Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 ✝ SigurðurHrafn Tryggvason fædd- ist 7. nóvember 1949. Hann lést 1. september 2014. Foreldrar hans voru Sigurlína Gísladóttir, f. 5.4. 1923, d. 6.11. 1981, og Tryggvi Sig- urðsson, f. 17.6. 1919, d. 18.6. 1992, leiðir þeirra skildi. Systkini sammæðra eru Kolbrún Ingi- björg Benjamínsdóttir, f. 1952, og Margrét Benjamínsdóttir, f. 1954, samfeðra eru Sigurþór Tryggvason, f. 1955, og Ólafur Tryggvason, f. 1960. Eiginkona Sigurðar er Guð- björg Hofland Traustadóttir, f. 27.4. 1951. Foreldrar hennar voru Hulda Hofland Karlsdóttir, f. 18.7. 1923, d. 22.3. 1967, og Tryggvi Hrafn Hofland Tryggvason, f. 30.12. 2011, og b) Emilía Guðbjörg Hofland Tryggvadóttir, f. 12.2. 2014. Sigurður hóf ungur störf hjá Grænmetisverslun ríkisins, þar vann hann sem verkstjóri og seinna meir sem matsmaður í jarðrækt. Sigurður starfaði hjá Þórscafé til fjölda ára, fyrst sem dyravörður svo yfirdyravörður og síðar sem hægri hönd eig- andans. Sigurður starfaði hjá þessari sömu fjölskyldu í hart- nær 35 ár, meðal annars sem staðarhaldari á Hótel Valhöll á Þingvöllum og seinna meir sem hótelstjóri á Hótel Örk í Hvera- gerði. Síðustu árin rak hann Hótel Hlíð í Ölfusi ásamt sum- arhúsum á Núpum. Árið 2007 stofnuðu þau Sigurður, Berg- lind og Guðbjörg Hoflandssetrið í Hveragerði, veitinga- og pítsu- stað. Þar lagði hann hjarta sitt í að setja mark sitt á fjölskyldu- staðinn sem fjölskyldan rekur og starfar enn. Útför Sigurðar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 20. september 2014, og hefst at- höfnin kl. 14. Trausti Runólfsson, f. 29.9. 1923, d. 22.9. 1998. Börn Sigurðar og Guð- bjargar eru: 1) Berglind Hofland Sigurðardóttir, f. 8.5. 1971. Dóttir hennar er Eva Dögg Hofland, f. 22.1. 1989, sam- býlismaður Evu er Guðmundur Kjart- ansson, f. 2.10. 1981, dóttir þeirra Berglind María Hofland Guðmundsdóttir, f. 14.9. 2012. 2) Tryggvi Hofland Sigurðsson, f. 12.8 1976, eiginkona hans var Linda Bolbro Christiansen, f. 30.1. 1978, þau skildu. Barn þeirra er Ísabella Hofland Tryggvadóttir, f. 21.10. 1999. Maki Tryggva er Hjördís Harpa Wium Guðlaugsdóttir, f. 6.8. 1981. Börn þeirra eru a) Elsku Siggi minn! Það er þyngra en tárum tekur að kveðja þig. Við höfum átt svo mörg og góð ár saman og óteljandi minn- ingar sem ég nú varðveiti í hjarta mér. Á þessari stundu þegar ég kveð þig, elskan mín, er ég þakk- lát fyrir fjársjóðinn okkar; börn- in okkar, barnabörnin og lang- afa- og ömmubarnið, já, það eru margar sólir á lofti og þeim bara fjölgar ef Guð lofar. Þú varst svo stoltur og glaður og helgaðir okkur líf þitt svo áreynslulaust að mér fannst og varst alltaf með bros á vör. Það tekur samt á að horfa á eftir þér. Við vorum sam- an öllum stundum og mér fannst eins og við værum í raun og veru bara eitt. Ef ég ætti að lýsa þér með einu orði þá er orðið ynd- islegastur. Bæði sem eiginmaður og faðir, vinur og félagi. Ég þakka þér hlýjuna, ástina og þá einstöku tryggð sem einkenndi allar okkar stundir jafnt í leik sem starfi. Við vissum auðvitað að við værum ekki eilíf í jarðríki en ást okkar er að sönnu eilíf. Nú er víst komin kveðjustund að sinni en síðar munum við samein- ast á ný, það er ég sannfærð um. Þangað til bið ég Guð að blessa þig og varðveita. Guðbjörg Hofland Traustadóttir (Gullý). Elsku yndislegi, góði pabbi minn, mikið sakna ég þín, hjarta mitt er brostið. Þið mamma hafið verið stoð mín í gegnum lífið. Hvað