Morgunblaðið - 20.09.2014, Page 49

Morgunblaðið - 20.09.2014, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON L L L L 16 12 12 AWALK AMONG Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 MAZE RUNNER Sýnd kl. 5 - 8 - 10:20 NOVEMBER MAN Sýnd kl. 10 PARÍS NORÐURSINS Sýnd kl. 5:50 LUCY Sýnd kl. 8 PÓSTURINN PÁLL 3D Sýnd kl. 3:50 PÓSTURINN PÁLL 2D Sýnd kl. 2 - 3:50 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 2 DINO TIME Sýnd kl. 2 ÍSL. TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THENOVEMBER MAN PIERCE BROSNAN LUKE BRACEY Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Í gær ákváðu Skotar að veraáfram undir pilsfaldi Elísabet-ar drottningar fremur en að standa óstuddir í lappirnar. Spurn- ingin „hvað er það að vera Skoti?“ hefur eðlilega leitað á innfædda af beljandi ofsa undanfarin misseri en eitt af helstu náttúruverðmætum Skota, sem mér finnst þeir ekki al- veg vera að kveikja á stundum, er hin ríka tónlistarhefð þeirra. Í þess- um pistli mun ég því beina ljósi að Fife-senunni svokölluðu og kalla til tvo listamenn sérstaklega, þá King Creosote og James Yorkston. Þessir menn eru einstaklega iðnir við kol- ann og gáfu báðir út nýjar plötur á dögunum sem hafa verið lofaðar óspart af lærðum sem leikum. Tón- listinni sem kemur frá Fife hefur meira að segja verið gerð skil í bók, Songs in the key of Fife, en um þá samantekt sá skoski útvarps- og tónlistarblaðamaðurinn Vic Gal- loway. Auk Yorkston og King Creo- sete átti Beta Band rætur þar og þaðan er KT Tunstall einnig. Gal- loway einbeitir sér að þessari yf- irstandandi senu en þess má og geta að Proclaimers-bræður bjuggu þar um hríð, Ian Anderson (Jethro Tull) fæddist í Fife og Big Country og Nazareth eru þaðan, frá Dunferm- line. Kóngurinn King Creosete heitir réttu nafni Kenny Anderson. Auk þess að gefa út eigin tónlist rak hann lengi vel Fence Records sem hafði rík og mótandi áhrif á skoska neðanjarð- artónlist á tíunda áratugnum og fyrsta áratug árþúsundsins. And- erson hefur gefið út um 40 plötur sem King Creosote, ýmist einn eða í samstarfi við aðra. Vegur hans hef- ur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár, Fræknir fél- agar frá Fife Skotar King Creosote og James Yorkston eru skoskir inn að beini. hann á t.d. í samstarfi við hið öfluga Domino-útgáfufyrirtæki um leið og hann gefur ekkert eftir hvað listræn heilindi varðar og hefur t.a.m. mjög ákveðnar skoðanir á útgáfumálum. Margar af hans plötum hafa ein- göngu verið til á heimabrenndum diskum sem aðeins var hægt að nálgast á tónleikum og þá vann hann „plötu“ sem var aðeins flutt á tónleikum, My Nth Bit of Strange in Umpteen Years. Engar hljóðritanir voru gerðar á henni sem sagt en áhorfendur máttu taka upp kysu þeir svo. King Creosote varð ögn sýni- legri er frábær plata hans og raf- tónlistarmannins Jon Hopkins, Dia- mond Mine, var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna árið 2011. Nýjasta verkefni hans er svo platan From Scotland with Love sem var unnin við samnefnda heimild- armynd en sú mynd var gerð í tengslum við samveldisleikana í Glasgow sem fram fóru í sumar. Platan hefur verið lofuð mjög og einkanlega sú áhersla Anderson að varpa ljósi á það Skotland sem túr- istarnir kannast ekki við. Haggis, smjörkex og skotapils eru því víðs fjarri. Þess má geta að bræður And- erson eru einnig tónlistarmenn, Ian Anderson (ekki sá er kenndur er við Tull) kemur fram sem Kip Dylan og Gordon Anderson er betur þekktur sem Lone Pigeon og var meðlimur í Beta Band er sú mæta sveit tók sín fyrstu skref. Söngvaskáldið James Yorkston hóf ferilinn sem bassaleikari í pönkhljómsveit áður en hann einbeitti sér að því að verða söngvaskáld. Hann vakti fyrst athygli hjá John heitnum