Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 31
borholu í Saurbæ í Holtum rúmum tveimur vikum fyrr. Á þessum árum, kringum 1980, voru fleiri tilraunir gerðar til að finna hugsanlega forboða, eins og verkefni sem Egill Hauksson hafði frumkvæði að, studdur af Colombia háskóla og Raunvísindastofnun, en það var að mæla breytingar á frumefninu radoni í uppsprettuvatni á jarðskjálftasvæð- um. Þenslumælingarnar og radon- mælingarnar voru fyrstu skref Ís- lendinga sem beinlínis miðuðu að því að reyna að mæla forboða jarð- skjálfta, út frá þeirri kenningu að hreyfing byrjaði á og kringum jarð- skjálftasprungu áður en aðalhreyf- inginn brysti á. Þótt þessar mæliaðferðir, til við- bótar við þær jarðskjálftamælingar sem þá voru fyrir hendi, gæfu vonir um að sjá forboða Suðurlands- skjálfta, var okkur þó ljóst að það er eitt að mæla eitthvað sem hugs- anlega er forboði stórra skjálfta og annað er að skilja hvað mælingarnar eru að segja okkur. Ef þetta er for- boði skjálfta, hvað er þá langt í hann, hvað verður hann stór og hvar verður hann og hvar verður mestur kraft- urinn og yfirborðsraskið? Það krefst mikilla rannsókna að svara þessum spurningum. Hvött af fumkvæði evrópskra vís- indamanna ákváðu jarðskjálftafræð- ingar á Norðurlöndum árið 1986 að setja af stað 5 ára sameiginlegt verkefni í jarðskjálftaspárann- sóknum. Verkefnið var kallað jarð- skjálftaspárannsóknir á Suðurlands- undirlendi og alþjóðleg skammstöfun SIL, úr Södra Islands Lågland á sænsku eða South Iceland Lowland á ensku. Í rannsóknarstefnu SIL var lögð áhersla á að reyna að skilja eðl- isfræðilega þætti í undanfara stórra skjálfta. Grunnhugmynd verkefn- isins var eftirfarandi:  Til að ná árangri í jarð- skjálftaspá þarf að rannsaka eðl- isfræði þeirra eiginleika jarðskorp- unnar sem leiða til stórra skjálfta.  Litlir jarðskjálftar allt niður að stærð 0 gefa nákvæmustu upplýs- ingar í tíma og rúmi um eiginleika og ástand jarðskorpunnar. Svo litlir skjálftar eru svo tíðir að þeir geta gefið nær samfelldar upplýsingar um breytingar í jarðskorpunni, þar sem stórskjálftar geta orðið, á spennu, brotstyrk, sprungumyndun og stöðugleika. Hanna þarf og byggja jarð- skjálftamælingakerfi sem uppfyllir slíkar kröfur um næmni og upplýs- ingar. Kerfið þarf að vinna sjálfvirkt til að ráða við úrvinnslu á miklum fjölda skjálfta. Nánar verður sagt frá SIL- kerfinu og þróun þess í næstu grein. Það hefur ekki aðeins reynst fá- dæma vel í jarðskjálftaspárann- sóknum. Kerfið hefur valdið straum- hvörfum í jarðvísindum á Íslandi á mörgum sviðum. Þetta er kerfið sem gefur okkur upplýsingar um stað- setningu, stærð og eðli „allra“ smá- skjálfta á landinu, komnar á netið innan við mínútu eftir að skjálftarnir verða eins og við höfum fylgst með í fréttum síðustu vikurnar frá norð- anverðum Vatnajökli. Til að skoða málin betur bendi ég á bókina, Advances in Earthquake Prediction, sem kom út hjá Springer 2011, en þeir selja hana líka sem raf- bók. Í bókinni Náttúruvá á Íslandi sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 2013 er kafli um jarðskjálftaspá og mikið af tilvitnunum og þar er margt fleira sem varðar efni þessa greina- flokks. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Þenslumælir í borholu Raftæknibúnaður og sendir Kapall Borhola Þansteypa Þenslumælir Spáin um Heklugosið 2000 Breyting á Bergþrýstingi – Búrfell Líkur á Heklugosi na nó þe ns la /k lu kk us tu nd st æ rð sk já lft a Gos byrjarGos líklegt eftir 20 mínútur Rauði ferillinn sýnir bergþrýsting fyrir Heklugosið 2000 en sá blái fyrir Heklu- gosið 1991 til samanburðar. 