Morgunblaðið - 20.09.2014, Page 44

Morgunblaðið - 20.09.2014, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að taka á vandamálum sem tengjast bílnum þínum. Hugsanlega gengur unglingurinn á heimilinu svo langt að heimta hluti sem hann vantar ekki. Það er þitt að benda á það. 20. apríl - 20. maí  Naut Flýttu þér hægt að kveða upp dóm um menn og málefni. Ef þú hefur stjórn á að- stæðum, veit yfirmaðurinn að þú ert þrosk- aður leiðtogi. Láttu þér ekki detta í hug ann- að en að þú fáir ósk þína uppfyllta í fyllingu tímans. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu þér ekki til hugar koma að þú vitir allt um starf þitt. Ekki láta brot ástvinar gott heita, bentu á mistökin á þinn hátt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að nálgast verkefni þín í vinnunni með skipulögðum hætti. Láttu ekki velgengni stíga þér til höfuðs. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Gakktu frá lausum endum, ef einhverjir eru. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vendu þig af óráðsíu í fjármálum. Allir hafa sinn gang og ekki er hægt að ýta á eftir hlutum án þess að það leiði til leiðinda. Mundu að þú færð borgað fyrir að fara að fyr- irmælum annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að leggja sérstaklega hart að þér til þess að hreyfa við þeim málum sem þú berð fyrir brjósti. Láttu sem þú sjáir ekki þeg- ar einhver gengur á bak orða sinna, taktu til þinna ráða bak við tjöldin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er allt í lagi að hampa sjálf- um sér svona af og til ef það er ekki á ann- arra kostnað. Þú skalt ekki hika við að sýna vinum þínum samstöðu og hjálpa þeim. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að breyta á einhvern hátt út af vananum í dag. Vertu samt róleg/ ur því tíminn vinnur með þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert svo kappsfull/ur að þér hættir til að sýna öðrum óþolinmæði. Mundu að það kostar ekkert að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert umvafin/n notalegu fólki núna. Einhver nákominn þér mun líklega benda þér á það. Þú færð hugmynd sem slær í gegn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Orð geta hitt í mark svo farðu þér hægt og mundu að aðrir eiga líka rétt á sín- um skoðunum. Allir eiga sína slæmu daga. Þetta verður blóðugt, farðu meðbarnið frá sjónvarpinu, þetta er ekki gott fyrir svefninn,“ sagði karl- maðurinn á heimilinu þegar Fær- eyingar voru í þann mund að fara að murka lífið úr grindhval með rekum. „Sinn er hver siðurinn í hverju landi,“ sagði þáttastjórnandinn Gísli Örn Garðarsson í matreiðsluþáttunum Nautnir norðursins af þessu tilefni. x x x Þetta eru fræðandi og skemmti-legir matreiðsluþættir um mat- arhefðir, -venjur og nýstárlega nálg- un íbúa á norðurslóðum í matargerð. Gísli heimsækir Grænland, Fær- eyjar, Noreg og Ísland. Áherslan er á hráefnið sem er að finna í og við Norður-Atlantshafið. Hið nýja nor- ræna eldhús skipar einnig sinn sess. x x x Síðasti þáttur sem sýndur var áfimmtudaginn var vægast sagt vinalegur. Þar kynnti Gísli sér verk- unaraðferðir við hin ýmsu hráefni. Hann talaði íslensku og Færeying- arnir færeysku. Allir skildu alla – eða næstum því. Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra skyldleikann okkar við frændur okkar. x x x Það er ekki launungarmál að dýrin,sem við mörg hver leggjum okk- ur til munns, þurfa að drepast svo unnt sé að gera slíkt. Þó Víkverji hafi sjálfur verið mikið í sveit í æsku og orðið margoft vitni að slátrun, bæði sauðfjár og nautgripa, þá brá honum við að sjá rekuna rekna inn í auga grindhvalsins og rolluna og hérann skotinn. x x x Þrátt fyrir þessa vitneskju þá erVíkverji ekki alveg tilbúinn að gerast grænmetisæta. Honum finnst kjöt ennþá of gott til að geta látið það á móti sér. Jú, jú mikið rétt – sjálfs- elska á háu stigi. Það var reyndar eitt sem snart hann örlítið: þegar hann grætti fjögurra ára afkvæmi sitt er hann fræddi það um hvaðan lamba- lærið væri komið sem var á boð- stólum. Víkverji hefur haft að leið- arljósi að svara af hreinskilni þegar hann er spurður – eða oftast nær... víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yð- ar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20.) Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 ný & fersk lína FINN skenkur 160x45x80 cm kr. 153.700 Borstofuborð 90x150/195 kr. 121.600 Einng fáanlegt 100x180/270 kr. 143.800 FINN skenkur 108 cm kr. 115.400 FINN skápur 120cm kr. 179.900 FINN TV skenkur 120cm kr. 73.600 Finn Síðasta laugardag voru tværvísnagátur. Sú fyrri eftir Hörpu á Hjarðarfelli: Brúkast þegar byggt er hús. Blað sem hingað fært mér var. Sexuna ég sé í brús. Sá hér áður fregnir bar. Og hún svarar sjálfri sér þannig: Gluggapóstar prýða hús. Pósturinn mér færður var. Sexan póstur sögð í brús. „Siggi póstur“ fréttir bar. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Pósta hefur hússins þil. Helgarpóstur blaðið. Póstur, sex í púkki, spil. Póstur reið í hlaðið. Árni Blöndal kemur næst: Póstur er lausnin, það efa ég ei og allskonar póstar með bulli. Á hjartasex ritaði riddari nei og rólega hafnaði frama og gulli Loks svarar Guðmundur Arn- finnsson þannig: Gluggapóstana hafa hús, Harpa Póstinn vestra fékk, svo er pósturinn sex í brús, um sveitina póstur með fréttir gekk. Og nú kemur gáta hans frá síð- ustu viku: Margir þetta hestar heita, holdarýrir eru menn, blessuð hvíld, er hverfur streita, heldur birta til mun senn. Og hans lausn: Léttir margur hestur heitir, holdgrannir það eru menn, líf án streitu létti veitir, það léttir til og birtir senn.. Og síðan lét hann Léttislimru fylgja í kjölfarið:: Er hesturinn hasti Léttir með knapa úr spori sprettir, á andartaki þeir oft detta af baki, sem mörgum er mikill léttir. Helgi R. Einarsson svarar með kveðjum úr Mosfellsbænum: Hugur reikar hér og þar um Holugos og réttir, en ein er gátan, eitt er svar og úrlausn, sem er léttir. Hér kemur svo gátan, sem Helgi sendi fyrir viku: Nauðsyn fyrir stund og stað. Stafsetning er krítuð á. Margur þar um miskunn bað. Má við ýmsum kvillum fá. Fleiri svör bárust en pláss er fyr- ir og er beðist velvirðingar á því. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Siggi póstur og hesturinn Léttir Í klípu ÉG BORGAÐI HELLING FYRIR ÞETTA, BJÓST VIÐ ÞVÍ AÐ FÁ MEIRA FYRIR PENINGINN. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ ER AÐ ÞÉR? FINNST ÞÉR SPAGETTIÍ EKKI GOTT?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að koma honum á óvart með miðum á uppáhaldssýninguna hans. HEY ODDUR! NÁÐU Í PRIKIÐ AÐEINS OF FLJÓTUR Á ÞÉR, ER ÞAÐ EKKI? HRÓLFUR, MANSTU ÞEGAR BÁTURINN VAR AÐ SÖKKVA OG ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ NÁ Í DÝRMÆTASTA HLUTINN MINN JÁ HVAÐ TÓKSTU MEÐ ÞÉR? JÁRNPÖNNUNA MÍNA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.