Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Mr. BerrassiMinning úr barnaskóla: Steypireyður er kvenkynsorðog beygist í eintölu eins og brúður. Og svo eru það stíl-hugtökin uppskafning og ruglandi sem Þórbergur Þórð- arson beitti í gagnrýni sinni: kvenkynsorð. Sama á við um hrynjand- ina. Og nú langar mig að taka ofan fyrir tveimur þýðendum hjá bóka- forlaginu Bjarti. Þórdís Gísladóttir þýddi bókina Í leyfisleysi eftir Lenu Andersson; og Ingunn Snædal þýddi Beðið fyrir brottnumdum eftir Jennifer Clement. Í fyrrnefndu sögunni er afar athyglisverð umfjöllun um merkingu orðanna. Aðalpersónan er hámenntuð í heimspeki, auk þess ljóðskáld og greinahöfundur (hafði gefið út átta bækur), og hluti af starfi hennar var að meta „sennileika og heild- armerkingu orða“. Svo varð hún ástfangin af manni sem virtist hikandi í ást sinni til hennar. Hann sagði við hana í síma þar sem hún var í París en hann heima í Stokkhólmi: „Verðum í sambandi þegar þú kemur heim.“ Af því að konan var ástfangin lagði hún bókstaflega merk- ingu í orðin (taldi að hann vildi hitta hana strax og hún kæmi) en leit framhjá „sennileika og heildarmerkingu“. Svona er ástin: hún blindar jafnvel þá sprenglærðu. Í sömu bók er myndhverfing á bls. 160: „Það hafði rignt nýlega. Malbikið var dökkur spegill sem þau sáu sig sjálf og hvert annað í.“ (Til öryggis: þau voru þrjú! Annars hefði staðið „hvort annað“: Þær voru tvær að berjast um karlinn.) „Flestir höfðu aldrei heyrt á hana minnst,“ stendur á fyrstu síð- unni. Einhverjir hefðu hugsanlega lagt til: „Fæstir höfðu heyrt á hana minnst,“ og jafnvel stutt mál sitt með orðum skáldsins: „Þegar mest hann þurfi við/þá voru flestir hvergi“. En það er munur á þessu tvennu. Í fyrra dæminu er meiri kaldhæðni. Hámenntaða sænska skáldkonan verður enn aumkunarverðari fyrir bragðið. (Inn- an sviga: Ég held að karlinn í sögunni hafi óttast þessa konu af því að hún var klárari en hann. En það má líka halda því fram að allur lærdómurinn hafi verið farinn að trufla eðlileg rómantísk samskipti.) Nöturleg er sagan sem Ingunn Snædal þýddi af konunum í Mexíkó. Þar er þessi myndhverfing í máli Sofíu ömmu (bls. 63): „Týnd kona er bara enn eitt laufið sem hverfur ofan í ræsið í rign- ingu.“ Og svo þessi viðlíking í máli móðurinnar strax á eftir: „Öllum er sama um Ruth. Henni var bara stolið, eins og bíl.“ Við Þórdísi og Ingunni segi ég í hrifningu: Þýðið meira. Þið kunn- ið þetta. En nú að öðru: Konan mín kallaði mig Mr. Berrassi (með áherslu á næstsíðasta atkvæði): Ég hafði verið allan daginn við berjatínslu með rassinn upp í loftið (nokkuð stirður daginn eftir, ég viðurkenni það). Ein ráðlegging að lokum: Styttum mál okkar. Oft hef ég orðið vitni að stórbættum texta sem hafði talist fullbúinn til prentunar en þarfnaðist styttingar til að komast inn í þann stærðarramma sem ritstjórn hafði sett. Mr. Berrassi Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Einn merkasti maður okkar samtíma er án efaFranz páfi í Róm. Hann er valinn af fáum en er íbetri tengslum við tíðarandann en flestir þeirra,sem kjörnir eru til forystu af fjöldanum. Páfinn hafði orð um það á dögunum að þriðja heimsstyrjöldin stæði yfir, þótt með brotakenndum hætti væri. Það er mikið til í þessari skoðun páfa. Við á Vestur- löndum höfum tilhneigingu til að líta svo á að stríð geti ekki kallast heimsstyrjöld nema það nái með beinum hætti til okkar heimshluta. En staðreynd er að stríð hefur staðið yfir áratugum saman með hléum í Miðausturlöndum og Mið- Asíu