Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 1
Þristurinn DC-3 flugvélin er rúmlega sjötug. „Þristurinn er orðinn svakalega flottur, þetta er gjörbreytt vél,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. DC-3 flugvél fé- lagsins, TF-NPK, hefur verið breytt í farþega- flugvél á nýjan leik en hún þjónaði lengi sem landgræðsluflugvél eftir að hún var tekin úr far- þegaflugi. Vélinni verður í dag flogið til Akur- eyrar þar sem hún verður geymd í Flugsafni Ís- lands í vetur. »12 Endurnýjaður Þristur verður á Flugsafni Íslands í vetur Hafnarauglýsinga-tekj FALLEGIR MUNIRFYRIR HAUSTIÐ ÞÓRUNN OG STEFÁNHÉLDU ÓPERUBOÐ STEINUNN ÞÓRARINS 56 HÖNNUN 26 MATUR 32 SÝNINGARVÍÐA UM HEIM 21. SEPTEMBER 2014 MÓTANDI UM- HVERFIS Í ÆSKU ÞAR SEM HANN VARÐ AÐ LÆRA AÐ BJARGA SÉR SJÁLFUR 48 * VAR AÐ MÖRGU LEYTIMUNAÐARLAUS 5ÁHUGAVERÐIRSTAÐIR ÍBRUSSELFerðalög 20 ANDREA MAACKMEÐ NÝ ILMVÖTNTÍSKA 42 SUNNUDAGUR L A U G A R D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  220. tölublað  102. árgangur  EINSTAKAR MYNDIR AF ELDGOSINU RÍK HEFÐ FYRIR ÍSLENSKRI LIST Í DANMÖRKU ART COPENHAGEN 46YFIR ÍSLANDI 10 www.gulimidinn.is FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM Reuters Evrópa Fjöldi tilskipana og reglugerða er á leiðinni inn í íslenska löggjöf.  Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, segir 80 ESB-tilskipanir og reglugerðir væntanlegar inn í ís- lenska löggjöf. Hún segir það verða stórt og ögrandi verkefni að greina og útfæra reglurnar. Þær verði þó ekki teknar upp í EES-samninginn fyrr en álitamál um framsal valds til alþjóðastofnana verði leyst. Í tilviki 70 gerða af 80 er innleið- ingartími liðinn innan ESB, þannig að Ísland fær engan aðlögunartíma þegar þær verða teknar upp í EES- samninginn. brynja@mbl.is Flóðbylgja ESB- gerða á leiðinni Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Um 40% af fasteignum í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) eru á Suður- nesjum, en sjóðurinn átti 831 fast- eign á Suðurnesjum í lok síðasta mánaðar. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir í ályktun þungum áhyggjum af þróun eign- arhalds húsnæðis á Suðurnesjum. Gunnar Þórarinsson, nýkjörinn formaður SSS, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn gæti ástandið versnað. „Það liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort og þá hversu margar íbúðir til viðbótar ÍLS mun eignast vegna nauðung- arsala. Það eru margir einstakling- ar illa staddir fjárhagslega,“ sagði Gunnar. Hann bætir við að svo kunni að fara að ÍLS verði að leysa til sín íbúðir á Ásbrú, sem séu margar í eigu félaga sem standi illa. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir hjá ÍLS deildu áhyggjum SSS vegna stöðu húsnæðismála á svæðinu. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verkefni sem við erum með í höndunum á Suðurnesjum mun taka ákveðinn tíma í úrvinnslu – mun lengri en annars staðar á land- inu,“ sagði Sigurður. Hann segir að í undirbúningi sé að setja á fót starfshóp ÍLS, með aðild ráðuneyta og sveitarfélaga, sem verði þó þannig að byrjað verði að vinna með einu sveitarfé- lagi og síðan koll af kolli. 40% eigna ÍLS á Suðurnesjum  Íbúðalánasjóður átti 831 fasteign á Suðurnesjum í lok síðasta mánaðar  Fasteignum sjóðsins á svæðinu mun líklega fjölga vegna nauðungarsala M Sjóðurinn »26 Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur starfað í meira en 30 ár í fjöl- miðlum og við kvikmyndagerð og er jafnan með mörg járn í eld- inum. Í síðustu viku var mynd hans Ó borg mín borg, Chicago frumsýnd á RÚV. Þorsteinn seg- ist hafa einlægan áhuga á sögum annarra og telur hann æskuna hafa þar áhrif. „Mér finnst það alltaf jafnmik- ill heiður þegar einhver vill segja mér frá einhverju og leyfa mér að koma inn í þær aðstæður sem viðkomandi er í.“ Í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins ræð- ir Þorsteinn líf og störf og þá sýn sína að nýta þurfi þann tíma vel sem gefst í lífinu. Hann horfði sjálfur upp á móður sína fara illa með þau tæki- færi sem hún fékk en hún var einstæð með tvö börn, Þorstein og tvíburasystur hans. „Stundum var allt í lagi, stundum var allt í steik vikum sam- an,“ segir Þorsteinn. „Þá þurftum við systkinin að bjarga okkur sjálf. Ég veit að þess vegna varð ég snemma mjög sjálfstæður. Það er svo merki- legt að börn finna bara einhvern veginn út úr þessu og sem betur fer átti ég tvíburasystur mína að.“ Föður sinn, Vilhjálm H. Vilhjálmsson stór- kaupmann, þekkti hann ekki sem barn og var hann Þorsteini nánast ókunnugur er hann féll frá. Varð sjálfstæður snemma  Þorsteinn J. segir æsku sína hafa mótað sig Þorsteinn J. Vilhjálmsson Nokkrir af gestum Hörpu í gær ræða hér um daginn og veginn, en fjölmenni átti leið sína í Hörpu í gær. Rithöfundurinn virti, Amy Tan, flutti þar fyrirlestur, auk þess sem breska reggí- hljómsveitin UB40 skemmti fyrir fullu húsi. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að aðsókn að Hörpu hafi verið mikil undan- farnar vikur, og að það sé alls ekki óvenjulegt að uppselt sé á þá viðburði sem þar eru haldnir. Segir hann hina miklu aðsókn vera mikið ánægjuefni. „Það er leikið á alla strengi Hörp- unnar á hverju kvöldi.“ sgs@mbl.is Leikið á alla strengi Hörpunnar á hverju kvöldi Morgunblaðið/Ómar Mikil aðsókn að Hörpu undanfarnar vikur  Sekt fyrir að leggja í bílastæði fyrir hreyfihaml- aða mun tvöfald- ast og verða 20 þúsund krónur, nái tillögur bíla- stæðanefndar Reykjavíkur- borgar fram að ganga. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði voru um 600 stöðu- brotsgjöld lögð á eigendur bíla fyrir þetta brot á síðasta ári. Gjaldið var hækkað úr 2.500 í 10 þúsund á árinu 2010 en ekki dró úr brotum. „Við teljum að sú upphæð sem verið hefur hafi ekki nægilegan fælingarmátt. Þetta snýst ekki um að auka tekjur Bílastæðasjóðs á nokkurn hátt heldur fyrst og fremst að koma í veg fyrir stöðubrot og tryggja að stæðin séu notuð af þeim sem þau eru ætluð,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi. »6 Dýrara að leggja í bílastæði fatlaðra Bílastæði fatlaðra eru vel merkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.