Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is
BAKSVIÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Að hafa kost á að framkvæma
hjartalokuaðgerðir í gegnum ná-
raslagæð er gott viðbótar vopn í
vopnabúrið. Sér-
staklega þar sem
íslenskar rann-
sóknir sýna að
tíðni ósæð-
arlokuþrengsla
sem þarfnast að-
gerðar mun tvö-
faldast á næstu
áratugum því
þjóðin er að eld-
ast,“ segir Þór-
arinn Guðnason,
hjartalæknir á Landspítalanum,
einn af þeim læknum sem hafa
framkvæmt ósæðarlokuskipti í
gegnum náraslagæð á sjúklingum
hér á landi.
32 aðgerðir hafa verið fram-
kvæmdar og meðalaldur sjúkling-
anna er 84 ár og hafa aðgerðirnar
gengið mjög vel. Á næsta ári verða
20 slíkar aðgerðir framkvæmdar
við Landspítalann, samkvæmt
samningi Landspítala og Sjúkra-
trygginga Íslands.
Forgangshópur þeir sem
hefðu ekki komist í aðgerð
Aðgerðirnar hafa einkum verið
gerðar á sjúklingum sem ekki hafa
átt kost á að fara í opna hjartaað-
gerð vegna of mikillar áhættu við
aðgerðina. Þetta eru til dæmis
sjúklingar sem glíma einnig við
aðra sjúkdóma sem auka áhættu;
hafa farið áður í opna hjartaað-
gerð, eru með skerta nýrna- eða
lungnastarfsemi, eiga á hættu
mikla blæðingu í aðgerð, eða hafa
fengið geislun á brjóstholið, svo
dæmi séu tekin.
Þórarinn segir ástæðuna fyrir
því að aðgerðin sé enn sem komið
er ekki framkvæmd á öðrum hóp-
um hjartasjúklinga með minni
áhættu einkum tvær; í fyrsta lagi
vanti vísindarannsóknir á þeim
hópum sem sýni að aðgerðin
standi jafnfætis opinni aðgerð, en
hins vegar sé mikilvægt að geta
veitt þeim hóp aðgerð sem hefði
annars ekki fengið neina. Í þeim
hópum liggja fyrir vaxandi sann-
anir fyrir að aðgerðin bæti lifun og
einkenni verulega.
„Árið 2015 komast 20 ein-
staklingar í slíka aðgerð og við er-
um afar ánægð með að geta veitt
þeim þá meðferð.“ Í framtíðinni er
ekki útilokað að „hraustari“ hópar
sjúklinga komist í slíka aðgerð.
Það geti haft margvíslegan
ávinning í för með sér fyrir fleiri að
þurfa ekki að fara í opna aðgerð í
framtíðinni ef sýnt verður fram á
að aðgerðin sé einnig jafn góð eða
betri en opin lokuaðgerð meðal
sjúklinga með minni skurðáhættu.
Þórarinn bendir á að sem stendur
þá fari þetta einnig eftir fjármagni
til spítalans til þessara aðgerða.
Hér á landi er öflugt lækna-
teymi sem framkvæmir aðgerð-
irnar, hjartalæknar, hjartaskurð-
læknar og svæfinga- og
gjörgæslulæknar auk annars
starfsfólks frá þessum deildum.
Ekki þarf að bæta sérfræð-
ingum inn í þann hóp til að hægt
sé að fjölga aðgerðunum en komið
hefur fyrir að fresta þurfi aðgerð-
unum vegna plássleysis á gjör-
gæsludeild eða á legudeild.
Hentar ekki öllum
Þórarinn áréttar að þó svo að
þessi nýjung í aðgerðartækni sé
góð viðbót við opnu hjartaaðgerð-
irnar þá verði þær enn gerðar. Í
opinni aðgerð er komið fyrir líf-
rænni gerviloku eða í einstöku til-
vikum málmloku. Í framtíðinni er
þó líklegt að í sumum tilfellum
henti opin aðgerð áfram betur.
„Það hentar til dæmis ekki öll-
um að gangast undir aðgerð í
gegnum náraæð. Ef það eru til
dæmis þrengingar í æðunum nið-
ur í fætur sjúklingsins þá getur
opna aðgerðin hentað betur. Þetta
eru tvær ólíkar leiðir og önnur
útilokar ekki hina.
Þá er stöðug þróun á aðgerð-
artækni og nú er hægt að setja
lokur með þræðingartækni beint í
gegnum ósæð eða gegnum slagæð
undir viðbeini. Það er tækni sem
við munum skoða á næstunni að
taka upp hérlendis líka.“
Þórarinn telur kostnaðinn við
aðgerð í gegnum nára og opna að-
gerð vera svipaðan, en legan bæði
á gjörgæslu og á legudeild er
styttri eftir lokuísetningu með
þræðingartækni. Þá er hægt að
hefja endurhæfingu þeirra sjúk-
linga fyrr.
