en hún lærði hagfræði í Bandaríkjunum ásamt því að spila fótbolta með Notre Dam-háskólanum í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.