Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Þetta er stórt og ögrandi verkefni og afskaplega mikið af nýjum og flókn- um ESB reglum sem við þurfum að greina og útfæra,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins (FME). Um 80 ESB-gerðir, það er reglugerðir og tilskipanir, verða teknar upp í EES-samninginn mjög bráðlega. Unnur hélt erindi á reikningsskila- degi Félags löggiltra endurskoðenda í gær og vakti þar máls á „flóðbylgju Evróputilskipana og reglugerða“. Í yfirliti frá EFTA frá 16. september kemur fram að í viðauka við EES- samninginn sem fjallar um fjármála- þjónustu séu 80 reglugerðir og til- skipanir sem er búið að samþykkja hjá EFTA, en er ekki búið að taka upp í EES-samninginn. Þar af eru 70 reglugerðir og tilskipanir þar sem innleiðingartíminn er liðinn innan Evrópusambandsins. Þetta hefur í för með sér að þegar þær verða tekn- ar upp í EES-samninginn fær Ísland engan aðlögunartíma til að innleiða þær. Stjórnskipunarleg álitamál Búist er við að þessar gerðir verði teknar mjög bráðlega upp í EES- samninginn en fyrst þarf að leysa ýmis álitamál um leyfilegt framsal valds til alþjóðastofnana. „Það þarf að leysa hvernig það yfirþjóðlega vald sem hefur verið fal- ið Evrópustofnunum samræmist okkar stjórnarskrá, þar sem íslenska stjórnarskráin heimilar ekki framsal valds til alþjóðastofnana,“ segir Unn- ur. „Vonandi finnst lausn á þessu máli. Þegar hún finnst verða þessar 80 gerðir teknar mjög hratt upp í samninginn.“ Viðræður á milli fjármála- og efna- hagsráðuneytisins og framkvæmda- stjórnar ESB um lausn á þessu máli standa nú yfir, að sögn Unnar. Ráðu- neytið hefur hafið vinnu við að semja lagafrumvörp til innleiðingar á nokkrum gerðum, þó svo að þær hafi ekki verið teknar upp í EES-samn- inginn ennþá. Ekki fékkst staðfest frá ráðuneytinu hvaða gerðir þetta eru við vinnslu fréttarinnar. Íþyngjandi en margt jákvætt Unnur segir gerðirnar munu hafa mikil áhrif á FME og eftirlitsskyld fyrirtæki. „Ég á von á því að þetta verði mjög sterkur þáttur í okkar starfi á næstu misserum,“ segir hún. „Það er mikil greiningarvinna fram- undan. Þar sem þetta er mjög íþyngj- andi regluverk fyrir fyrirtæki, þurf- um við að reyna að finna út hvort við getum gert léttari kröfur vegna smæðarinnar. Við þurfum að fara yfir allar reglurnar og bera þær saman við íslensk lög.“ Hún bendir á að sum ákvæði í gerðunum séu valkvæð. Þetta þýði að Ísland hafi ákveðið svigrúm við inn- leiðingu þeirra. „Við hjá FME mun- um leitast við að takmarka áhrifin eins og hægt er.“ Unnur telur þó þessar nýju gerðir munu einnig hafa jákvæð áhrif á eft- irlitsskyld fyrirtæki. „Einsleit löggjöf miðað við Evrópu býður upp á við- skiptatæki fyrir íslensku fyrirtækin sem þau færu annars á mis við. Þetta er fyrirhöfn en veitir ákveðið réttar- öryggi og gagnsæi. Ég hef ekki heyrt annað frá fyrirtækjum en að þau telji það hagsmunamál að hafa einsleita löggjöf við Evrópusambandið.