Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Qupperneq 42
F rá því að ástin knúði dyra hjá þeim í Japan árið 2005 hafa hlutirnir gerst hratt. Samband þeirra hefur borið ríkulegan ávöxt því að börnin eru orðin fjögur og á föstudaginn áttu þau fimm ára brúðkaupsafmæli. Fjölskylda Nicks er ekki beinlínis í túnfætinum því að hann er frá Ástralíu, en Nick og Erna hafa þrívegis flutt á milli Ástr- alíu og Íslands. Sú elsta í barna- hópnum er nú búin með eitt ár í grunnskóla og fjölskyldan áformar að dvelja hérlendis í nánustu fram- tíð. „Nú snýst þetta ekki bara um okkur tvö heldur einnig um krakk- ana. Þar sem heildin er ánægð er- um við ánægð,“ segir Erna þegar Sunnudagsmogginn heimsækir þau á kuldalegum miðsumarsmorgni. Viðmótið er hins vegar afar hlýlegt og hjónin eru orðin býsna vön ýms- um spurningum varðandi hagi sína. Enda bjuggu þau fyrsta hálfa árið í Japan, svo í rúmt eitt og hálft ár í Ástralíu, því næst tvö ár á Íslandi, þá þrjú og hálft ár í Ástralíu en hafa nú verið síðustu tvö árin hér- lendis. „Það væri stórt skref að fara aftur til Ástralíu því það myndi kalla á mikla flutninga. Við fórum öll þangað í heimsókn um jól og áramót. Það var mikið mál,“ segir Nick og hlær að tilhugsuninni, en þess má geta að ferðalagið héðan og á hans heimaslóðir í Perth tekur rúman sólarhring. Erna bætir við: „Fólk starði bara á okkur á flugvell- inum og hópaðist að okkur til þess að bjóða fram hjálp. Nick notaði reipi til að halda töskunum sex sam- an auk þess að vera með litla barnið en ég var með hin börnin þrjú og handfarangurinn.“ Ást án landamæra Erna og Nick kynntust í Aichi í Japan árið 2005 þegar þau störfuðu þar við Heimssýninguna. Erna, sem er viðskiptafræðingur, vann við sýn- ingarskálann sem Norðurlandaþjóð- irnar sameinuðust um. Nick, sem er menntaður leikari úr virtasta leiklistarskóla Ástralíu, var með ým- iss konar skemmtiatriði við ástr- alska skálann ásamt fleiri ástr- ölskum listamönnum. Morgunblaðið er raunar ekki fyrsta dagblaðið sem fjallar um samband þeirra Ernu og Nicks því að staðarblaðið í Aichi gerði þau að umfjöllunarefni í lok sýningarinnar. „Ást án landamæra“ og ýmislegt fleira í þeim dúr var þar að finna, en hjónin eiga jap- anska blaðið til minningar. Þegar komið var að lokum Heimssýning- arinnar var Erna gjarnan innt eftir því hvort hún ætlaði ekki að taka eitthvað með sér heim. Þau sem spurðu áttu kannski frekar von á því að það yrði eitthvað úr minja- gripasölunni frekar en ástralski leik- arinn. Vera kann að um nokkra einföld- un sé að ræða hjá blaðamanni að kalla Nick eingöngu Ástrala. Hann fæddist í Dublin á Írlandi og kom fyrst til Ástralíu tveggja ára gamall. Faðir hans er frá Suður-Afríku og móðir hans frá Írlandi, en Nick seg- ir slíka blöndu ekki óalgenga í Ástr- alíu. Amma hans í föðurætt var norsk og hét Sólveig. Foreldrar Nicks kipptu sér því ekki sér- staklega upp við að hann gengi að eiga íslenska konu. Erna á sjálf danskar rætur að hluta og þegar fjölskyldur þeirra beggja eru lagðar saman liggja þræðirnir víða. Með þetta í huga er viðeigandi