Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Matur og drykkir V ið buðum heim hluta af hjólahópnum hans Ella en við vorum að fagna því að þeir brilleruðu í WOW-cyclothoninu um daginn undir nafninu Workforce B,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er jafnan kölluð en þau Elías Guðmundsson, eða Elli, eru þekkt fyrir hráfæðisstaðinn sinn Gló og að sjálfsögðu var orkumikið hráfæði á borðum fyrir hjólreiðakappana. „Þegar ég setti saman matseðilinn hafði ég í huga að þetta eru allt matmenn og miklir íþróttagarpar. Því vildi ég hafa þetta bragðgott og mettandi svo þeir sætu ekki eftir með gaulandi garnir,“ segir Solla og hlær. Hún bætir við að sig hafi líka langað til að kynna kelpnúðlurnar fyrir hópnum, en það eru eins konar þörunganúðlur sem hún er afar hrifin af. „Kvöldið heppnaðist frábærlega, það var hlegið út í eitt enda mikið og skemmtilegt sögufólk og húmoristar,“ segir Solla en hópnum þótti gott að láta líða úr sér og snæða dýrindis ljúffenga og holla rétti eftir þrekvirkið. Solla notar gjarnan léttari uppskriftir á sumrin en á veturna og segir þessar frekar auðveldar að útbúa. „Ég notaði ekki þurrkofninn í þetta skiptið – hann nota ég mest á sumrin. Þá er hráefnið líka miklu sætara á bragðið og það þarf minna umstang í kringum þetta allt.“ Elli hefur verið að fikra sig áfram í hjólreiðunum síðustu tvö árin. „Ég var alltaf að reyna að hlaupa en eftir að kílóunum fór að fjölga urðu hlaupin erfiðari svo að hjólreiðarnar urðu ofan á. Hjólreiðar eru frábært sport, þú reynir á allan líkamann og ekki eins líkamlega erfiðar og hlaup, það er auðveldara að stjórna álaginu. Svo er fátt betra eftir góðan hjól- reiðatúr en að fá sér að borða.“ Solla eldar yfirleitt léttari rétti á þessum árstíma. Í salatið voru þessi fagurlituðu hindber meðal annars notuð. HJÓLREIÐAKAPPAR SNÆDDU LJÚFFENGT HRÁFÆÐI Uppskeruhá- tíð kappanna * „Þegar ég setti saman mat-seðilinn hafði ég í huga aðþetta eru allt matmenn og miklir íþróttagarpar. Því vildi ég hafa þetta bragðgott og mettandi.“ Gestir frá vinstri: Gunn- hildur Guðnadóttir, Pétur Hannesson, Ævar Østerby Christensen, Guðbjörg Friðriksdóttir, Elli og Solla, Gunnar Svanbergsson, Sól- veig Ása Árnadóttir, Róbert Lee Tómasson og Agnes Helga Bjarnadóttir. HJÓNIN Á GLÓ, SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR OG ELÍAS GUÐMUNDSSON, BUÐU HJÓLAHÓPI ELÍASAR Í DÁSAMLEGT SUMARBOÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 4 portobellosveppir 2 dl pekanhnetur 1 msk. límónusafi 1 msk. ólífuolía 1 msk. tamarisósa 1 stórt hvítlauksrif eða 2 minni 1 tsk. timian ½–1 tsk. sjávarsaltflögur smá nýmalaður svartur pipar Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Setjið inn í ísskáp og leyfið að stífna í 10-15 mínútur áður en þið setjið á disk og berið fram. Portobello- paté 2 avókadó, afhýdd og skorin í litla teninga 1 mangó, afhýtt og skorið í litla bita 1 granatepli, kjarnarnir pillaðir úr hýðinu ¼ rauðlaukur, smátt saxaður ½ dl smátt saxaður ferskur kóríander 1 rauður chili, steinhreinsaður og smátt sax- aður Sjávarsaltflögur eftir smekk Allt sett í skál og blandað saman. Avókadósalsa Húsbóndinn sker niður girnilegt grænmetið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.