Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Berlin Aðventuferðir Kynntu þér Berlin á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is 27.–30. nóvember 2014 4.-7. desember 2014 HHH TRYP BYWYNDHAM Verð frá: 86.500 KR. á mann í tvíbýli með morgunverði. Innifalið í verði: Flug, hótel og flugvallarskattar Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Fulltrúar meirihlutans í borg-arstjórn gerðu ekki mikið úr skýrslu umboðsmanns borgarbúa þar sem fram kom að umtalsverð óánægja væri með þjónustu velferð- arsviðs borgarinnar.    Björk Vilhelms-dóttir, formað- ur velferðarráðs, sagði að verkefni umboðsmannsins væri að tala við þá borgarbúa sem væru ósáttir og gaf í skyn að kvartanirnar væru ekki veru- legar. Svo skýldi hún sér á bak við að ekki væri nægt fjármagn sett í málaflokkinn þó að velferðarsvið hafi ríflega tvöfald- ast að umfangi á nokkrum árum og velti á þriðja tug milljarða króna.    Dagur B. Eggertsson talaði umað nú þyrfti að setja málin í „umbótafarveg“, rétt eins og léleg þjónusta borgarinnar væri nýmæli. Staðreyndin er sú að ekki þurfti um- boðsmann til að benda á að mikið vanti upp á þjónustu borgarinnar.    Í þjónustukönnun sem sagt var fráí byrjun ársins kom fram að Reykvíkingar eru mun óánægðari með þjónustu borgarinnar en íbúar flestra annarra sveitarfélaga eru með þá þjónustu sem þeim stendur til boða.    Viðbrögðin þá voru svipuð og nú.Borgarfulltrúar meirihlutans töluðu um að ósamræmi væri á milli þessarar könnunar og þjón- ustukannana borgarinnar sjálfrar.    Er ekki tímabært að borgaryf-irvöld hætti að víkja sér undan gagnrýni á lélega þjónustu og fari að einbeita sér að því að gera betur? Björk Vilhelmsdóttir Umbótafarvegur í stað umbóta STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 19.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 10 rigning Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 11 alskýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 25 léttskýjað Dublin 15 skúrir Glasgow 16 alskýjað London 22 léttskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 22 skýjað Hamborg 22 léttskýjað Berlín 18 heiðskírt Vín 20 skýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 17 skúrir Montreal 8 léttskýjað New York 16 léttskýjað Chicago 20 léttskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:06 19:38 ÍSAFJÖRÐUR 7:09 19:44 SIGLUFJÖRÐUR 6:52 19:27 DJÚPIVOGUR 6:35 19:08 Guðmundur Rósen- kranz Einarsson tón- listarmaður er látinn, 88 ára að aldri. Guð- mundur fæddist í Grjótaþorpinu í Reykjavík 26. nóv- ember 1925. Hann var sonur hjónanna Ingveldar J.R. Björnsdóttur, húsfreyju og kjóla- meistara, og Einars Jórmanns Jónssonar, hárskera og tónlistar- manns. Systkinin voru þrjú talsins; Björn, Elín Hulda og Guðmundur. Guðmundur kvæntist Höllu Kristinsdóttur árið 1949. Sama ár fæddist frumburðurinn, Matt- hildur, en síðar bættist í hópinn Elín Birna, 1952, og Trausti Þór, 1953. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin þrjú. Fyrstu sögur af tónlistarferli Guðmundar má rekja til dansleikja hjá Sunddeild Ármanns, þar sem Guðmundur lék á trommur. Það má segja að það hafi verið upphaf- ið að nútímatrommuleik á Íslandi. Guðmundur er hvað þekktastur fyrir trommuleik sinn í ótal hljóm- sveitum hér á landi. Hann var fjölhæfur tónlistarmaður, var talinn prýðilegur bás- únuleikari en hann lék á það hljóðfæri með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í hátt á þriðja áratug. Auk þess spilaði Guð- mundur á klarinett, flautu og píanó. Hin seinni ár spil- aði hann djass út um allan heim með Tríói Ólafs Stephensen þar sem var auk Ólafs og Guðmundar Tómas R. Einarsson. Þá hlaut Guðmundur margar við- urkenningar á sviði íþrótta og tón- listar. Guðmundi var margt til lista lagt, meðal annars lagði hann stund á listmálun og ljósmyndun, þar sem hann tók myndirnar og framkallaði þær sjálfur og lék sér með útkomuna. Hann kenndi um tíma börnum í Ölduselsskóla í Reykjavík ljósmyndun og tónlist. Guðmundur var fjölhæfur í íþrótt- um, stundaði sund, hjólreiðar, skíði, skauta, golf og hesta- mennsku. Andlát Guðmundur Rósenkranz Einarsson tónlistarmaður Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.