með beinni og óbeinni þátttöku Vesturlandaþjóða og stundum Rússa. Þetta stríð hefur svo stundum náð til Vest- urlanda, eins og árásin á turnana tvo í New York sýndi. Af- leiðingar stríðsátaka birtast í Evrópu í vaxandi straumi flóttafólks, sem leitar friðar og betra lífs en leiðir aug- ljóslega til úlfúðar og kannski andstöðu þeirra sem þar eru fyrir. Vesturlönd geta ekki þvegið hendur sínar af stríðsátökum í Mið- austurlöndum og Asíu. Að sumu leyti liggja rætur þeirra í afskiptum sérstaklega Breta og Frakka af þessum löndum á sínum tíma og á síðari áratugum hafa Bandaríkjamenn komið til sögunnar. Þótt markmið þeirra hafi verið að stilla til friðar hefur af- leiðingin af afskiptum þeirra oftar en ekki leitt til aukinna átaka. Þess vegna vinnur Obama Bandaríkjaforseti nú mark- visst að því að kalla bandaríska heri heim, sem sumir telja í samræmi við óskir almennings vestan hafs en aðrir líta á sem aumingjaskap hjá forsetanum. Fyrir nokkrum dögum kynnti Anders Fogh Rasmussen, fráfarandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, til sögunnar nýtt hættumat bandalagsins. Kjarni þess er sá að aðildarríkin standi frammi fyrir hættu úr tveimur áttum. Annars vegar frá Rússlandi. Hins vegar frá Ríki íslams. Þetta er grundvallarbreyting á hættumati á innan við áratug. Þegar bandaríska varnarliðið hvarf frá Íslandi 2006 lýstu bandarískir ráðamenn þeirri skoðun að hvorki Íslandi né Bandaríkjunum stæði nokkur ógn af Rússum, en þá var jafnvel til umræðu að Rússar gerðust aðilar að Atlantshafs- bandalaginu. Nú er öldin önnur. Nú er ljóst að Rússar herbúast á ný og leggja ekki sízt áherzlu á að byggja upp herstyrk sinn á norðurslóðum m.a. með enduropnun herstöðva á eyjum í Norður-Íshafi. Þeir halda uppi stöðugum þrýstingi á Úkra- ínu, hafa þegar lagt undir sig Krímskaga, sem áður tilheyrði Úkraínu og hafa uppi tilburði til að láta finna fyrir sér á landamærum Eystrasaltsríkjanna. Nýjustu fréttir af þeim vígstöðvum eru þær að Pútín, Rússlandsforseti, hafi sagt í samtali við Poroshenko, forseta Úkraínu, að hann gæti með hersveitum sínum lagt undir sig Kiev, Riga, Vilnius og Tallinn, Varsjá og Búkarest á tveim- ur dögum. Ráðamenn á Vesturlöndum líta svo á, að Ríki íslams ógni þeim löndum. Ekki sízt á þann veg að múslimar, sem hafi flutt til þessara landa, þar á meðal Norðurlanda og Bret- landseyja, en farið aftur til sinna heimaslóða til þess að taka þátt í stríði, snúi svo til baka á ný og grípi til vopnaðra að- gerða, hvort sem er í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eða öðr- um nálægum löndum. Ríki íslams ögrar svo Vest- urlandabúum með því að lífláta fólk frá þeim sömu löndum fyrir framan myndavélar. Sú ögrun leiðir aftur til þess í lýðræðisríkjum Vestur- landa, að stjórnmálaflokkum, sem vilja setja takmarkanir á innflutning fólks frá öðrum heimsálfum vex fiskur um hrygg eins og Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi er glöggt dæmi um. Lykilþáttur í þessari þróun er, að forystusveitir slíkra flokka telja sig hafa fundið sálufélaga í Vladimir Pútín og bandalagi hans við rúss- nesku Rétttrúnaðarkirkjuna. Og þá fer að styttast í að áþekk staða komi upp í Evrópu og fyrir hundrað árum, þegar hreyfingar fasista og nazista fóru að skjóta rótum. Þá voru Gyðingar ofsóttir og það í fleiri lönd- um en í Þýzkalandi. Nú gætir tilhneiginga til að fordæma fólk af trúarlegum ástæðum, ekki sízt ef um múslima er að ræða. Þetta er hættuleg þróun. Og í ljósi hennar er ekki fráleitt hjá Franz páfa að