Geta séð um sig sjálfir
Þá getur kostnaður sparast á
móti í því að sumir sjúklingar
með mjög skerta áreynslugetu
vegna lokusjúkdóms geta eftir
lokuskipti séð um sig sjálfir,
hreyft sig eðlilega, og þyrftu ekki
á eins mikilli umönnun að halda.
Einnig fækki spítalalegum þessa
hóps og heimsóknum á bráða-
móttöku.
„Áhrifin eru bein á lífsgæði
þessa hóps sem hefur áhrif á allt
samfélagið,“ segir Þórarinn.
Þessar ósæðarlokur endast í að
minnsta kosti 5-10 ár, samkvæmt
rannsóknum og sennilega talsvert
lengur, en vaxandi reynsla er af
þessari tegund af ósæðarloku-
skiptum. Kosturinn við þessa loku
er einnig sá að ef hún bilar t.d.
eftir 10 ár þá er auðvelt að laga
lokuna með því að setja aðra eins
loku inn í þá gömlu. Það á reynd-
ar einnig við um þær lífrænu lok-
ur sem oftast eru settar í opnu
aðgerðunum í dag.
„Við höldum áfram að fylgjast
náið með langtímarannsóknum.
Þær sem hafa birst hingað til
hafa sýnt fram á ótvíræða kosti
þessara aðgerða í þeim hópum
sem rannsakaðir voru.“
Viðbótar vopn í vopnabúrið
Ósæðarlokan Hún er búin til úr
svínagollurshúsi og handsaumuð
innan í stoðnet úr málmi og henni er
komið fyrir í hjartanu og þanin út
inni í loku sjúklingsins.
Líkami Með nýrri þræðingartækni eru ósæðarlokuskipti í hjarta gerð í gegnum náraslagæð hér á landi, einnig er
hægt að gera aðgerðina á fleiri stöðum líkamans með þræðingartækni sem fleygir fram um þessar mundir.
Þórarinn
Guðnason
20 sjúklingar munu gangast undir ósæðarlokuskipti í gegnum náraæð á Landspítalanum árið 2015
Íslenska þjóðin að eldast og því mun þörfin fyrir slíka aðgerð tvöfaldast á næsta áratug
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Stöðubrotsgjöld fyrir að leggja í
bílastæði fyrir hreyfihamlaða hækka
úr 10.000 krónum í 20.000 sam-
kvæmt tillögu bílastæðanefndar
Reykjavíkurborgar. Tillögunni hef-
ur verið vísað til borgarráðs. Sóley
Tómasdóttir, formaður bílastæða-
nefndar, segir það gerast of oft að
lagt sé ólöglega í stæðin.
„Við teljum að sú upphæð sem
verið hefur hafi ekki nægilegan fæl-
ingarmátt. Þetta snýst ekki um að
auka tekjur bílastæðasjóðs á nokk-
urn hátt heldur fyrst og fremst að
koma í veg fyrir stöðubrot og
tryggja að stæðin séu notuð af þeim
sem þau eru ætluð,“ segir Sóley.
Einnig er lagt til að stöðubrots-
gjald verði hækkað úr 5.000 í 10.000
krónur. Það er hins vegar aðeins
lagt á þegar bílum er lagt ólöglega,
ekki þegar þeim er lagt of lengi í
gjaldskylt bílastæði.
„Meginmarkmið okkar er að fólk
leggi ekki ólöglega, uppi á gang-
stéttum eða í stæði fyrir fatlaða.
Þessi aðgerð miðar aðeins að því að
tryggja að fólk leggi þar sem það á
að leggja,“ segir Sóley.
Samkvæmt upplýsingum frá Bíla-
stæðasjóði voru um 600 stöðubrots-
gjöld lögð á eigendur bíla sem höfðu
lagt í stæði fyrir hreyfihamlaða í
fyrra. Samtals runnu því um sex
milljónir króna til sjóðsins í formi
þessara gjalda árið 2013.
Að sögn Kolbrúnar Jónatans-
dóttur, framkvæmdastjóra Bíla-
stæðasjóðs, átti hún von á að draga
myndi úr því að lagt væri ólöglega í
stæði fatlaðra eftir að sektin var
hækkuð úr 2.500 í 10.000 krónur árið
2010.
„Þetta er töluverður peningur og
ég hefði haldið að fólk munaði um
hann. Það gerði hins vegar ekki
neitt. Nú hækkar þetta aftur um
100%. Þetta finnst mér mikil óvirð-
ing við hreyfihamlaða,“ segir hún.
Morgunblaðið/RAX
Sekt Skammt er síðan stöðubrotsgjald fyrir að leggja í stæði fatlaðra var
fjórfaldað. Nú stefnir í að upphæð þess verði tvöfölduð.
Lagt til að sektirnar hækki
100% hækkun á sektum fyrir að leggja í bílastæði hreyfi-
hamlaðra Alls voru 600 slíkar sektir innheimtar í fyrra