“ Von á 80 gerðum frá ESB vegna fjármálaþjónustu  Enginn innleiðingartími verður í tilviki 70 tilskipana og reglugerða ESB-gerðir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, ræddi meðal annars um nýjar gerðir á sviði fjármálaþjónustu á fundi Félags endurskoðenda. Morgunblaðið/Styrmir Kári STUTTAR FRÉTTIR ● Hagstofan hefur birt tölur um afla- verðmæti ís- lenskra skipa í júní og þar kemur fram að verðmætið var 11,7% meira en í júní 2013. Aukin veiði var í botnfiski og verðmæti upp- sjávarafla jókst verulega frá fyrra ári. Heildarverðmæti skelfisksafla var minna en í júní í fyrra, en þar vegur minni rækjuafli mest. Aflaverðmæti ís- lenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá júlí 2013 til júní 2014 dróst saman um 10,7% miðað við sama tímabil ári áður. Landanir sjávarafla til bræðslu erlendis voru ekki á tímabilinu. brynja@mbl.is Verðmæti jókst í júní Afli Verðmæti í júní jókst milli ára.                                      !" #!$# !  $ #$$$ ! $% %"# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #$ %"# !$ #! ! $  $ #$!$ !%# $"$ %$ %% % !! #!  %  $ #$"# !" $ % #!!"! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Mælt er með sölu á bréfum Sjóvár í nýju virðismati IFS Greiningar, en félagið var skráð á aðallista Kaup- hallarinnar fyrr á þessu ári. IFS metur virði félagsins um 18,2 millj- arða króna og er matsgengi 11,4 krónur á hlut, en gengi félagsins var 12,1 króna á hlut í lok dags í gær. Í virðismati IFS kemur fram að Sjóvá hafi lagt áherslu á vöxt ið- gjalda sem leiði til aukins markaðs- kostnaðar. Hafi iðgjöld Sjóvár vaxið á meðan þau hafi dregist saman hjá TM og VÍS. Hins vegar hafi kostn- aður tryggingarekstrar hjá Sjóvá hækkað umtalsvert á sama tíma. IFS gerir ráð fyrir að samsett hlutfall verði 95% hjá Sjóvá á þessu ári. Hlutfall undir 100% þýðir að hagnaður sé af tryggingastarfsemi. IFS gerir ráð fyrir að með batnandi efnahagsástandi muni tjónakostnað- ur aukast og samsett hlutfall hækka upp fyrir 100%. Afkoma fjárfesting- arstarfseminnar muni þá skipta höf- uðmáli í mati á virði félagsins. Telja Sjóvá of hátt verðlagða  IFS telur fjárfestingarhluta ráða virði ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT ERU 30MÍNUTUR! Sérhönnuð tæki fyrir konur á öllum aldri Æfingin tekur aðeins 30 mín Þú getur mætt hvenær sem er á opnunartíma Á stöðinni er notalegur andi og þar er persónulega þjónustu, ekki skemmir að hér eru frábærir æfingafélagar. Þjálfarar Curves taka vel á móti þér Finndu okkur á facebook – Curves Ísland Pantaðu frían prufutíma hjá þjálfara í síma 566 6161 ® HEILSURÆKT FYRIR KONUR Þarabakka 3 | Mjóddin | 109 Reykjavík | sími 566 6161 | www.cfk.is OPNUNARTÍMI Mán-fim 06:00-19:00 Föst 06:00-18:30 Laug 08:00-13:00 Kl ipp tu út au glý sin gu na og þú fæ rð 3 da ga pr uf u. SJÁVARJÖRÐVIÐ STEINGRÍMSFJÖRÐ Í STRANDABYGGÐTIL SÖLU Hrófberg séð af fjallsbrún og norður yfir Steingrímsfjörð Hrófberg séð frá þjóðvegi Jörðin heitir Hrófberg og er innst við Steingrímsfjörð, að sunnanverðu um 10 km. frá Hólmavík. Jörðin er í fögru umhverfi við sjó og á veiðihlunnindi í Staðará með laxveiði og Hrófbergsvatni með bleikju. Úr Hrófbergsvatni rennur Grjótá sem talinn er með betri virkjunarkostum á Vestfjörðum. Einnig er rjúpnaland gott. Samkvæmt fasteignamati er íbúðar- húsið 246 m2 og ræktað land 15,4 hektarar. Heildarstærð lands er talið amk. 1000 hektarar. Þá hentar jörðin vel til útivistar og þar er gott berjaland. Áhugasamir hafi samband við Hrein Halldórsson á netfangið fax6@simnet.is og eða í síma 866-5582, sem gefur nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.