Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ung kona lést á Spáni 2. Ung hjón dæmd í lífstíðarfangelsi 3. Lögreglan leitar manns 4. Fáir sætari en Sindri Sindrason  Uppselt er á tónleika Karlakórs Reykjavíkur sem haldnir verða í Ca- pella-tónlistarsalnum í Pétursborg í Rússlandi 30. september nk. Sal- urinn tekur hátt í eitt þúsund manns í sæti. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. íslensk og rússnesk lög ásamt verkum frá Norðurlöndunum og Bret- landseyjum. Einsöngvari með kórnum verður hin rússneskættaða Nathalía Druzin Halldórsdóttir en hún söng á vortónleikum kórsins í apríl sl. Píanó- leikarinn Anna Guðný Guðmunds- dóttir verður einnig með í för en hún hefur verið meðleikari Karlakórs Reykjavíkur á vortónleikum í rúma tvo áratugi auk þess að hafa ferðast með kórnum víða um lönd, bæði austan hafs og vestan. Kórinn syngur í dag á tvennum tónleikum Ragnars Bjarnasonar í Eldborg í Hörpu sem haldnir eru í tilefni af áttræðisafmæli hans. Stjórnandi Karlakórs Reykja- víkur er Friðrik S. Kristinsson. Á myndinni sést Nathalía Druzin Hall- dórsdóttir messósópran. Morgunblaðið/Golli Uppselt á karlakórs- tónleika í Pétursborg  Veggmyndir eftir myndlistarmann- inn Ragnar Kjartansson og vegg- listahópinn Miðberg verða vígðar í dag kl. 14 í Krummahólum í Breið- holti af borgarstjóranum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar við vígsluna. Verkin eru víða í hverfinu, t.d. á veggjum frí- stundamiðstöðv- arinnar, í und- irgöngum og á húsveggjum. Veggmyndir vígðar í Krummahólum í dag FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Íslandsmeistarar ÍBV í handknattleik karla hófu titilvörn sína í gær þegar þeir sóttu FH-inga heim í íþrótta- húsið í Kaplakrika. Eyjamenn voru yf- ir lengst af leiksins en misstu forskot sitt niður undir lokin og Ragnar Jó- hannsson jafnaði metin, 29:29, þegar skammt var til leiksloka. Þjálfarar lið- anna voru sammála í leikslok þótt þeir væru missáttir við leikinn. »4 Ragnar jafnaði fyrir FH í lokin gegn meisturunum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta með gjörbreytt lið til leiks á Íslandsmóti kvenna í handknattleik í dag og ekki er gert ráð fyrir að liðið blandi sér í baráttu þeirra fjögurra efstu á tíma- bilinu. FH og Haukar eru tal- in líkleg til að verða áfram um miðja deild og HK í bar- áttu um að komast í úr- slitakeppnina. Þessi fjögur lið eru kynnt í dag. »2-3 Gjörbreytt lið meistaranna Argentínumaðurinn Diego Simeone hefur heldur betur sýnt sig og sann- að sem knattspyrnustjóri eftir að hafa stýrt Atlético Madrid til meist- aratignar á Spáni síðasta vetur. Sim- eone fer vel af stað með liðið þrátt fyrir miklar breytingar. Hann er mikill fjölskyldumaður og siðir hans og venjur hafa vakið athygli. »1 Siðir og venjur hjá Diego Simeone Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kirkjan þarf að geta komið til móts við fólk í öllum aðstæðum. Í tímans rás hef ég ásamt öðru mikið sinnt því fólki sem hefur misst tökin á til- verunni og berst við vímu- efnaneyslu. Sú þjónusta hefur verið þörf og æðruleysismessurnar hafa gefið mörgum styrk – sem segir mér að til nokkurs sé unnið,“ segir sr. Karl V. Matthíasson. Á sunnudagskvöldið, kl. 20, hefj- ast æðruleysismessurnar svonefndu aftur í Dómkirkjunni eftir sum- arleyfi. Þær annast Karl og dóm- kirkjuprestarnir sr. Hjálmar Jóns- son og sr. Sveinn Valgeirsson. Sá síðarnefndi er nýlega kominn til starfa við Dómkirkjuna. Þess má og geta að þeir Karl eiga sameiginlegt að