Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Page 51
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Áður en flóðið kemur er fyrsta skáldsaga Helenu Thorfinn og hefur fengið afar góða dóma. Sófía er yfirmaður þróunar- aðstoðar í sænska sendiráðinu í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, en lífið í nýju landi kemur róti á hana og erfitt reynist að halda í gildismat sem virtist svo sjálf- sagt við eldhúsborðið heima í Svíþjóð. Á sama tíma breytist líf systranna Nazrin og Minu sem búa í þorpi úti á landi. Þær taka ákvörðun um að segja skilið við ömurleikann og hefja nýtt líf í stórborginni. Það reynist sann- arlega ekki auðvelt. „Bók sem allir verða að lesa,“ sagði gagnrýnandi Fem- ina. Flókin vandamál Í fyrra var Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman sumarsmellurinn á Ís- landi. Nú hefur Amma biður að heilsa eftir Backman tekið við keflinu. Hún hefur verið fimm vikur samfleytt í efsta sæti met- sölulistans í Eymundsson og er ekkert lát á vinsældum bókarinnar. Nokkrar umræður hafa verið á samfélags- miðlunum um bókina og lét útvarpskonan Sirrý, Sigríður Arnardóttir, svo um mælt að bókin væri „dásamleg, mannbætandi og skemmtileg – frábær sumarlesning“. Les- endur virðast vera á sama máli. Þess má geta að bókin, sem er önnur skáldsaga höfundar, fékk mjög góða dóma í heimalandinu, Sví- þjóð. Aðalpersónan í Amma biður að heilsa er Elsa, sem er sjö ára og býr með mömmu og ömmu í fjölbýlishúsi. Elsa og amma hennar eru nokkuð öðruvísi en flestir aðrir. Í ljós kemur að íbúar hússins búa yfir mögnuðum örlagasögum sem Elsa flækist inn í og um leið fer óvenjuleg atburðarás af stað. Amma biður að heilsa er sumarsmellur ársins. SÉRVITUR AMMA SLÆR Í GEGN Hinn 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum vandað af- mælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði. Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum ör- nefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig kort, litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda. Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og bú- skap í heimabyggð sinni. Þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi alþingismaður fyrir Fram- sóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974-1978. Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína. Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans. Hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raun- ar hefur Vilhjálmur á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar. Aftast í bókinni verður Tabula gratulatoria (heillaóskaskrá) og þar geta þeir sem vilja sýna Vilhjálmi heiður á þessum tímamótum og óska honum til hamingju með áfangann skráð nafn sitt og um leið gerst áskrifendur að bókinni, sem kostar kr. 6.480 með vsk. og sendingargjaldi. Hægt er að panta bókina í netfanginu erna@holabok.is eða í síma: 587-2619. VILHJÁLMUR Á BREKKU 100 ÁRA Öðlingurinn Vilhjálmur Hjálmarsson fagnar 100 ára afmæli sínu seinna á þessu ári með útgáfu bókar. Bækur Dorothy Koomson hafa notið vinsælda hér á landi og komast á metsölulista. Saffron tekst á við sorg og söknuð eftir að eiginmaður hennar var myrtur, en enginn veit hver varð honum að bana eða hvers vegna – nema ekkja hans. Svo fer morðinginn að skrifa henni bréf og við það bætist að dóttir hennar er komin í ógöngur. Saffron leitar athvarfs í matar- gerð sem var yndi hins myrta eiginmanns. Sár söknuður og athvarf í matargerð Fjölbreytilegar bækur um sterkar konur NÝJAR BÆKUR KONUR ERU ÁBERANDI Í BÓKUM SEM KYNNTAR ERU ÞESSA VIKUNA. KONUR ERU AÐALPERSÓN- UR SKÁLDSAGNANNA ÁÐUR EN FLÓÐIÐ KEMUR OG BRAGÐ AF ÁST. KONUR ERU SÍÐAN Í LYKIL- HLUTVERKI Í FRÁSÖGNUM AF MANNLÍFI Á HORNSTRÖNDUM, SANNAR KJARNAKONUR ÞAR Á FERÐ. Óliver Máni og töfradrykkurinn er barnabók eftir Sue Mongredien, myndskreytt af Jan McCafferty og ætluð sjö ára börnum og eldri. Óliver Máni er einn af dugleg- ustu nemendunum í Galdraskól- anum. Svo kemur að því að hann á að keppa í Galdrakeppni ársins í yngri flokkum. Getur hann búið til töfradrykkinn sem færir honum fyrstu verðlaun? Óliver og galdrakeppnin Hornstrandir og Jökulfirðir - Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi er þriðja bókin þar sem rifjaðar eru upp fráasagnir af Hornstrendingum. Í þessari bók er haldið uppi merki kvenna í sögu Horn- stranda og birtar ýmsar frásagnir þar sem þær eru í aðalhlutverki. Einnig er þarna að finna ferðasögu Þorvaldar Thoroddsen um Hornstrandir. Hall- grímur Sveinsson tók saman efni bókarinnar. Vaskar konur á Hornströndum * „Hvað er uppreisnarmaður? Maðursem segir nei.“ Albert Camus BÓKSALA 2.-8. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 Frosinn Anna og Elsa eignastnýjan vin Walt Disney 3 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 4 Vegahandbókin 2014Steindór Steindórsson 5 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Santiago 6 NicelandKristján Ingi Einarsson 7 Frosinn - ÞrautirWalt Disney 8 Skrifað í stjörnurnarJohn Green 9 Bragð af ástDorothy Koomson 10 DægradvölBenedikt Gröndal Kiljur 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Santiago 3 Bragð af ástDorothy Koomson 4 DægradvölBenedikt Gröndal 5 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 6 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 7 SkuggasundArnaldur Indriðason 8 Sannleikurinn um mál Harrys QJoel Dicker 9 MeistarinnHjört & Rosenfeldt 10 Maður sem heitir OveFredrik Backman MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Neyðin kennir naktri konu að spinna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.