3 2,5 2 1,5 1 0,5 0 17:00 26 febrúar 2000 18:00 19:00 20:00 0 -200 -400 -600 Pikkfast Að Saurbæ í Holtum hafði 6 metra langt rör fullt af steypu fest djúpt í borholunni og tiltæk tól voru notuð til að bjarga málunum. Hér sjást bændurnir í Saurbæ, þeir Elías og Ólafur Pálssynir, á fullu á traktornum í björgunarstarfinu. Slappað af Eftir vinnusamt sumar. Hér erum við Glenn Po að slappa af í Hrunarétt ásamt bændunum að Jaðri, Magnúsi Grímssyni og Elínu Þórð- ardóttur, og börnum þeirra, Gunnari og Eyrúnu. Einn þenslumælirinn var í landi Jaðars. Þenslumælir (bergþrýstingsnemi) kominn ofan í steinsteypu á botni borholu. Rafstraumur flytur mæli- gildin upp á yfirborðið þar sem er rafrænn magnari og sendibúnaður sem kemur þeim samstundis til Veð- urstofunnar. Vegna þansteypunnar er mælirinn alltaf undir þrýstingi og mælir með mikilli nákvæmni bæði hækkun og lækkun á berg- þrýstingi. Heklugos að hefjast Fyrstu merki um að Heklugosið 2000 gæti verið yf- irvofandi voru örsmáir skjálftar sem byrjuðu einni og háfri klukkustund á undan. Á grundvelli þenslumælis í borholu nálægt Búrfellsstöð (efri hluti myndar) var hægt að staðfesta að gos væri að bresta á og tímasetja það rúmlega 20 mínútum áður en það hófst. UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 415 4000 Sameinuðu þjóð- irnar hafa ekki gefið upp alla von um frið og á morgun er frið- ardagur Sameinuðu þjóðanna. En hverjir eru Sameinuðu þjóð- irnar? Það erum við, borgarar þeirra þjóða sem eiga aðild að Sam- einuðu þjóðunum. Ef til vill telja einhverjir að Ísland sé lítið og gegni veigalitlu hlutverki í gangverki þjóðanna. Í það minnsta sagði Ban Ki-moon, þegar hann heimsótti Ísland, að Íslendingar væru friðsamasta þjóðin á jörðu. Er friður eingöngu fjarvera of- beldis? Sitjum við bara og bíðum, fylgjumst með fréttum og veltum fyrir okkur hvað verður um okkur í ölduróti þjóðanna? Friður er stöðug framkvæmd og krefst virkrar þátt- töku til að varðveita hann og efla. Ég er á móti því að taka við hug- myndum öfgamanna sem segjast vera trúaðir og leyfa þeim að skjóta rótum trúar sinnar hér á landi. Frekar ættum við og getum haft sannfæringu fyrir okkar eigin frið- samlega lífsstíl. Til dæmis hefur kristnin aðra viðkomu á Norður- Írlandi en hér á Íslandi. Við getum búist við því sama þeg- ar önnur trúarbrögð koma sér fyrir og aðlag- ast íslensku samfélagi og íslensku umhverfi. Á morgun, á frið- ardeginum, verður at- höfn í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 15 þar sem trúarleiðtogar munu sameina vatn glass síns við vatn hinna í sameiginlegt ílát. Það táknar að í grunninn erum við það sama og höf- um sama markmið, sem er samfélag friðar, hamingju og framfara. Allir eru velkomnir og sýnum hvers vegna Ísland er friðsamasta þjóð á jörðu. Sameinuðu þjóðirnar hafa lát- ið okkur í té merki sitt svo við getum með stolti notað það og látið aðra horfa til okkar svo við þurfum ekki að horfa annað. Friður krefst virkrar þátttöku Eftir Rohan Stefan Nandkisore » Í grunninn erum við það sama og höfum sama markmið, sem er samfélag friðar, ham- ingju og framfara. Höfundur er formaður Heimsfrið- arsamtaka fjölskyldna. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.