hafa báðir þjónað sem prestar á Tálknafirði. Tók slaginn sem ungur maður Eins og nafnið bendir til eru þess- ar messur tileinkaðar fólki sem nýt- ir sér 12 spora kerfi AA-samtak- anna, þótt allir aðrir séu auðvitað velkomnir. Messuformið er í megin- atriðum hið sama og gildir um aðrar guðsþjónustur, nema hvað yfir- bragðið er léttara og nokkuð frjáls- legt. Prestur annast prédikun og þá kemur alltaf einhver sem segir frá reynslu sinni, fólk sem verið hefur til dæmis í neyslu en náð tökum á henni eða þá aðstandendur alkóhól- ista. „Sjálfur tók ég slaginn sem ungur maður. Drakk en hætti þegar ég var í guðfræðideildinni. Hef því aldrei verið drukkinn prestur,“ segir sr. Karl og brosir. Sem prestur úti á landi hafi Karl svo kynnst því vel hve neyð margra af völdum áfengisins var mikil. Það hafi runnið honum til rifja og hafi opnað augu hans fyrir mikilvægi þjónustu við þennan hóp. „Ég var kallaður til þegar fyrstu æðruleys- ismessurnar voru haldnar í Dóm- kirkjunni árið 1998. Þær fengu strax góðar undirtektir og boltinn fór að rúlla,“ segir Karl sem var áfengis- og vímuvarnaprestur þjóðkirkj- unnar frá 2003 til 2007 og svo aftur um hríð árið 2009. Starfaði eftir það í nokkur ár hjá Samhjálp, en var ný- lega settur sóknarprestur í Guðríð- arkirkju í Grafarholti í Reykjavík. Skynjum ekki auðlegðina „Þegar ég sat á Alþingi í nokkur ár leitaði fólk oft til mín í neyð sinni vegna vímuefnaneyslu. Ótrúlegustu erindi berast til alþingismanna. Stundum er hægt að finna leiðir til hjálpar án þess að mikið þurfi til. Í sumum tilvikum er sjálfsmynd fólks algjörlega brotin svo það megnar ekki að leita lausna sem þó ættu að blasa við,“ segir Karl og bætir við. „Því miður þá skynjum við ekki alltaf auðlegðina í því fólki sem á einhvern hátt sker sig úr fjöldanum. Það lendir á jaðrinum og hjá vel- ferðarkerfinu lenda mál þess oft í blindgötu og án lausnar. Og oft er lokalendingin hjá fólki að leita til prestsins og kærleiksþjónustu kirkj- unnar. Æðruleysismessurnar tel ég mikilvægan hluta þess starfs. Og raunar sækir fólk þessar messur af ýmsum ástæðum. Suma skortir ein- faldlega styrk, æðruleysi til þess að mæta óvæntum og erfiðum að- stæðum í lífinu, veikindum, ástvina- missi eða öðru. Að æðrast ekki er að trúa.“ Að æðrast ekki er að trúa  Æðruleysis- messur aftur í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Þórður Tálknafjarðarprestar Sveinn Valgeirsson í Dómkirkjunni t.h. og Karl V. Matthíasson. „Suma skortir einfaldlega styrk, æðruleysi til þess að mæta óvæntum og erfiðum aðstæðum í lífinu, veikindum, ástvinamissi eða öðru.“ „Kirkjustarfið þarf að vera fjöl- breytt og æðruleysismessurnar eru þörf viðbót við annað helgi- hald,“ segir Sveinn Valgeirsson prestur við Dómkirkjuna. Létt- leiki einkenni þessar stundir sem séu ætlaðar fólki í bata. Þetta séu skemmtilegar messur og fyrir hann sem prest sé ánægjulegt að sinna þessum þætti helgihaldsins, sem sé að öðru leyti mjög fjölbreytt og hæfi flestum. Skemmtilegt DÓMKIRKJUPRESTUR Á sunnudag Gengur í stífa suðaustanátt með rigningu, en hægari og úrkomulítið norð- austantil. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan. Á mánudag Snýst í suðvestan 5-13 m/s með rigningu og síðar skúrum en styttir að mestu upp austanlands um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 1-8 m/s, skýjað með suður- og vesturströndinni og yfirleitt þurrt. Vaxandi suðaustanátt vestantil seint í kvöld. Hiti 6 til 13 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.