Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Page 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Page 27
D óttir þeirra Ástu og Sigurðar er tveggja ára gömul og því lagði Ásta mikla áherslu á að heimilið væri barnavænt. „Mér finnst skipta mestu máli að öllum fjölskyldu- meðlimum líði vel. Ég vil að litla skottan mín fái að njóta sín inni á heimilinu án þess að ég sé alltaf hlaup- andi á eftir henni að banna hitt og þetta,“ segir Ásta, sem hefur gaman af því að breyta, bæta og fegra heimilið og halda veislur og viðburði. „Heimilið mitt þarf fyrst og fremst að vera hlýlegt og ég vil að öllum sem koma í heimsókn líði vel hjá okkur,“ útskýrir Ásta, sem kveðst ekki pæla mikið í merkjum þegar hún verslar. „Stíllinn minn er mjög blandaður. Ég kaupi hluti sem mér þykja fallegir en spái ekki endi- lega í merkið. Mér þykir þó auðvitað gaman að kaupa merkjavörur af og til.“ Á heimilinu er góð blanda af nýjum og gömlum hlutum. KitchenAid-hrærivélin er til að mynda frá árinu 1973, en hana fengu foreldrar Ástu í brúðkaupsgjöf. „Ég fékk hrærivélina svo frá for- eldrum mínum og lét sprauta hana appelsínugula og núna er hún eins og ný,“ útskýrir Ásta. Ásta nýtur þess að sitja við borðstofuborðið sitt með kaffibolla og dagblöð eða tölvuna sína, sem hún notar meðal annars til að sækja innblástur. „Pinterest er frábær síða, þar get ég eytt endalausum tíma í að skoða fallegar hug- myndir fyrir heimilið,“ segir Ásta. Appelsínugula hrærivélin frá KitchenAid nýtur sín vel í eldhúsinu. Veggur barnaherbergisins er skreyttur með límmiða sem Ásta keypti á Etsy. Fjölskyldumyndunum hefur hér verið raðað í hjarta. Hrærivélin frá árinu 1973 er eins og ný FAGURKERINN ÁSTA SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR FLUTTI Í HÖFUÐBORGINA FRÁ VESTMANNAEYJUM ÁRIÐ 2003. ÁSTA BÝR NÚ Í MIÐBÆNUM ÁSAMT SAMBÝLISMANNI SÍNUM SIGURÐI ÁRNASYNI, DÓTTUR ÞEIRRA ÁSTHILDI EVU OG HUNDUNUM DONNU OG UGLU Á HLÝLEGU OG BARNVÆNU HEIMILI. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Ásta Sigríður Guðjóns- dóttir hefur gaman af því að blanda saman gömlum og nýjum munum. NÝTT OG GAMALT Í BLAND Morgunblaðið/Þórður 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Heimili og hönnun R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 FYRIR LIFANDI HEIMILI IITALA TAIKA FAT. Verð: 13.990 S&P MORTEL. Verð: 8.990 S&P MORTEL. Verð: 10.990 IITALA TAIKA DISKUR Verð: 6.490 ALESSI ÁVAXTASKÁL Tvær stærðir. Verð: 21.990 / 26.990

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.