Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 M ér finnst mjög ánægjulegt að hafa unnið við Þor- láksbúð í Skálholti. Nú er búið að gera upp allar skuldir og komin málalok. Þetta hefur að sumu leyti verið erfitt mál en mjög gott er að lyktirnar eru farsælar. Kirkjuráð tók ákvörðun um að standa að baki þessu verkefni, en ekki hefur, að því er ég best veit, verið rætt á þeim vett- vangi að færa Þorláksbúð, hvað sem verð- ur,“ segir Gunnar Bjarnason húsasmíða- meistari er hann er heimsóttur á heimili sínu á Öldugötunni. Ýmsir hafa horn í síðu Þorláksbúðar, þar sem hún stendur nú. „Þorláksbúð stendur á heilögum stað og sú staðsetning er mikils virði fyrir marga trúaða. Þor- láksbúð á sína fylgismenn en þeir hafa farið sér hægt. Þeir fagmenn sem hafa verið gagnrýnir á staðsetningu Þorláks- búðar bera lofsorð á húsið, staðsetningin hefur verið aðalásteytingarsteinninn. Þor- láksbúð er mjög vinsæl hjá ferðamönnum, þetta er raunar nýtt hús en það vísar til gamalla tíma. Hún er að vissu leyti gluggi inn í söguna. Mér finnst vel hafa tekist til. Í tíð Ögmundar Pálssonar biskups var þarna lítil, vígð kirkja. Ögmundur tók við embætti 1521, um það leyti brann stór timburkirkja sem var í Skálholti. Ögmund- ur lét þá reisa litla kirkju í kirkjugarð- inum. Sú kirkja var vígð Þorláki helga og kölluð Þorlákskirkja. Hún var minnsta dómkirkja á Norðurlöndum. Við köllum þetta því heilaga jörð. Í nútímanum hefur meira orðið hugsað um 20. aldar byggingarnar sem eru í Skálholti. En ef Þorláksbúð væri ekki þarna væri ekkert sem minnir á hina löngu tíð Skálholts sem höfuðkirkjustaðar landsins. Þorláksbúð er eftirmynd skálans á Keld- um, þannig að hún er því að vissu leyti að alíslenskri byggingarfyrirmynd. Hún er í hlutföllum „original“ kirkjubygginga mið- alda. Ég tengdi útlit Þorláksbúðar því sem gerðist á Skálholtskirkjum á árhundruðum áður og minnir hún um margt á stafkirkj- urnar í Noregi. Smíðajárnslamir á hurðum eiga sér fyrirmynd frá Keldum. Þetta og fleira í þeim dúr er gert til að tengja þessa byggingu hinni löngu sögu Skál- holts.“ Smíðaði sér miðaldaverkfæri „Borðleggjandi er að gamla Þorlákskirkja, sem síðar fékk nafnið Þorláksbúð, hefur staðið á þeim stað sem hin nýja Þorláks- búð stendur nú. Ekki var grafinn grunnur undir nýja húsið. Farið var mjög gætilega og lagður jarðvegsdúkur ofan á gömlu hleðslurnar. Síðan var hlaðið ofan á þann jarðvegsdúk. Ekki var hróflað við gólf- unum en settur sandur ofan í gamla grunninn. Sagan er því öll undir húsinu. Það gleymist stundum að Kristján Eld- járn og Haakon Christi, einn þekktasti kirkjusérfræðingur Noregs, grófu upp hinn gamla grunn hinnar fyrri Þorláksbúðar. Þorláksbúð hin síðari er sem sagt reist á grunni hinnar gömlu, vígðu Þorlákskirkju. Sjá mátti á grunninum ýmislegt sem benti til þess að timburgólfi hafi verið í gömlu Þorlákskirkju, það styður vel við að þar hafi hin gamla kirkja staðið. Ég er aðalsmiður og hönnuður Þorláks- búðar. Því er ekki að neita að mér leið ekkert mjög vel undir þeim umræðum sem urðu í kjölfar byggingar þessa húss. En nú gleðst ég yfir að hafa tekið þátt í þessu. Ég stóð við mitt og kláraði málið.