getur maður hugsað á svona stundum? Þetta er svo óréttlátt, loksins þegar þú ferð í frí til að slaka á þá tekurðu það alla leið inn í ei- lífðina. Þú varst kletturinn henn- ar mömmu, við munum hugsa um hana fyrir þig, þú varst klettur- inn minn, þú hefur stutt mig í gegnum súrt og sætt í lífinu, fyr- ir það er ég þakklát. Vildi óska þess að ég hefði sagt þér oftar hversu mikið ég elska þig pabbi minn. Allar ljúfu og góðu stund- irnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðina mun ég varðveita og geyma eins og gullin mín og deila þeim með barnabörnunum, betri afi er ekki til. Berglind María kemur hlaupandi inn á Hoflandssetrið og inn í bakara- herbergi og kallar: „Hvar er afi?“ Þú hefur reynst Evu minni svo vel enda hefur hún misst mikið eins og við hin, þú skilur eftir stórt skarð, elsku kall. En nú ert þú á betri stað og enginn lasleiki eða þreyta lengur. Það verður skrýtin tilfinning að halda áfram án þín, að vinna án þín, er búin að vinna þér við hlið síðan ég man eftir mér; hvert á ég að snúa mér og leita ráða? Þú varst límið sem hélt okkur öllum saman. Við munum standa saman litla fjöl- skyldan og styrkja hvert annað í sorginni. Tilveran er fátækari án þín. En friðinn ertu búinn að finna elsku pabbi minn, mun sakna þín endalaust. Þín dóttir, Linda. Ég er fæddur síðsumars 1976, en minnist þess ekkert sérstak- lega. Smám saman fóru nú minn- ingarnar að aukast og þroskast og það fóru að mótast minningar um mikinn mann, pabba minn. Fyrstu minningarnar voru af af- ar sterkum manni sem gat teygt sundur þrjá gorma, beyglað kók- tappa með annarri og troðið ofan í flösku. Hann gat rekið niður girðingarstaur í einni sveiflu, haldið á mér á öxlunum meðan hann hoppaði milli steina yfir heilu stórfljótin og sparkað í væna skítaþúfu í leiðinni. Þetta eru svona fyrstu minningarnar um þennan mikla mann, hann pabba. Einnig á ég minningar um pirraðan strákpjakk sem reyndi að vekja pabba sinn til að gera eitthvað skemmtilegt annað en að sofa en hann var alveg harð- duglegur vinnuþjarkur og þurfti að sjálfsögðu hvíld inn á milli. Þetta endaði oftast með því að við lentum í rosaslag, a.m.k. að mínu mati, enda var ég bara um átta ára. Ég veit nú ekki hvor var eldri því pabbi smellti mér á milli lappanna og prumpaði á mig, eða kitlaði mig þar til ég fór að hág- renja og kallaði á mömmu. Svo kom nú að því að maður þroskaðist aðeins og við pabbi urðum félagar. Við fórum að veiða saman. Við fórum upp í Kjós að sinna hestunum, húktum í ísköldum bílskúrum að gera við einhverjar bíldruslur og oftar en ekki fórum við pylsubíltúra niður á höfn. Ég fór ansi oft með hon- um í vinnuna að telja kartöflur í Grænmetinu. Við áttum einnig fjöldamargar lyftuferðir saman í glerlyftunni í Þórscafé. Margar minningar á ég úr sveitinni sitj- andi í gömlum Zetor að tæta gras og berja hausnum í gluggann, en hann nuddaði alltaf hausinn á mér og sagði að þetta myndi nú gróa áður en ég gifti mig. Einar bestu minningarnar á ég eftir að við fluttum í Hveragerði, ég 14 ára, og pabbi byrjaði að vinna á Hótel Örk. Fyrst um sinn bjó ég stundum á hótelherbergi sem þótti nú ekkert lítið flott, en það voru fríðindi sem pabbi hafði. Vinskapur okkar pabba jókst með ári hverju og alltaf kenndi hann mér eitthvað nýtt; hvernig skal koma fram við náungann, hvernig á að standa sig í vinnu, hvernig maður á að bera virðingu fyrir eldra fólki. Já, pabbi minn kenndi mér flestöll gildi sem ég kann