Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
✝ Ásdís Ásgeirs-dóttir fæddist á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 24.3. 1962.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 7.9.
2014.
Foreldrar Ásdís-
ar voru Rósa Jóns-
dóttir, talsímakona,
f. 31.7. 1934 og Ás-
geir Hjálmar Sig-
urðsson, bankastarfsmaður, f.
10.12. 1936. Systkini Ásdísar eru:
1) Sigurjón Helgi, f. 1956, sonur
Rósu, sem Ásgeir ættleiddi, maki
Helena Leifsdóttir, f. 1964. Þau
eiga einn son. 2) Guðný Þóra, f.
1960, maki Peter Buhl, f. 1959.
Hún býr í Danmörku sem Thora
Buhl. Þau eiga þrjú börn. 3) Sig-
1967, foreldrar hans eru Magnús
Einarsson, f. 1919, d. 2002 og Ás-
dís Bjarnadóttir, f. 1926, d. 2014.
þau gengu í hjónaband árið 2000.
Ásdís sleit barnsskónum á Þing-
eyri og á Hellissandi, en 1966
flutti fjölskyldan til Vopna-
fjarðar, þar sem Ásdís bjó til ævi-
loka. Hún varð ung ekkja, aðeins
25 ára og lengst af heimavinn-
andi húsmóðir, hún vann þó tíð-
um í frystihúsinu og við fleiri til-
fallandi störf. Eftir að veikindi
heftu getu hennar til líkamlegrar
vinnu stundaði hún prónaskap
heima fyrir, skírnarkjólar og
fleira smátt og stórt leit dagsins
ljós og naut vinsælda. Þá stund-
aði hún kortagerð vegna allra
hugsanlegra tilefna sem voru
hugmyndarík og falleg og seld-
ust vel. Hlaut hún viðurkenningu
vegna þeirra starfa. Minning-
arathöfn fór fram í Laugarnes-
kirkju í Reykjavík þann 12.9.
2014.
Útför Ásdísar fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju í dag, 21.9.
2014, kl. 17.
urður Andrés, f.
1960, maki Elínbjörg
Hjaltey Rúnars-
dóttir, f. 1969. Þau
eiga tvo syni. Ásdís
var í sambúð með
Viðari Ólafssyni
Kjerúlf, sjómanni
frá Egilsstöðum, f.
1961, d. 1987 af slys-
förum. Foreldrar
hans eru Ólafur
Jónsson Kjerúlf, f.
1939, d. 1978 og Sigurbjörg Ár-
mannsdóttir, f. 1936. Börn Ásdís-
ar og Viðars eru: 1) Svandís Hlín,
f. 1980. 2) Elmar Þór, f. 1982,
maki Linda Björk Stefánsdóttir,
f. 1979. Þeirra börn eru Mikael
Viðar, f. 2003 og Amanda Lind, f.
2005. Ásdís hóf sambúð árið 1991
með Kristjáni Magnússyni, f.
Jæja, elsku besta eiginkona og
vinur minn. Þá hefur þú fengið
hvíldina miklu frá þessum veik-
indum sem þú hefur mátt eiga við
í ansi langan tíma. Fyrst þegar við
kynntumst þá smullum við saman
og það var yndislegt að vera ást-
fanginn af þér og við vorum strax
ákveðin í að eyða ævinni saman og
hindranir voru bara úrlausnar-
efni. Það er margs að minnast eft-
ir 25 ára sambúð, ferðalaganna í
bílunum okkar, hlátursins, rétt-
lætiskenndarinnar, brossins þíns,
allrar handavinnunnar og þá sér-
staklega í kortunum seinustu árin
og svo margs fleira. Nú er ekki
svarað þegar ég kem heim í fal-
lega húsið okkar sem þú áttir svo
stóran hlut í að gera með smekk-
vísinni og næmu auga. Þín mun ég
ætíð minnast og þótt þetta hafi
verið ansi snarpt núna undir lokin
gaf ég aldrei upp vonina. Við átt-
um frábæran tíma heima á Vopna-
firði í góða veðrinu núna í sumar
og gerðum heilmikið saman og
verð ég ævinlega þakklátur fyrir
það. Svo hallaði ansi fljótt undan
fæti. Það er mín skoðun að þú sért
á betri stað eins og málum var
komið. Takk fyrir allt og allt elsku
Dísa mín. Þinn eiginmaður,
Kristján Magnússon.
