Morgunblaðið - 20.09.2014, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 KEMUR HEILSUNNI Í LAG Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þau Sesselja Traustadóttir, Landspítalinn og Fjármálaeftirlitið hlutu í gær samgöngu- viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir starf sitt í þágu vistvænni samgangna. Þá hlaut Land- spítalinn einnig Hjólaskálina í viðurkenning- arskyni fyrir að hafa eflt hjólreiðar starfsmanna til og frá vinnustaðnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Páli Matthíassyni, forstjóra spítalans, skálina við hátíðlega athöfn í Iðnó þar sem ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“ var ný- lokið. Að afhendingu lokinni stigu þeir Dagur og Páll á bak og hjóluðu frá Iðnó hringinn í kring- um Reykjavíkurtjörn og enduðu hjólatúrinn glaðir í bragði við Ráðhúsið í Reykjavík. sgs@mbl.is Heiðruð fyrir vistvænar samgöngur Morgunblaðið/Ómar Hjólað í kringum Reykjavíkurtjörn í tilefni samgönguvikunnar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta mun örugglega koma mis- munandi niður. Erfiðara verður fyrir þá framleiðendur sem eru með full- nýtta aðstöðu og háa nyt að bregðast við. Ég held þó að nokkurt svigrúm sé fyrir aðra að nýta tækifæri og bæta við sig,“ segir Sigurður Lofts- son, formaður Landssambands kúa- bænda, um tillögu Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði um að hækka greiðslumark í mjólk um 15 milljónir lítra, þannig að það verði 140 millj- ónir lítra á næsta ári. Sigurður segir að tillagan sé við- bragð við þeirri markaðsþróun sem verið hafi síðasta eitt og hálft ár. „Það er ekkert lát á vexti í sölu. Til- lagan er í samræmi við þá þróun og einnig þarf að styrkja birgðastöðu í mjólkurvörum. Þetta mikil hækkun kvótans á sér engin fordæmi og verður kvótinn miklu hærri en hann hefur verið frá því framleiðslustýring var tekin upp fyrir meira en þremur áratugum. Ekki eru tvö ár liðin frá því kvótinn var 116 milljónir lítra. Prótein umfram markað Söluyfirlit fyrir ágúst sýnir að sal- an er komin í 126 milljónir lítra á fitugrunni sem þýðir að það þarf að framleiða 126 milljónir lítra af mjólk til að fullnægja þörfum markaðarins fyrir fituríkar afurðir. Sigurður telur að salan eigi enn eftir að aukast þeg- ar nær dregur áramótum. Sala á próteingrunni er heldur minni, svar- ar til 119-120 þúsund lítra mjólkur. Verið er að vinna að því að koma henni í gott verð með skyrútflutn- ingi. Annars verður umframfram- leiðslan flutt út sem undanrennuduft á heimsmarkaðsverði. Heildarstuðningur við mjólkur- framleiðsluna er óbreyttur þótt kvótinn aukist. Stuðningurinn á hvern framleiddan lítra minnkar því. Í tillögum SAM er lagt til að bændur þurfi að framleiða allan kvótann til þess að fá fullar beingreiðslur en það hlutfall er 95% í ár. Sigurður segir þetta gert til að auka eins og mögu- legt er þá hvata sem kerfið gerir ráð fyrir til að auka framleiðsluna. Bend- ir hann á að stuðningurinn eigi að fara til að framleiða þá mjólk sem markaðurinn þarf en ekki til að framleiða ekki. Áhrifin geta orðið þau að þeir bændur sem ekki hafa aðstöðu til að auka framleiðsluna tapa styrkjum sem þá verður í stað- inn dreift til þeirra sem framleiða fullan kvóta. Enn aukning í mjólkursölu  Lagt til að mjólkurkvótinn verði aukinn um 15 milljónir lítra og verði 140 milljónir lítra á næsta ári  Kvótinn hefur aldrei verið meiri frá því að framleiðslustýring var tekin upp fyrir þremur áratugum Stuðningurinn á að fara til að framleiða þá mjólk sem mark- aðurinn þarf Sigurður Loftsson Morgunblaðið/Eggert Í fjósi Áfram þurfa kúabændur að fjölga kúm og auka nytina. Varðskipið Þór mun gera aðra til- raun í dag til að draga flutninga- skipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði. Olíuskip er á staðn- um og átti að létta flutningaskipið í nótt svo auðveldara yrði að ná því á flot. Landhelgisgæslan ákvað seint í fyrrakvöld að beita íhlutunarrétti sem hún hefur samkvæmt lögum um verndun hafs og strandar og taka björgun skipsins í sínar hend- ur. Auðunn F. Kristinsson, verk- efnastjóri á aðgerðarsviði Gæslunn- ar, segir að ákvörðunin grundvallist á því að Landhelgisgæslunni beri að koma í veg fyrir mengun. Útgerðin hafi ekki haft raunhæfar áætlanir um að draga skipið á flot og til öruggrar hafnar. Varðskipið Þór reyndi að draga Green Freezer af strandstað í gær- morgun en skipið sat það fast að hluti dráttartaugarinnar slitnaði. Auðunn segir að reynt verði aftur þegar skipið hafi verið létt og drátt- arbúnaðurinn endurbættur. Áform- að er að draga skipið til hafnar á Fáskrúðsfirði. helgi@mbl.is Þór reynir aftur í dag Morgunblaðið/Albert Kemp Dráttur Varðskipið Þór tekur á því á strandstað Green Freezer í gær.  Landhelgisgæslan tók björgun Green Freezer yfir Jökulvatn fossar inn í Þórisvatn sem er uppistöðulón fyrir margar stór- virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæð- inu. Yfirborð vatnsins er komið í 576,5 metra hæð og nálgast hratt meðaltalið sem er 577 m. Á sama tíma í fyrra stóð lónið í 574 metrum. Í byrjun september taldi Lands- virkjun ekki líkur á að Þórisvatn myndi fyllast en yfirfall þess er við 579,5 metra hæð. Síðan hefur mikið runnið í vatnið. Þórisvatn er stærsta stöðuvatn landsins. Það er uppistöðulón fyrir Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og Búðarhálsstöð. Forði Þóris- vatns nálg- ast meðaltal Morgunblaðið/Ómar Búrfellsstöð Rigningarnar hafa góð áhrif á rekstur virkjana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.