að þau hafi kynnst á Heimssýningunni. Fjölskyldan býr í einbýlishúsi sem lengi hefur verið í eigu fjöl- skyldu Ernu, en afi hennar og amma reistu það á sínum tíma. Þar hafa Erna og Nick komið sér vel fyrir með gott rými innandyra sem utan fyrir börnin sín ungu, sem fæddust 2007, 2009, 2011 og 2013. Börnin heita bæði íslenskum og er- lendum nöfnum: Kristín Lóa, Finn Hermann, Óskar Christopher og Snorri James. Starfar í sirkusnum Hringir eins og notaðir eru í fim- leikakeppnum hanga niður úr loft- inu á heimili þeirra og vekja athygli blaðamanns. Þar komum við að at- vinnu Nicks, en hann starfar í Sirk- us Íslands. Þar framkvæmir hann ýmsar kúnstir eins og loftfimleika. Nick hefur stundað þjálfun í sjö ár til þess að vera liðtækur á því sviði. Verandi menntaður leikari segir hann störfin sem eru skyldari leik- listinni í sirkusnum, eins og trúðs- lætin, höfða meira til sín. Spurður hvort hann sinni sirkusnum á árs- grundvelli segir Nick svo vera. „Já, við sýnum í sumar en á vet- urna er æft. Við erum með fínan samning við Ármann og þar er fín aðstaða. Á bilinu maí og fram í október er hins vegar miklu meira að gera. Fyrir utan sirkussýning- arnar sjálfar sýnum við ýmis atriði við alls kyns tækifæri, eins og árshátíðir og fjölskylduhátíðir. Sirk- us er þekkt fyrirbæri á heimsvísu og ég held að Íslendingar hafi bara gaman að því að hafa sirkus einnig hér á landi. Flestir í hópnum eru Ís- lendingar. Einungis ég og Lee sýn- ingarstjóri erum útlendingar, en hann er einnig frá Perth í Ástralíu en við kynntumst þó á Íslandi,“ út- skýrir Nick á prýðilegri íslensku en er hógvær þegar talið berst að ís- lenskukunnáttunni. „Aðalverkfæri leikara er tungumálið. Ég hef því ekki sóst eftir verkefnum í leiklist- inni hérna enn sem komið er. Það kemur þó að því,“ segir Nick, sem leikið hefur töluvert bæði á sviði og í kvikmyndum í heimalandinu. „Sviðslistin er meira krefjandi að mér finnst og ég hef meiri ástríðu fyrir henni. Í sjónvarpi og kvik- myndum getur tekið tvo klukkutíma að taka upp tíu sekúndur. Ég hef líklega fullmikla orku fyrir sjón- varpið þó að ég hafi oft tekið slík verkefni að mér,“ segir Nick sposk- ur, en Erna segir eiginmanninn hafa haft úr nægum verkefnum að velja í Ástralíu. „Þess vegna er ég ennþá þakklátari fyrir að hann skyldi vera tilbúinn að flytja til Ís- lands. Barnanna vegna langaði mig mikið til þess að búa hérna heima og vera nærri fjölskyldunni. Þegar ég var í fæðingarorlofi, eftir við átt- Erna og Nick ásamt börnum sínum, Kristínu Lóu, Finn Hermanni, Óskari Christopher og Snorra James. FJÖLSKYLDULÍF ÞEIRRA ERNU TÖNSBERG OG NICKS CANDY, UNGRA HJÓNA Í ÁRBÆNUM, HEFUR EKKI VERIÐ Í ÞEIM SKORÐUM SEM FLESTIR ÍSLENDINGAR ALAST UPP VIÐ HÉRNA Á SÖGUEYJUNNI. Kristján Jónsson kris@mbl.is Þræðirnir liggja víða * „Fólk starði bara á okkur á flugvell-inum og hópaðist að okkur til þess aðbjóða fram hjálp. Nick notaði reipi til að halda töskunum sex saman auk þess að vera með litla barnið en ég var með hin börnin þrjú og handfarangurinn.“ 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.