Elsku hjartans dóttir mín, því
fórstu svona fljótt? Þú varst búin
að berjast við sjúkdóm til fjölda
ára sem enginn vissi hver var fyrr
en í vor að loksins var skimað eftir
skjaldkirtlinum og þér voru gefin
rétt lyf. Á Sjúkrahúsi Akureyrar
fékkstu góða og rétta meðhöndlun
og sýndir ótrúlega mikinn bata á
skömmum tíma. Hún Ásdís okkar
var að koma aftur til okkar og allir
voru svo vongóðir og glaðir, en svo
skall ógæfan yfir. Á skemmri tíma
en batinn hafði tekið var eins og
við ekkert yrði ráðið. Það er
ósanngjarnt fyrir foreldri að þurfa
að skrifa minningargrein um
barnið sitt, en lífið er ekki alltaf
sanngjarnt.
Það er svo margs að minnast,
ég minnist litlu hnátunnar sem
fyllti heimilið af gleði og ham-
ingju, ég minnist litlu stúlkunnar
sem átti einbeittan vilja og rétt-
lætiskennd og gerði foreldra sína
stundum lafhrædda með uppá-
tækjum sínum. Ég minnist stúlk-
unnar sem vildi ekki vera eftirbát-
ur eldri bræðra sinna, hvorki í leik
né öðru. Ég minnist unglingsár-
anna þegar smá skot og ýmis æv-
intýri bönkuðu upp á og pabbi
fékk stundum að vita af í leyni. Ég
minnist hamingjunnar þegar ástin
kviknaði og þið Viðar Kerúlf
stofnuðuð heimili og síðan fæð-
ingu tveggja lítilla barna. En alltof
snemma fékkst þú að kynnast
harðneskju lífsins. 2. maí 1987 var
skyndilega bundinn endi á ham-
ingjuna með fráfalli Viðars. Dagur
sem mér hefur aldrei runnið úr
minni. Við tóku erfið ár sorgar og
saknaðar og tel ég víst að þau ör
hafi Ásdís ætíð borið á sálinni,
enda enga áfallahjálp að fá á þess-
um árum, þó svo að fjölskylda,
vinir og aðrir vandamenn hafi
reynt sitt besta.
Öll él styttir upp um síðir og
Ásdís fann ástina aftur 1989 þegar
Kristján Magnússon kom inn í líf
hennar sem leiddi til sambúðar
1991 og síðar giftingar í Laufási
við Eyjafjörð 6. september 2000,
happadaginn ykkar. Þið kynntust
þann dag og trúlofuðuð ykkur
þann dag og giftuð ykkur þann
dag. Við foreldrar þínir vorum þá
flutt til Reykjavíkur en fórum
norður til að gleðjast með ungu
hjónunum. Kristján hefur reynst
Ásdísi einstakur lífsförunautur,
sem ljósast hefur sýnt sig í hennar
löngu veikindum. Heimsóknir til
Vopnafjarðar hafa ætíð verið ár-
legur viðburður og tilhlökkunar-
efni. Varla leið sú vika að ekki
væri ræðst við í síma og margt var
um að spjalla. Ásdís hafði
ákveðnar skoðanir á stjórnmálum,
við vorum ekki alltaf sammála en
ræddum málin í sátt og samlyndi.
Uppáhaldsumræðuefni hennar
voru barnabörnin tvö, tilsvör
þeirra og uppátæki og öll sú gleði
sem þau veittu henni og Kidda. Þá
ræddum við tíðum gerð margs-
konar korta sem hún framleiddi,
þau nutu mikilla vinsælda. Hin
síðari ár bar veikindi hennar
stundum á góma, hef ég grun um
að hún hafi ætíð gert minna úr
þeim en efni stóðu til. Ég sakna
þín, Ásdís mín, þú verður ekki til
staðar þegar Vopnafjörður verður
heimsóttur næst, ég mun aldrei
oftar heyra röddina þína í síman-
um, en ég veit að þú ert á góðum
stað með móður þinni og Viðari
þínum.