“ Hvernig stóð á því að þú komst inn í þetta verkefni? „Ég er kannski sá sem mest hefur kynnt sér hér smíði miðaldabygginga, á Íslandi eru fáir sem fást við miðaldasmíði. Ég var á sínum tíma yfirsmiður Þjóðveld- isbæjarins á Stöng í Þjórsárdal, árin 1976- 77. Einnig byggði ég litla kirkju sem stendur við Stöng. Við Hjörleifur Stefáns- son arkitekt hönnuðum hana. Síðan tóku við fleiri verkefni. Ég smíðaði t.d. land- námsbæ til sýningar í Árbæjarsafni og var yfirsmiður á Eiríksstöðum í Haukadal. Var í hönnunarteymi í endurgerð bygginga þar. Einnig var ég með Stefáni Erni Stef- ánssyni og Grétari Markússyni í Brattahlíð á Grænlandi við kirkju- og skálabyggingu þar. Þá byggði ég litla kapellu á Efri-Brú í Grímsnesi og kirkju á Litla-Bakka í Hróarstungu, svokallaða Geirsstaðakirkju. Ég var og fenginn til að koma að smíði Auðunnarstofu á Hólum í Hjaltadal. Hún er eftirlíking að miðaldarbyggingu úr timbri. Byggð á svipuðum forsendum og Þorláksbúð. Í öllum þessum verkum hef ég reynt að útbúa verkfæri þess tíma sem viðkomandi byggingar áttu að vísa til. Ég skrifaði raunar grein um verkþátt Auðunnarstofu, bæði bygginguna og verkfærin sem hún var reist með. Með þessa reynslu mína að vopni var fremur einfalt fyrir mig að teikna og leggja drög að Þorláksbúð í Skálholti. Ég er ekki viðvaningur, heldur hafði fullar forsendur til að hanna Þor- láksbúð.“ Miðaldasverð fyrsta smíðaverkið Gunnar er fæddur í Reykjavík 1949. „Fað- ir minn Bjarni Ólafsson húsasmíðameistari og kennari var einn af „drengjunum hans séra Friðriks Friðrikssonar“. Hann starfaði af lífi og sál í KFUM og var með deild í Laugarnesi, þar sem var mikið barna- og unglingastarf ásamt fleiru. Í þessu um- hverfi ólst ég upp,“ segir Gunnar. Móðir Gunnars var Hanna Arnlaugs- dóttir röntgentæknir. „Við bjuggum fyrst fjölskyldan við Gullteig og síðar í Sigtúni. Við erum þrjú systkinin, ég er elstur. Pabbi kenndi smíðar í Laugarnesskólanum og þar lukum við systkinin barna- og unglingaskólanámi. Ég tók svo gagnfræða- próf og lærði því næst smíðar við Iðnskól- ann í Reykjavík. Í kjölfarið tók ég Meist- araskóla húsasmiða til að fá fullgild réttindi og geta tekið lærlinga.“ Alla tíð lagt allt í Guðs hendi NÝLEGA VAR SAGT FRÁ ÞVÍ Í FRÉTTUM AÐ GUNNARI BJARNASYNI, YFIRSMIÐ ÞORLÁKSBÚÐAR Í SKÁLHOLTI, HEFÐU VERIÐ GREIDDAR ELLEFU MILLJÓNIR KRÓNA SEM HANN ÁTTI ÚTISTANDANDI EFTIR AÐ VERKI HANS SEM YFIRSMIÐS VIÐ ÞORLÁKSBÚÐ LAUK. GUNNAR BJARNASON HEFUR KOMIÐ AÐ SMÍÐI ÝMISSA ÞEKKTRA MIÐALDABYGGINGA Á ÍSLANDI, SVO SEM ÞJÓÐVELDISBÆJARINS Á STÖNG, AUÐUNNARSTOFU OG ENDURBYGGINGU AUSTURSTRÆTIS 22 Í REYKJAVÍK. Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.