og fer eftir. Eitt skipti sinn- aðist okkur pabba og voru það hræðilegir tveir sólarhringar en eftir það höfðum við aldrei verið betri vinir. Pabbi var besti vinur minn og langar mig að þakka honum fyrir alla bíltúrana og góðu samtölin, allar veiðiferðirn- ar og að kenna mér að hnýta öng- ul. Mikið á ég eftir að sakna allra skemmtilegu stundanna eins og að fá okkur einn kaldan; allra góðu faðmlaganna, allra skemmtilegu símtalanna, allra góðu ráðanna, allrar umhyggj- unnar. Ég á þér allt að þakka, þú varst besti vinur minn. Hvíldu í friði elsku pabbi minn. Það kemur sá tími að við hittumst á ný, en þangað til farðu vel með þig og alla kringum þig. Ég gæti skrifað endalaust um þig en bestu minningarnar verða geymdar á góðum stað, hjarta- stað. Þinn sonur Tryggvi (Lilli). Mig langar með þessum orð- um að minnast tengdaföður míns og vinar. Ég fékk þann heiður að kynn- ast þessum höfðingja fyrir fimm árum, þó svo að mér hafi fundist ég hafa þekkt hann alla mína ævi. Hann sagði lítið, hugsaði mun meira og svo þegar kom að því að segja það sem segja þurfti hlustuðu allir. Það má því með sanni segja að hann hafi leynt á sér. Hann var maður sem allir þekktu, en ekki allir þekktu hann eins og við fjölskyldan. Hann var hetjan. Heimili hans var ávallt opið öllum þeim sem þurftu, að nóttu sem degi. Á ævinni kynn- umst við fjölmörgum, sumir skilja eftir sig spor. Siggi var einn af þessum sem skildu eftir sig spor, gæfuspor sem vert er að fylgja eftir. Hann var maður orða sinna, sanngjarn en jafnframt harður húsbóndi en ljúfur sem lamb þegar kom að yngstu kyn- slóðinni. Innan um fjölskyldu sína var hann afslappaður, lék á als oddi og var hrókur alls fagn- aðar. Hann var maðurinn sem allir litu upp til og hefur hann kennt mér að þolinmæði er dyggð. Hann var ekki bara tengdapabbi minn, hann var sannur vinur. Hann veigraði sér aldrei við að ganga í hlutina, gekk hreint til verks. Ein ógleymanleg stund var þegar hann kom seint að kvöldi til okk- ar Tryggva, nokkrum dögum fyr- ir Spánarferðina miklu. Hann sveif á skýi, hann var svo yfir sig spenntur og jákvæður. Hann ljómaði, svona var Siggi. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít til baka, þegar ég horfi á litlu krílin sé ég hversu mikinn fjársjóð hann hefur skilið eftir. Hann var svo dyggur aðdáandi barnanna sinna, svo ekki sé minnst á afa- börnin. Börnunum mínum sýndi hann mikla þolinmæði, sérstak- lega nafna sínum, Hrafninum sínum. Siggi hefur ábyggilega séð margt í honum sem hann kannaðist við, enda mjög uppá- tækjasamir báðir tveir. Ég mun kenna börnunum mínum gildin hans Sigga, heiðarleikann, dugn- aðinn og ekki síst húmorinn. Nú er spurning hver tekur við og fer í gervi frænku. Það er sælla að gefa en þiggja voru lífsgildin hans tengdapabba. Hann Siggi var staðfastur og trúr sínum skoðunum, hann gat verið ósam- mála en borið mikla virðingu fyr- ir því sem aðrir höfðu fram að færa. Ef honum varð á gat hann komið og beðist afsökunar, þann- ig maður var Siggi. Hann var alltaf mættur fyrstur manna til aðstoðar, sama hversu stórt verkefni það var. Hann var mað- urinn sem stóð hvað lengst vakt- ina, var fyrstur á staðinn og síð- astur heim. Hann lagði grunninn og við höldum ótrauð áfram verkum hans. Nú er komið að okkur að standa vaktina. Ég kveð þig með þessum orð- um: Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin, mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Hvíldu í friði, elsku Siggi. