Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 10
Veitingaþjónusta í 35 ár Framúrskarandi matreiðsla og góð þjónusta Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Hafðu samband og fáðu ráð Veislur eru okkar sérgrein ALHLIÐAVEISLUÞJÓNUSTA FYRIR HVERS KYNSVIÐBURÐI Árshátíðir Afmæli Brúðkaup Fundir Erfidrykkjur 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Björn Rúriksson hefurfylgst með og skoðað 17eldgos á ævi sinni og flog-ið mörgum sinnum yfir sum þeirra. Margir hafa fengið að njóta þess með honum, bæði í gegn- um þær fjölmörgu ljósmyndir sem hann hefur tekið úr lofti auk þess sem hann hefur í áratugi flogið með jarðvísindamenn yfir eldstöðvar. Hann hefur haldið ljósmyndasýn- ingar víða um heim og gefið út bæk- ur á ýmsum tungumálum. Ekki ómerkari stofnun en NASA er á meðal þeirra sem leitað hafa til Björns vegna ljósmynda af jarð- fræðifyrirbærum séð úr lofti. „Oft flaug ég í fjór- til fimmfaldri fjalla- hæð og á annarri vél sem ég var með í rekstri gat ég flogið í allt að 30.000 fetum því það var súr- efni um borð. Þannig að ég gat náð alveg hálfu landinu á einni mynd,“ segir Björn. Bókin kom út á methraða Bókin Yfir Íslandi kom út í sumar og hefur nú þegar verið þýdd á sjö tungumál, þar á meðal rússnesku og kínversku. Bókin gefur einstaka mynd af frum- dráttum landsins og margar ljós- myndanna teknar úr mikilli hæð. Þegar gosið í Holuhrauni hófst var Björn ekki lengi að bregða sér upp í flugvél vopnaður myndavél og lins- um. „Ég flaug frá Selfossi í þarsíð- ustu viku klukkan sex um morg- uninn og var tæpa fjóra tíma á flugi, þar af klukkutíma yfir gosstöðv- Einstakar myndir af klofnandi jarðskorpu Þótt ótrúlegt megi virðast er nú þegar komin út bók um eldgosið í Holuhrauni. Sá sem hafði svo snarar hendur er ljósmyndarinn og flugmaðurinn Björn Rúriksson sem gerði sér lítið fyrir og brá sér í flugtúr frá Selfossi þar sem hann býr og myndaði gosstöðvarnar á sérlega góðum tímapunkti í þarsíðustu viku. Bókin er á ensku og lýsir vel landi í mótun og inniheldur auk mynda hnitmiðaða fræðslu um jarðfræði. Ljósmynd/Björn Rúriksson Rauðglóandi Úr mikilli hæð myndaði Björn gosið beint að ofan og splunku- nýjar rennandi og rauðglóandi hraunelfur má sjá finna sér leið yfir landið. Ljósmynd/Siripan Raksa Reynsla Björn Rúriksson hefur myndað landið úr lofti í fjölda ára. Þannig má best sjá frumdrætti landsins sem er síbreytilegt og í stöðugri mótun. Íslenskir prjónadagar verða í menn- ingarhúsi Íslendinga í Kaupmanna- höfn, Norðurbryggju. Þar gefst gest- um kostur á að læra um íslenskar prjónahefðir, mynstur, ull og íslensku lopapeysuna, eins og sjá má á Fa- cebooksíðu. Dagskráin er frá 12-17 bæði í dag og á morgun, sunnudag- inn 21. september og tekur fjöldi Ís- lendinga þátt í fjölbreyttri dagskrá Prjónadaga sem skipulagðir voru af Höllu Benediktsdóttur. Fyrirlestrar verða fluttir um Norrænar prjóna- hefðir – Færeyjar vs. Ísland, prjónaferðamennsku á Íslandi, hraðnámskeið í prjónamynstri og lit- un á ull með náttúrulitum.Vinnustof- ur standa gestum opnar og má þar til dæmis læra hvernig á að splæsa saman enda og setja rennilás í prjón- aða peysu. Allt um Prjónadagana er að finna á Facebooksíðunni Nordatl- antensBrygge. Vefsíðan www.facebook.com/NordatlantensBrygge Morgunblaðið/Frikki Fræðsla Á dagskrá er m.a. fræðsla um ullina og vinnustofur um prjónatækni. Prjónadagar í Kaupmannahöfn Möguleikhúsið hefur margsinnis sýnt leiksýninguna Langafi prakkari sem byggð er á sögum Sigrúnar Eldjárn. Vinsældir sýningarinnar hafa verið það miklar að ekki þykir ástæða til annars en að halda þeim áfram og nú í haust verða tvær sýningar. Sú fyrri er á morgun, sunnudaginn 21. sept- ember klukkan 14 í Gerðubergi, en seinni sýningin verður 5. október. Uppátæki langafans eru með ólík- indum og næsta víst að allir geta hlegið hraustlega á sýningunni, börn sem fullorðnir. Panta má miða á sýn- inguna með því að senda póst á moguleikhusid@moguleikhusid.is. Endilega … … sjáið Lang- afa prakkara Prakkari Uppátækin eru mörg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.