Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Page 35
brýtur í bága við eina helstu „tískureglu“ sem okkur öllum er kennd: ekki klæðast sokkum við sandala. Þá er fyrirsætan Heidi Klum einnig yfir sig hrifin af Birkenstocksandölunum og á ótal mismunandi tegundir af þeim. Umhverfisvæn þægindi Sólar Birkenstock-skónna eru mótaðir vandlega að fætinum og eru búnir til úr korki og mjúku gúmmíi meðal annars. Sú stað- reynd að skórnir eru einstaklega þægilegir er aðeins ein ástæða þess að þeir eru eins vinsælir og raun ber vitni; þeir eru líka unnir á umhverfisvænan máta úr efni sem auðvelt er að endurvinna. Endurkoma Birkenstock- sandalanna er eflaust gleði- tíðindi fyrir þær sem eru komnar með leið á him- inháum hælum, því að Birkenstock-sandalar tryggja bæði þægindi og flottheit, í það minnsta að mati sumra. Það getur þó reynst torvelt að nálg- ast par af Birkenstock- sandölum því að al- gengt er að þeir séu uppseldir í þeim versl- unum sem selja þá. Birkenstock-sandalarnirkomu fyrst fram á sjónar-sviðið eins og við þekkj-um þá árið 1964 þegar þýskum manni að nafni Karl Birkenstock datt í hug að þróa innlegg sem forfeður hans höfðu hannað og setja það inn í skósóla. Í dag, fimmtíu árum seinna, er hönnunin geysivinsæl á meðal fólks sem vill tolla í tískunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi þýski skóbúnaður nær mikl- um vinsældum, en í Bandaríkj- unum á hippatímabilinu þótti afar smart að ganga um berfættur í Birkenstock-sandölum með blóm í hárinu. Eflaust tengja líka margir Birkenstock-sandalana klassísku við fólk í heilbrigðis- geiranum, en skórnir þykja afar þægilegir og ruddu þeir sér því til rúms hjá þeim hópi á tíunda ára- tugnum. Í dag virðist allt vera gjaldgengt í Birkenstock-- sandalatískunni. Tísku- dívur eins og Ashley og Mary-Kate Olsen hafa til að mynda látið sjá sig í sokk- um og Birkenstock- sandölum, en það Birkenstock skórnir voru notaðir á 2014 vor/sumar sýningu Edun. KLASSÍSK HÖNNUN Endurkoma Birkenstock- sandalanna SANDALARNIR ÞÆGILEGU FRÁ BIRKENSTOCK HAFA TRÖLL- RIÐIÐ TÍSKUHEIMINUM Á UNDANFÖRNUM MÁNUÐUM EN FÓLK VIRÐIST VERA ÓSAMMÁLA UM FEGURÐ ÞEIRRA. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Í dag eru ótal tegundir af Birkenstock söndulunum komnar á markað. AFP Birkenstock sandalarnir eru úr umhverfisvænu efni. 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • www.minja.is • facebook: minja Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin. Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr. Se nd um íp ós tk rö fu · s. 52 88 20 0 Grimmur þorsti? Brúsi sem bítur frá sér Þú getur stungið drykkjarbrúsanum í rassvasann eða hengt hann í beltið þegar hann er tómur. Skrímslabrúsi með karabínuhanka 300 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.