Vertu Guði falin, elsku Ásdís
mín. Þinn syrgjandi faðir,
Ásgeir Hjálmar.
Hún Ásdís mín er dáin. Það er
ennþá ótrúleg staðreynd þó ég
hafi verið viðstödd minningarat-
höfn hennar síðasta föstudag. Þó
að ég hafi horft á kistuna hennar
og kvatt hana er þessi staðreynd
eitthvað svo óraunveruleg. Ég
kvaddi Ásdísi vinkonu mína en ég
kvaddi ekki minningarnar. Þær
ætla ég alltaf að geyma. Þær eru
líka flestar svo skemmtilegar. Og
þegar ég rifja þær upp fer ég allt-
af smá að flissa. Til dæmis þegar
við Ásdís skrópuðum alltaf í
stærðfræðinni í 9. bekk til að fara
á Lónabrautina og æfa dans. Við
æfðum okkur svo mikið í dansin-
um að við vorum síðan beðnar um
að sýna hann 17. júní! Fáum sög-
um fer þó af stærðfræðinni og
minnist ég ekki neinna verðlauna
þar fyrir hvoruga okkar.
Eða þegar við fengum þá flugu
í höfuðið að fara í Barbie-leik.
Maður leikur sér nú ekki með
Barbie í 8. bekk! Við komumst
upp með þetta í nokkra daga
þangað til Addi bróðir hennar
gekk inn á okkur. Mig minnir að
við höfum þurft að láta eitthvað af
vasapeningunum okkar í skiptum
fyrir þögn Adda og síðan höfum
við aldrei farið aftur í Barbie!
Á mánudagskvöldum mætti ég
alltaf til Ásdísar til að hlusta sam-
an á Lög unga fólksins og taka
þau upp á kassettu. Við Ásdís
höfðum svipaðan tónlistarsmekk
og fíluðum best taktviss lög af því
að við bjuggum oft til dansa við
þessi lög. Þá var bara að hlusta á
þáttinn og vona að þessi lög yrðu
spiluð svo hægt væri að taka þau
upp! Í dag fara auðvitað bara allir
krakkar á YouTube og hlaða niður
lögunum inn í símann sinn og mál-
ið dautt!
Síðan ég frétti af fráfalli Ásdís-
ar hef ég fundið fyrir heilmikilli
sorg. Og svo hef ég rifjað upp okk-
ar sameiginlegu minningar.
Skemmtilegar. Sumar það
skemmtilegar að ég kýs að nefna
þær ekki! Við vorum nefnilega alls
engir englar, ég og Ásdís. En það
var alltaf þessi strengur á milli
okkar. Við höfðum báðar svona
svartan húmor og gátum alltaf
hlegið saman. En kannski var það
líka okkar aðferð þegar lífið var
erfitt, að hlæja okkur út úr því.
Þegar kærasti Ásdísar og sam-
býlismaður, Viðar Kjerúlf,
drukknaði sumarið 1987 varð hún
örugglega fyrir töluvert meiri
áfalli en marga grunaði. Mjög lík-
lega tjáði hún aldrei alla sína sorg,
breiddi frekar yfir hana með hlátri
og aðra grunaði ekki hvernig
henni leið.
Eftir að ég flutti til Reykjavík-
ur árið 1987 slitnaði því miður að
mestu sambandið við Ásdísi vin-
konu mína. Í dag vildi ég óska
þess að ég hefði verið duglegri að
halda því við. Ég kom þó oftast til
hennar þau skipti sem ég fór á
Vopnafjörð. Skiptunum fækkaði
samt með árunum. Ég sá Ásdísi
síðast sumarið 2012 þegar ég fór
austur. Þá var hún komin í hjóla-
stól og komin inn á legudeild í
skamman tíma þó. Ég hefði ekki
þekkt hana Ásdísi mína þá nema
að hún talaði eins, hafði sömu
áherslurnar og átti sama hlátur-
inn. Við sátum saman í um hálf-
tíma og spjölluðum og hlógum. Ég
er svo þakklát fyrir þennan hálf-
tíma.
