Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
Þrjátíu pör í butler
hjá Bridsfélagi Reykjavíkur
Vetrarstarf BR hófst með fjög-
urra kvölda butler tvímenningi.
30 pör mættu til leiks.
Staðan eftir fyrsta kvöld.
Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 75
Ólafur Þór Jóhannss. - Pétur Sigurðss. 42
Kristján Blöndal - Hjördís Sigurjónsd. 41
Vetrarstarf að hefjast hjá
Bridsfélagi Akureyrar
Startmótið hefst 23. sept. en það
er er tveggja kvölda tvímenningur.
Það verður án efa byrjað með lát-
um eins og sumarbrids endaði.
Pétur og Guðlaugur lang-
efstir í Hannesarmótinu í
Gullsmára
Spilað var á 11 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 18. septem-
ber Úrslit í N/S:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 230
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 202
Sturlaugur Eyjólfss. - Jón Jóhannsson 192
Lúðvík Ólafsson - Ragnar Jónsson 171
A/V
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 215
Björn Árnason - Auðunn R. Guðmss. 198
Anna Hauksd. - Hulda Jónasardóttir 181
Rut Árnadóttir - Ása Jónsdóttir 178
Og eftir 3 umferðir í Hannesar-
mótinu (af 4) er staða efstu para:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 647
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 597
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 590
Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 544
Haukur Harðarson - Ágúst Helgason 536
13 borð hjá eldri borgurum
í Reykjavík
Fimmtudaginn 18. september var spil-
aður tvímenningur á 13 borðum hjá brids-
deild Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S:
Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd.
352
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 348
Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsd. 343
A/V:
Axel Lárusson – Bergur Ingimundars. 390
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 373
Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 367
Spilað er í Síðumúla 37.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Ég þarf að ferðast með al-
menningssamgöngum um
fimm kílómetra leið til og
frá vinnu á hverjum degi.
Það bregst ekki að á þessari
leið, ýmist í strætisvagn-
inum, á Hlemmi eða ein-
hvers staðar á götum borg-
arinnar rekst ég á karl sem
hirðir hreint ekki nógu vel
um útlitið. Ég hef séð órak-
aða karla, karla sem hafa
ekki hirt um að þvo sér,
karla sem fara of sjaldan í
klippingu, karla sem pressa
ekki fötin sín og jafnvel
karla sem pússa ekki skóna
sína. Ég velti fyrir mér
hversu lengi við konur eig-
um að láta þetta yfir okkur
ganga á almannafæri. Eig-
um við ekki rétt á að geta
horft í kringum okkur án
þess að þurfa að baða augun
í blásýru á eftir? Er ekki
komið nóg? Hvar er skjald-
borgin?
Hidd.
Á leið til og frá vinnu
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
AFP
Snyrtilegur Skemmtilegra væri um að litast ef
allir karlar væru vel til fara á almannafæri.
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
kl. 13:00Upplestur
20%
afsláttur
Við aðstoðum þig við að velja spilið
og pökkum því inn fyrir þig.
Gefðu spil
í afmælisgjöf
Sendum
um allt land
spilavinir.is
Garðar Hólm
Sölufulltrúi
899 8811
Sigurður
Fasteignasali
898 6106
Fasteignasalan Torg kynnir: Gullfallega íbúð á efstu hæð!! Sérlega glæsi-
leg, björt og vönduð 126,3 fm íbúð á efstu hæð og á enda í góðu fjölbýlishúsi
með lyftu, ásamt stæði í bílageymslu, á frábærum stað í Norðlingaholti í
Reykjavík. 3ja metra lofthæð er í íbúðinni og stórir gluggar. Mikið er lagt í
lýsingu sem er frá Lumex og fylgir öll með. Granít er á eldhúsinnréttingu og
sólbekkjum í því rými. Stórar svalir með útgengi frá stofu og baðherbergi þar
sem gert er ráð fyrir heitum potti. Eignin er hin vandaðasta í alla staði.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
Upplýsingar veitir Garðar Hólm í gsm: 899 8811
Herbergi: 3 | Stærð: 126,3 m2
Sandavað 11 110 Reykjavík
OPIÐ HÚS 21. sept. kl. 17:00-17:30
Verð: 37.900.000
Í2. umferð Evrópumóts tafl-félaga í Bilbao á Spáni þarsem skákfélagið Huginnsendir býsna sterka sveit til
leiks gerðist það sem lettneski stór-
meistarinn Alexei Shirov gat aðeins
hafa séð fyrir í sínum verstu mar-
tröðum – hann tapaði fyrir íslensk-
um skákmanni í annað sinn á stutt-
um tíma. Haustið 2011 tókst
Hjörvari Steini Grétarssyni að
leggja kappann á 2. borði í við-
ureign Íslands og Spánar á Evr-
ópumóti landsliða í Porto Carras í
Grikklandi. Einar Hjalti Jensson
sem teflir á 4. borði fyrir Hugin er
ekki neins hátt skrifaður og Hjörv-
ar á sínum tíma en hefur engu að
síður náð góðum árangri við skák-
borðið undanfarin ár. Hann er
sterkur fræðilega og hefur getið
sér gott orð fyrir að aðstoða menn
við krefjandi verkefni. Þröstur Þór-
hallsson sem teflir á 3. borði fyrir
Hugin þakkaði Einari alveg sér-
staklega fyrir hjálpina við Íslands-
mótið 2012.