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín tengdadóttir, Harpa. Elsku yndislegi afi minn, manstu þegar við vorum að stel- ast niður í búrið á Hótel Örk og þú gafst mér alltaf eitthvað gott í vasann og kallaðir mig alltaf E.D. eða bara alltaf þegar eitt- hvað bjátaði á og þú gerðir allt svo jákvætt. Það er stærsta minning mín um þig, alltaf svo góður, alltaf til í að hjálpa og þú kenndir mér svo margt, varst mér eins og pabbi og þú og amma voruð nú ekkert sjaldan spurð að því hvort ég væri dóttir ykkar. Ég trúi varla ennþá að ég geti ekki hringt í þig og spjallað um alla heima og geima og hringt í þig til að segja þér hvernig stað- an er í leiknum þar sem þú varst varla farinn að þora að horfa á leik lengur. Eða að ég geti ekki farið með þér til útlanda aftur og heyrt þig oft minnast á hvort ég sé nú ekki örugglega með pass- ann minn. Finnst svo ótrúlega sárt að vera niður á Hoflandsetri án þín, það er ekki eins, sérstak- lega þegar Berglind er með mér því hún var svo vön að fá algjört Sigurður Hrafn Tryggvason Davíð útfararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri 551 3485 • udo.is ✝ Eiginmaður minn og fjölskyldufaðir, HEIMIR BJARNASON læknir, lést að morgni miðvikudagsins 17. september. María Gísladóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, MAGNEA EYRÚN JENSDÓTTIR, Háteigi 20, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 17. september. María Ísabel Grace Fisher, Unnar Sveinn Stefánsson, Róbert Jens Fisher, Bryndís Lúðvíksdóttir, Magnea Lynn Fisher, Ellert Hannesson, Halldóra Jensdóttir, Ari Sigurðsson, Eygló Jensdóttir, Jóhanna Jensdóttir, Sehner, Erich Sehner og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG MARKÚSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 16. september. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 25. september kl. 15.00. Marta Katrín Sigurðardóttir, Halldór Sigdórsson, Áslaug Brynja Sigurðardóttir, Birgir Ólafsson, Ármann Óskar Sigurðsson, Fríða Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUTTORMUR JÓNSSON, Bjarkargrund 20, Akranesi, sem lést sunnudaginn 14. september verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 24. september klukkan 14.00. Aðstandendur hafa hug á að vinna bók um skapandi starf Guttorms á sviði húsgagnasmíði, forvörslu og listsköpunar. Þeir sem hafa hug á að leggja málefninu lið geta lagt inn á reikninginn: Völundur - banki 0236-13-110118. Kt. 2606637399. Emilía Petrea Árnadóttir, Helena, Lárus og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐFINNA BJÖRGVINSDÓTTIR, Drekavöllum 18, Hafnarfirði, lést mánudaginn 15. september á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13.00. Sigurður G. Emilsson, Emil Sigurðsson, Gerður Guðjónsdóttir, Björgvin Sigurðsson, Sigurbjörg M. Sigurðardóttir, Ingvar Sigurðsson, Rósa Dögg Flosadóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og afi, HALLDÓR GUNNAR ÓLAFSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut, miðvikudaginn 18. september eftir stutt en erfið veikindi. Fjölskyldan vill þakka veittan stuðning. Útför verður auglýst síðar. Ólafur Á Sigurðsson, Kristín Guðjónsdóttir, Ásgeir Halldórsson, Ragnhildur Dóra Elíasdóttir, Arndís Halldórsdóttir, Bergþóra Gná Hannesdóttir, Sigurður Halldórsson, Kristrún Björg Nikulásdóttir, Karítas Alda Ásgeirsdóttir, Björg, Sigurður og Ólafur, Ólafsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.