Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 21. september: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Svipmyndir eins augnabliks.
Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar í Myndasal
Natríum sól á Veggnum, Torfhús og tíska á Torgi
Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Skemmtilegir ratleikir
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
Leikfléttur, Kristín Rúnarsdóttir
4. september – 26. október
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Hönnun - Net á þurru landi
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Rás
Daníel Þ. Magnússon,
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir,
Ívar Brynjólfsson
Ívar Valgarðsson,
Sólveig Aðalsteinsdóttir
Þóra Sigurðardóttir
Listamannsspjall
sunnudag 21. september kl. 15
Sólveig Aðalsteinsdóttir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014
Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014
LEIÐSÖGN Á ENSKU fimmtudaga kl. 12-12:40
>>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17.
Roberta Smith, einn helsti listrýn-
inir The New York Times, fer afar
lofsamlegum orðum um nýopnaða
sýningu Ragnars Kjartanssonar í
galleríi hans, LuhringAugustine, í
New York. Sýningin kallast „A Lot
of Sorrow“ og er myndbandsverk
sem sýnir hina þekktu hljómsveit
The Nationals leika eitt þekktasta
lag sitt, „Sorrow“, aftur og aftur í
sex klukkustundir. Gjörningurinn
átti sér stað í tjaldi við PS1 safnið,
útibú MoMA, í fyrra.
Gagnrýnandinn segir verkið vera
mínimalískt að uppbyggingu en
jafnframt gríðarlega umfangs-
mikið. Hún segir Ragnar halda
áfram að vinna með úthaldsgjörn-
inga sem byggjast á tónlist og eins
og fyrr takist honum að gera þá að
einstaklega ánægjulegri upplifun.
Verk Ragnars mínimal-
ískt en umfangsmikið
Morgunblaðið/Einar Falur
Ragnar Í verkinu í New York vinn-
ur hann með The Nationals.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Annað árið í röð kynnir Gallerí Fold
fjóra af þeim listamönnum sem gall-
eríið vinnur hvað mest með á lista-
kaupstefnunni
Art Copenhagen
sem fram fer í
Forum í Kaup-
mannahöfn nú
um helgina.
Listamennirnir
sem sýna að
þessu sinni á sýn-
ingarsvæði Gall-
erís Foldar eru
Hallur Karl Hin-
riksson, Haraldur
Bilson, Hrafnhildur Inga Sigurð-
ardóttir og Nikhil Nathan Kirsh. Þá
kynnir galleríð fleiri listamenn sem
starfsfólk þess vinnur með.
Nær sextíu gallerí víða að úr Evr-
ópu taka nú þátt í Art Copenhagen
en gestir á kaupstefnuna hafa verið
rúmlega tíu þúsund ár hvert.
„Við höfum lengi verið að íhuga að
færa listina út fyrir landsteinana og
gera meira fyrir þá listamenn sem
við erum að starfa fyrir,“ segir Jó-
hann Ágúst Hansen, listmunasali
hjá Galleríi Fold, en hann stýrir
þátttöku gallerísins í kaupstefnunni.
„Eftir hrunið 2008 fundu margir
listamenn fyrir því að fólk keypti
ekki listaverk á Íslandi, nema
kannski verk gömlu meistaranna.
Við höfum leitað leiða til að stækka
hóp viðskiptavina okkar, annars veg-
ar með því að efla netsöluna hjá okk-
ur, sem er orðin umfangsmikil, og
síðan að fara á listamessur og kynna
listamennina fyrir almennum gest-
um og öðrum galleríum,“ segir Jó-
hann.
Ríkuleg hefð er fyrir samsýn-
ingum listamanna og listkaup-
stefnum í Danmörku. Jóhann segir
þetta vera nítjánda árið sem Art Co-
penhagen er haldin.
„Þetta byrjaði sem messa fyrir
dönsku galleríin, þá fóru fleiri nor-
ræn gallerí að taka þátt, og i8 gall-
eríið var það fyrsta íslenska sem
sýndi hér. Þá breyttist þetta aftur
og er orðin alþjóðleg listmessa.“
Talsvert selt til útlanda
„Í fyrra var verulegur straumur
gesta á básinn hjá okkur en þá komu
um tíu þúsund gestir. Ég tel íslenska
listamenn eiga erindi hér, enda er
rík hefð fyrir íslenskri list í Dan-
mörku,“ segir Jóhann.