setja fram þá skoðun að þriðja heims- styrjöldin standi yfir, þótt með öðrum hætti sé en tvær hin- ar fyrri. Því má ekki gleyma að þær tvær heimsstyrjaldir voru háðar með gjörólíkum hætti. Hverjir eru hagsmunir okkar Íslendinga, þegar við horf- um úr fjarlægð á þetta stóra leiksvið? Þeir hljóta að vera að búa áfram í friði í okkar landi og gæta þess að dragast ekki inn í aldagamlar deilur þjóðanna á meginlandi Evrópu og eyjunnar handan við Ermarsundið. Við verðum líka að gæta þess að haga samskiptum okkar við það fólk, sem hingað hefur flutzt búferlum frá fjar- lægum löndum á þann veg að sómi sé að um leið og við ger- um sömu kröfur til þess. Fyrir tæpum áratug sat ég ráðstefnu stjórnmálamanna, embættismanna og fræðimanna á Suður-Englandi, þar sem einn ræðumanna svaraði spurningu um hvaðan stöðug aukning kæmi í raðir herskárra múslima. Svar hans var: þeir koma ekki frá Mið-austurlöndum heldur af götum brezkra borga, þar sem þeir hafa alizt upp við fátækt og skort. Alþingismenn ræða varasama þróun í helztu nágranna- löndum okkar nánast ekki neitt og sýnast ekki veita henni nokkra athygli. Hún er þó nú orðið ein helzta röksemdin fyrir því að við eigum að draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu formlega til baka. Við eigum ekkert erindi inn í gamlar erjur þessara þjóða. Rússar og Ríki íslams ógna NATÓ – segir Anders Fogh Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þriðja heimsstyrjöldin stendur yfir – segir páfi Þorvaldur Gylfason prófessorandmælti því sjónarmiði í Fréttablaðinu 25. júní 2009, að Ís- lendingar ættu að fara dómstólaleið- ina í Icesave-málinu. Hann skrifaði síðan: „Hugsum okkur, að úr því fengist skorið fyrir rétti, að Íslend- ingum bæri ekki lagaskylda til að greiða IceSave-ábyrgðirnar. Myndu Bretar þá með fulltingi annarra Evrópuþjóða falla frá kröfum sínum á hendur Íslendingum? Svarið er nei, ekki endilega. Krafa Breta væri þá siðferðileg frekar en lagaleg.“ Þorvaldur rakti síðan margvíslegan orðróm um tengsl íslenskra banka við rússneskar mafíur og hélt áfram: „Stjórnvöld sögðust fram að hruni mundu styðja við bankana, ef á þyrfti að halda. Viðskiptavinir Landsbankans á Bretlandi voru því í góðri trú. Þess vegna kunna Bretar og aðrir að líta svo á, að Íslendingum beri siðferðileg skylda til að axla ábyrgð á Landsbankanum hvað sem lögunum líður.“ Ekki voru liðin fjögur ár, þegar Þorvaldur var á Beinni línu DV 21. mars 2013. Lesandi spurði og mundi bersýnilega eftir gömlu greininni: „Telur þú enn að Íslendingar hafi farið siðlausa leið í Icesave-málinu með því að greiða ekki tilbúna skuld Breta og Hollendinga? Eru fleiri skuldir sem siðferði þitt vill borga fyrir hönd þjóðarinnar?“ Þorvaldur svaraði: „Ég kannast ekki við neitt siðleysistal í sambandi við Icesave- málið. Málið snerist um ólíkt áhættumat. Sumir töldu líkt og rík- isstjórnin og vænn hluti stjórnar- andstöðunnar á þingi öruggara að ganga að samningum, aðrir ekki. Eðlilegt var, að kjósendur afgreiddu málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mál- ið fékk á endanum farsælar lyktir fyrir Íslendinga, þegar dómur féll Íslendingum í vil. Sumum kom dóm- urinn á óvart, öðrum ekki. Flókin dómsmál eru oft þess eðlis, að ágreiningur um þau er eðlilegur.“ Sjálfsagt er að ræða ábyrgðar- kennd og siðferðisvitund banka- manna, og er síst vanþörf á. En ætti ekki að bæta fræðimönnunum við? Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Siðferði og siðleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.