Peel eins og svo margir, sem mærði prufu- upptöku hans af laginu „Moving up country, roaring the gospel“. Lagið kom út á sjötommu og eitt leiddi af öðru, eftir að hafa hitað upp fyrir goðsagnirnar Bert Jansch og John Martyn hafði Laurence Bell hjá Domino samband við Yorkston og vildi gera við hann plötusamning. Fyrsta plata Yorkston undir því merki kom út 2002 og hefur hann verið á mála hjá Domino síðan. Yorkston hefur unnið með fjöldan- um öllum af þekktum tónlistar- mönnum, t.d. hafa Simon Raymonde (Cocteau Twins), Kiearan Hebden (Four Tet), Rustin Man (Paul Webb úr Talk Talk, samverkamaður Beth Gibbons) allir tekið upp plötur fyrir hann og hann hefur leikið með lista- mönnum á borð við Tindersticks, Beth Orton og Lambchop auk þess að vinna með Martin Carthy og hans fjölskyldu, sem er þjóðlagatónlist- arfjölskylda Bretlands með stóru þ-i. Yorkston hefur til þessa gefið út átta breiðskífur og allar hafa þær fengið góða dóma og gott betur reyndar. Það sama á við um nýjustu plötuna, The Cellardyke Recording and Wassailing Society, en hún var tekin upp af Alexis Taylor (Hot Chip). Það verður að viðurkennast að King Creosote og James Yorkston eru nöfn sem fáir eru með á hrað- bergi, a.m.k. utan Skotlands. Þeir koma dálítið fyrir eins og þöglir ris- ar, láta verkin tala og ekkert óþarfa pjatt eða pjátur í kring. Ég get hins vegar vitnað um það að þó að þeir félagar séu lítt þekktir á Íslandi og jafnvel annars staðar eiga þeir yfrið nóg af hjartaplássi hjá tónelskum Skotum af ákveðinni kynslóð. Hér njóta þeir mikillar virðingar og með því að vera hreinir og beinir Skotar – ekki ósvipað Arab Strap – hafa þeir ómeðvitað ýtt á ákveðna þjóð- arvitund hérna en vitundarvakning gagnvart skoskri tónlist, fremur en breskri, hefur verið í gangi undan- farin fimm ár eða svo, sem meðal annars lýsir sér í tiltölulega nýstofn- uðum, skoskum tónlistarverðlaun- um. Verst að Salmond hafi ekki haft vit á því að veifa þessu af meiri krafti. » Þessir menn erueinstaklega iðnir við kolann og gáfu báðir út nýjar plötur á dögunum sem hafa verið lofaðar óspart af lærðum sem leikum.  King Creosote og James Yorkston koma frá Fife-héraði í Skotlandi  Tvær nýlegar breiðskífur þykja afbragð og „skoskar“ mjög Curver Thoroddsen, myndlistar- og tónlistarmaður, opnar í dag kl. 16 sýninguna Gráskala í Galleríi Þoku, Laugavegi 25, og er sýningin sú síð- asta sem haldin verður í núverandi rými gallerísins. Róf gráskalans er meðal viðfangsefna Curvers á sýn- ingunni, hann sýnir vídeógjörning sem hann vann sérstaklega fyrir sýninguna og tók upp í galleríinu. Á húmorískan, einfaldan og einlægan hátt leikur hann sér með gráskal- ann og andstæða póla hans, svartan og hvítan, nema hann gerir það í lit, segir í tilkynningu. Gjörningurinn var tekinn upp í einni samfelldri og langri töku og felst í endurtekningu á þeirri at- höfn að klæða sig og afklæðast föt- um í ólíkum tónum gráskalans. Grár er hlutlaus málamiðlun milli tvennra öfga og hefur oft og tíðum líflausa, dapra og leiðigjarna merk- ingu, segir Curver í tilkynningu. Grár og drungalegur veruleiki sé síðri en lífið í lit og vitnar Curver í kveðskap Pauls Simon: „Everyt- hing looks worse in black and white“, þ.e. allt lítur verr út í svart- hvítu. „Með það í huga er hægt að velta því fyrir sér hvað litir, eða ó- litir, geta sagt um persónuleika og líðan fólks eða hvaða tilfinningar litir kunna að vekja. Er munur á því að sjá listamanninn klæddan í ákveðnum tónum gráskalans? Verður tilfinningin jákvæðari eða neikvæðari eftir því hvar í rófinu hann er?“ spyr Curver. Sýningin stendur til 19. október. Grátóna Curver klæðir sig í gráa skyrtu. Curver klæðir sig í og úr í Þoku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.