Og Shirov er enginn aukvisi á
skáksviðinu þó að hann tefli á 4.
borði fyrir rússnesku sveitina Mala-
khite sem hefur innan sinna raða
kappa á borð við Grischuk, Karjak-
in og Leko. Shirov sá aldrei til sól-
ar í viðureigninni sem hér fylgir.
Hann hefur kannski reiknað með
að Einar Hjalti yrði auðveld bráð,
hirti ekki um varnir sínar á drottn-
ingarvæng, en eftir að Einar náði
frumkvæðinu sleppti hann aldrei
takinu og vann sannfærandi sigur:
EM 2014; 2. umferð:
Einar Hjalti Jensson – Alexei
Shirov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+
Afbrigði sem kennt er við Ros-
solimo. Einar Hjalti hefur ekki hug
á að þræða refilstigu opnu Sikileyj-
arvarnarinnar með 3. d4.
3. … Rc6 4. Rc3
Annar sjaldséður leikur, 4. O-O
eða 4. c3 er mun algengari.
4. … e5 5. d3 Rf6 6. h3 Be7 7.
O-O O-O 8. Bc4 Be6 9. Bg5 Rd7
10. Bxe7 Dxe7 11. Rd5 Bxd5 12.
Bxd5 Rb6 13. c3 Rxd5 14. exd5
Rb8 15. Db3 b6
Þessi leikur er ekki slæmur einn
sér en sennilega hefur Shirov óskað
sér þess síðar að geta tekið hann
aftur. Veikleikinn sem myndast á
c6-reitnum á eftir að reynast af-
drifaríkur. Hann gat leikið 15. …
Rd7 en verður þá sennilega að
sætta sig við jafntefli með þráleik:
16. Dxb7 Hab8 17. Dxa7 Ha8 18.
Db7 Hfb8 19. Dc6 Hc8 20. Db7
Hcb8 o.s.frv.
16. Hae1 Rd7 17. Rd2 f5 18. f4
Df6?
Svartur virðist ekki hafa miklar
áhyggjur af áðurnefndum veikleika
á c6 ella hefði hann leikið Hac8 og
haft hrókinn á c7.
19. Da4 Hf7 20. Rc4!
Skyndilega er svarta staðan allt
að því óverjandi vegna hótunar-
innar 21. Dc6.
20. … Hd8 21. Dc6 exf4
Shirov hefur áreiðanlega vonast
eftir 22 Rxd6?? sem hægt er að
svara með 22. … Rb8! t.d. 23.
He8+ Hf8 24. Hxf8+ Kxf8 og vinn-
ur mann. En Einar finnur öflugan
leik.
22. He6! Dg5 23. Rxd6 Hff8 24.
Rc4
Víkur fyrir d-peðinu. Einar gefur
engin færi á sér.
24. … Dg3 25. Hf3 Dh4 26. d6
Rf6 27. He7 Hc8 28. Db7 Hb8 29.
Dxa7 b5 30. Re5 Ha8 31. Db7
Hxa2 32. Hxg7+
Það er ekki fyrr en nú sem hvít-
ur hirðir g7-peðið. Takið eftir að
hrókurinn á g7 valdar g2- peðið og
þ.a.l. kóngsstöðuna.
32. … Kh8 33. Hf1 Dh5 34. De7
Haa8 35. Hf7 Hxf7 36. Rxf7+ Kg8
37. Dxf6 Dxf7 38. Dg5+ Dg6 39.
De7 He8 40. Dc7 He2
Svartur virðist vera að fá eitt-
hvert mótspil en Einar er fljótur að
bægja hættunni frá.
41. Dc8+ Kg7 42. Db7+ Kh6 43.
Df3! Hd2 44. d7 Dg5 45. Dd5 f3 46.
Dxf3 b4 47. h4!
- Góður lokahnykkur. Ef nú 47.
… Dxh4 þá kemur 48. De3+
o.s.frv.
Shirov orðinn
leiður á landanum
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is