Elsku Ásdís mín, takk fyrir all-
ar góðu stundirnar, allan hlátur-
inn og allar sögurnar okkar. Takk
fyrir gömlu tímana. Takk fyrir að
hafa verið vinkona mín. Blessuð sé
minning þín.
Adda Guðrún
Sigurjónsdóttir.
Vinkona mín er dáin. Alltof
snemma. Við höldum alltaf að við
eigum nógan tíma.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt,
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt.
Hverju orði fylgir þögn,
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund,
skaltu eiga við það mikilvægan fund.
Því að tár sem þerrað burt,
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag,
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr,
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund,
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Því skulum við lifa í núinu, það
sem er núna er akkúrat núna.
Farðu í friði elsku vinkona mín.
Megi Guð styrkja þína ástvini. Ó
hvað ég á eftir að sakna þín. Þín
vinkona,
Kolbrún.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinurhans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
„Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá,
„svo hug minn fái hann skilið“,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli’ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
Elsku Ásdís, takk fyrir allt.
Fyrir hönd skólasystra úr Hall-
ormsstað,
Þórlaug Inga
Þorvarðardóttir.
Ásdís
Ásgeirsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður, sonar, tengdaföður, bróður og
afa,
INGVARS GUNNARS GUÐNASONAR,
Merkigarði og Karfavogi 13.
Ættingjar, vinir og samstarfsfólk - albestu
þakkir til ykkar allra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
deildar 11e á Landspítalanum fyrir einstaka aðhlynningu.
Bryndís S. Guðmundsdóttir
Védís Sigríður Ingvarsdóttir,
Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir, Pétur Reynisson,
Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir, Guðni Hannesson,
Rósa Marta Guðnadóttir,
Ingvar, Lilja og Baldur barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
TRYGGVA JÓNSSONAR
vélsmiðs og verkstjóra,
Brekkugötu 9,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofunar
Vestmannaeyja fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug.
Nicholína Rósa Magnúsdóttir,
Magnús Tryggvason, Ragnhildur Eiríksdóttir,
Helga Tryggvadóttir,
Rósa Sólveig, Karen Rut, Gunndís Eva,
Helga Rún, Tryggvi Freyr.
✝
Ástkær unnusti minn, faðir, sonur, bróðir og
fóstursonur,
HELGI PÉTUR ELÍNARSON,
lést á heimili sínu í Basel, Sviss, sunnudaginn
14. september.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn
26. september kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Nýja Dögun, banki: 116-26-2230, kt.
441091-1689.
Camilla Guðbjörg Thim,
Arnar Breki Helgason,
Björn G. Thorleifsson,
Ágúst Ólafur Elínarson,
Kristjana Ragnheiður Elínardóttir, Ingimar Alex Baldursson,
Steinunn Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Halldórsson.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN STEFÁN SIGURBJÖRNSSON,
Víðilundi 24,
Akureyri,
lést á Kristnesi föstudaginn 12. september.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 23. september klukkan 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Stefán Már Stefánsson, Lára M. Traustadóttir,
Salbjörg J. Thorarensen,
Jón Höskuldsson,
Marín Hallfríður Ragnarsdóttir, Kolbeinn Friðriksson,
Bogi Rúnar Ragnarsson,
Magnea Hrönn, Særún, Kári og Magnea.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug, samúð og vináttu vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HERDÍSAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
Teigagerði 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær allt starfsfólkið á Droplaugarstöðum, séra
Anna Sigríður Pálsdóttir, Tómas G. Eggertsson organisti og allir
tónlistarmenn sem önnuðust tónlistarflutning við útför.
Stuðningur ykkar og fallegar kveðjur veittu okkur styrk.
Magni S. Jónsson, Kristín Björnsdóttir,
Þorbjörg Jónsdóttir, Jóhannes Kristinsson,
Pétur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir,
Borghildur Anna Jónsdóttir,
Helga Björk Jónsdóttir, Daníel B. Gíslason,
Áki Ármann Jónsson
og fjölskyldur.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800