Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 04.09.2014, Qupperneq 81
81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2014 • Fjórir flottir skvasssalir • Ketilbjöllutímar • Cross train Extreme XTX • Spinningtímar • Einn besti golfhermir landsins. • Góður og fullbúinn tækjasalur með Cybex og • Technogym lyftinga- og upphitunartækjum. • Körfuboltasalur. • Gufubað í búningsklefum. • Einkaþjálfarar. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Kort sem gildir til 31. des 2014 Tilboð á líkamsræktarkorti Aðeins 24.900.- sama verð og 3ja mán kort. Valentína og Karl stofnuðu fyrir- tæki sitt Móður náttúru árið 2003 en það sérhæfir sig í gerð næringar- ríkra og hollra grænmetisrétta. „Þegar við fórum af stað með Móður náttúru fyrir ellefu árum var ætlun- in að framleiða grænmetisrétti fyrir mötuneyti og skóla. Við fundum hins vegar fljótt fyrir mikilli eftirspurn eftir hollusturéttum í neytenda- umbúðum og því þróaðist reksturinn yfir í framleiðslu á þannig matvöru. Nú eru réttirnir frá Móður nátt- úru orðnir fastir liðir í heimilishaldi mjög margra, sem er auðvitað afar ánægjulegt. Í sumar settum við á markað þrjá nýja grænmetispott- rétti sem eru frábær máltíð einir og sér, til dæmis með hýðishrís- grjónum. Þeir henta einstaklega vel þeim sem vilja halda í við sig því þeir eru afar hitaeiningasnauðir en gefa samt góða næringu og orku. Jafn- framt eru nýju pottréttirnir góður grunnur að stærri máltíð, til dæmis með því að bæta saman við þá kjöt- hakki eða kjúklingi.“ Þakklát skólabörn Móðir náttúra á stóran og góðan kúnnahóp, að sögn Valentínu. „Við þjónustum leikskóla og elliheimili og allt þar á milli. Okkur hlotnaðist sá heiður að fá að elda mat fyrir nem- endur Ísaksskóla og Landakotsskóla og erum að fara af stað inn í fjórða veturinn með þetta skemmtilega verkefni. Fram til þessa hefur mat- reiðslan fyrir skólana verið í hönd- um Móður náttúru en nú í haust fær- ist þjónustan yfir til Krúsku, þar sem heilsuréttir Móður náttúru verða þó eftir sem áður á matseðl- inum. Við hjá Krúsku hlökkum mikið til að elda fyrir skólabörnin; þetta er mikil áskorun, en matráðshjartað er stórt og sleifin löng. Skólamaturinn á að vera heimilislegur og hollur með íslenska matarhefð í grunninn, í bland við það sem alþjóðaeldhúsið býður okkur upp á. Það fylgir því mikil ábyrgð að elda fyrir skólabörn, það sýnir sig að börnunum líður mun betur í skólanum og eru ánægðari ef þau fá næringarríkan mat í hádeg- inu. Svo eru margir foreldrar sem stóla á að börnin fái staðgóða máltíð í skólanum. Að mínu mati þurfum við sem þjóð að hlúa miklu betur að unga fólkinu okkar. Það þarf að hugsa þessi skólamötuneytismál í heild. Það er ekki nóg að moka einhverju í krakkana á sem skemmstum tíma, með tilheyrandi streitu og hávaða. Matartíminn á að vera nærandi stund, bæði andlega og líkamlega, og gera þarf ráð fyrir þessu í skóla- starfinu. Mig grunar að margir kennarar geti tekið undir þetta með mér, enda eru börnin jú framtíðin okkar og það dýrmætasta sem við eigum.“ Tandoori-kjúklingasalat með melónusalsa Tandoori-marinering 140 g grísk jógúrt 1 msk olía 1 dós tómatpúrra 4 cm ferskur engiferbútur 2 hvítlauksgeirar ferskur chilibútur ½ tsk paprikuduft ½ tsk kanilduft tsk garam masala ½ tsk túrmerikduft salt og pipar Öllu hrært saman. 600 g kjúklingakjöt, t.d. lundir, marinerað í einn sólarhring. Vatnsmelónusalsa 1 bolli vatnsmelóna, skorin í bita 2 vorlaukar, fínt sneiddir ½ bolli kókosflögur ½ msk kummínfræ 1 msk engifer, saxað 1 bolli grænar baunir (frosnar affrystar) sítrónusafi salt og pipar Ristið kummínfræ og kókosflögur á vel heitri pönnu í 1-2 mín., passið vel að brenni ekki. Öllu blandað sam- an. Setjið kjúklinginn á spjót og bak- ið í 7-10 mín við 200°C. Setjið fallegt salat að eigin vali á disk, stráið yfir vatnsmelónusalsa og leggið kjúk- lingaspjót ofan á. Skreytið með sítr- ónu og ferskum kóríander. Brokkólísalat með kjúklingi og engifer-sojadressingu fyrir 2-4 Steiktur kjúklingur að eigin vali. olía til að steikja upp úr 250 g brokkólí, fallega skorið mangó í bitum eftir smekk 4 hvítlauksrif, söxuð 1 rauðlaukur, sneiddur 1 msk engifer, saxað 1 græn paprika, skorin í bita 1 rautt chili, skorið í fínar sneiðar smávegis sítrónusafi ½ dl vatn 10 kirsuberjatómatar ferskur kóríander eftir smekk spínat eftir smekk salt og pipar Setjið olíu á pönnu og hitið vel; steikið brokkólí, hvítlauk, engifer, græna papriku og chili þar til það byrjar að brúnast aðeins. Kreistið yfir safa úr ½ sítrónu og hellið vatn- inu yfir og látið sjóða snöggt niður. Setjið tómata á pönnuna, spínat og ferskan kóríander, hrærið öllu var- lega saman, kryddið með salti og pipar. Engifer-sojadressing ½ bolli ólífuolía 3 msk góð sojasósa ½ bolli eplasafi 4 cm engifer ½ hvítlauksrif 3 msk ferskur kóríander ½ tsk ferskt chili 3 msk sítrónusafi ½ grænt epli salt og svartur pipar Allt sett í blandara og þeytt vel saman. Gulrótasúpa Krúsku 1 hótellaukur, sneiddur 4 hvítlauksrif 1½ kg rifnar gulrætur ½ dl rifið engifer 3 l grænmetis- eða kjúklingasoð 1 msk túrmerik sítrónusafi eftir smekk salt og svartur pipar Steikið lauk og hvítlauk í potti, bætið saman við rifnum gulrótum og engifer og látið brúnast aðeins. Setjið soð og túrmerik út í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, látið síðan sjóða í u.þ.b. 20 mín. Maukið súpuna vel í blandara eða matvinnsluvél og smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.Hollustan Óviðjafnanlegt brokkólí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.