Þrír listamenn voru einnig kynnt-
ir í fyrra en nú bætist Kirsh í hópinn
en hann er breskur listamaður bú-
settur á Íslandi.
„Við byrjuðum í fyrra með þeim
listamönnum sem við vinnum hvað
mest með en við höfum til að mynda
unnið með Harry Bilson í um átján
ár. Við reynum að velja verk þeirra
sem selja hvað best, og þá listamenn
sem sýna reglulega með okkur.
Við getum ekki tekið verk allra
listamanna sem við vinnum með, og
það er erfitt, en við teljum að verk
þessara listamanna eigi gott erindi
hér út. Þeir eru ekki síðri er almennt
gerist í galleríunum hér.
Við erum með ágætlega stórt sýn-
ingarsvæði og reynum að hólfa það
niður þannig að verkin njóti sín sem
best. Kirsh er breskur en erlendir
kaupendur hafa keypt flest þeirra
verka hans sem við höfum selt. Okk-
ur fannst að þar sem hann hefur
hlotið svo góðan hljómgrunn meðal
kaupenda víða að væri líklegt að
verkunum væri líka vel tekið hér.
Í fyrra kynntum við líka verk
Hrafnhildar Ingu og líklega var
mest spurt um þau hjá okkur í fyrra,
og verk seld; Danir hrifust af þessu
ógnarveðri í verkunum hennar.“
Það er dýrt að taka þátt í list-
kaupstefnu sem þessari en Jóhann
segir nokkur verk hafa selst í fyrra
og þátttakan því staðið undir sér.
Hann segir þau vera bjartsýn á að
ekki gangi verr í þetta skipti og
þetta sé ánægjuleg viðbót við starf-
semina. „Við höfum kynnt gömlu
meistarana og uppboðin okkar er-
lendis og við seljum töluvert til út-
landa; allt upp undir þriðjungur
verka á uppboðum hefur farið út fyr-
ir landsteinana,“ segir Jóhann. „Nú
er rökrétt skref fyrir okkur að fara
þessa leið. Ísland er lítið og á marga
góða listamenn.“
Fólk er áhugasamt
Hrafnhildur Inga segir afar
ánægjulegt að galleríið ráðist í þessa
kynningu á listamönnunum erlendis.
„Ég var líka með í fyrra og það var
virkilega gaman. Það gengur mikið á
í Forum og er margt að sjá. Það var
stappað af fólki alla daga, alltaf troð-
fullt,“ segir hún og staðfestir að tals-
vert var þá spurt um dramatísk verk
hennar.
„Heima eru það aðallega karlar
sem spyrja út í verkin en það snerist
við í Danmörku, hér vildu harðfull-
orðnar konur rekja úr mér garn-
irnar,“ segir hún og hlær. „Fólk er
áhugasamt og hikar ekkert við að
spyrja galleristana og listamenn
spjörunum úr, og kaupa.
Þetta hefur verið mjög áhugavert
og skemmtilegt.“
„Það er heiður að vera valinn til að
taka þátt í kaupstefnunni með gall-
eríinu,“ bætir Hallur Karl við. „Gríð-
arlegur fjöldi fólks kemur á þessa
messu og þetta er stórkostlegt tæki-
færi til að stækka markaðinn og fara
út fyrir landsteinana með verk.
Við erum á mjög góðum stað
núna, mjög sýnileg og með mjög
góðan bás,“ segir hann að lokum.
Jóhann Ágúst
Hansen
Veður Eitt verka Hrafnhildar Ingu
Sigurðardóttur sem vekja athygli.
Málverk Nikhil Nathan Kirsh sýnir
líka stóran skúlptúr í Forum.
Hafur Hallur Karl sýnir þetta verk
en var með abstraktverk í fyrra.
Gleðileikur Eitt verka Harrys Bil-
son sem Gallerí Fold sýnir.
Fjölbreytileg Verk eftir Hrafnhildi Ingu, Hall Karl og Nikhil Nathan Kirsh á sýningarsvæðinu á Art Copenhagen.
„Tel íslenska lista-
menn eiga erindi hér“
Gallerí Fold tekur þátt í Art Copenhagen um helgina