Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
ætlar að halda heimili á sóma-
samlegan hátt án þess að kaupa öll
þrif, senda þvotta í þvottahús og
panta pitsu í allar máltíðir. Gott
heimilishald er afar fjölbreytilegt
enda í mörg horn að líta. En það er
engu að síður öllum afar mikilvægt,
ekki síst börnunum.“
Sigríður Inga lærði táknmálsfræði
við HÍ 2005-2006 en fór síðan í grunn-
nám í félagsráðgjöf við sama skóla og
útskrifaðist vorið 2010.
Á námsárunum sinnti Sigríður
Inga ýmsum sumarstörfum. Hún var
m.a. aðstoðarmaður í mötuneyti
Sjálfsbjargarheimilisins í Reykjavík,
vann við ferðaþjónustu á Hofsósi, var
leiðbeinandi við leikskólann Efsta-
hjalla í Kópavogi, var aðstoðmaður í
mötuneyti Suðurverks við Kára-
hnjúka og verkamaður hjá Alcoa
Fjarðaáli.
Krefjandi en gefandi starf
Sigríður Inga hefur starfað hjá
sveitarfélaginu Fjarðabyggð frá
2010, við félagsþjónustu og barna-
vernd. Hún stundar nú diplómanám í
barnavernd við HÍ með starfi sínu.
„Ég er nú ráðgjafi á fjölskyldusviði
sveitarfélagsins Fjarðabyggðar.
Þetta er oft erfitt og mjög krefjandi
starf, en jafnframt afar gefandi þegar
vel gengur. Það má segja að maður
kynnist hér öllu litrófi mannlífsins og
viðbrögðin við starfinu geta orðið
býsna sterk, allt frá andúð til mikils
og einlægs þakklætis. En það sem er
gefandi og uppbyggilegt við starfið er
vonin og vissan um það að maður sé á
endanum að láta gott af sér leiða.“
Sigríður Inga sat í stjórn Hend-
ingar, nemendafélags nemenda í
táknmálsfræði við HÍ, og í stjórn
Mentors, nemendafélags félags-
ráðgjafanema.
Þegar starfinu sleppir sest Sigríð-
ur Inga við hannyrðir, prjónar, saum-
ar út og heklar: „Svo er ég nýbyrjuð
að æfa badminton með Badminton-
félagi Norðfjarðar. Það er svo sann-
arlega sport við mitt hæfi.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar Ingu er Þor-
valdur Einarsson, f. 28.4. 1980,
verkamaður og eigandi Hljóðkerfa-
leigu Austurlands. Foreldrar hans
eru Einar Þorvaldsson, f. 31.1. 1949,
trésmíðameistari í Neskaupstað, og
Björk Bjarnadóttir, f. 23.1. 1952, hús-
freyja í Reykjanesbæ.
Sonur Sigríðar Ingu og Þorvalds
er Einar Björn Þorvaldsson, f. 8.3.
2011.
Bróðir Sigríðar Ingu eru Þorvald-
ur Ingi Björnsson, f. 19.10. 1986,
húsasmiður á Húsavík.
Foreldrar Sigríðar Ingu eru Björn
Marinó Pálmason, f. 14.10. 1962,
mjólkurfæðingur, og Kristín Þor-
valdsdóttir, f. 4.4. 1964, skrifstofu-
kona. Þau eru búsett á Fljótsdals-
héraði.
Úr frændgarði Sigríðar Ingu Björnsdóttur
Sigríður Inga
Björnsdóttir
Guðrún Sigurðardóttir
b. á Halldórsstöðum
Halldór Ingimar Gíslason
b. á Halldórsstöðum
Ingibjörg E. Halldórsdóttir
húsfr. á Sauðárkróki
Þorvaldur Árnason
verkam. á Sauðárkróki
Kristín Þorvaldsdóttir
skrifstofum. á Fljótsdalshéraði
Sólveig Einarsdóttir
b. á Stóra-Vatnsskarði
Árni Árnason
b. á Stóra-Vatnsskarði
Guðrún Árnadóttir
bókavörður í Rvík
Árni Magnússon fyrrv.
félagsmálaráðherra
Páll Magnússon
bæjarritari Kópavogs
Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir b. á
Vatni á Höfðaströnd og frumkvöðull
að Vesturfarasetri á Hofsósi
Rósbjörg Þórðardóttir
húsfr. frá Neskaupstað
Flosi Bjarnason
sjóm. frá Neskaupstað,
sonur Maríu Bjarnadóttur,
systur Kristins, afa Hjálmars
Jónssonar dómkirkjuprests
Sigríður Flosadóttir
húsfr. í Fellabæ
Pálmi Stefánsson
húsasmiður á Egilsstöðum
Björn Marinó Pálmason
mjólkurfr. á Fljótsdalshéraði
Sveinbjörg Pétursdóttir
b. í Mjóanesi
Stefán Eyjólfsson
b. í Mjóanesi á Völlum,
af Hvassafellsætt
Á brúðkaupsdaginn Sigríður Inga.
Vilhjálmur Hjálmarsson fædd-ist á Brekku í Mjóafirði fyrireinni öld, sonur Hjálmars
Vilhjálmssonar, útvegsbónda á
Brekku, og k.h., Stefaníu Sigurðar-
dóttur húsfreyju.
Hjálmar var sonur Vilhjálms
Hjálmarssonar, b. á Brekku, af
Pamfílsætt, bróður Maríu, móður
Gísla Kristjánssonar útgerðar-
manns. Stefanía var systir Bjargar,
ömmu Tómasar, fyrrv. ráðherra og
Margrétar, móður Valgeirs Guð-
jónssonar tónlistarmanns. Stefanía
var dóttir Sigurðar Stefánssonar, b.
á Hánefsstöðum, og Sigríðar Vil-
hjálmsdóttir frá Brekku.
Eiginkona Vilhjálms var Anna
Margrét Þorkelsdóttir frá Galta-
stöðum í Hróarstungu sem lést 2008
og eignuðust þau fimm börn, Hjálm-
ar fiskifræðing sem lést 2011; Pál
sjómann; Sigfús Mar, bónda á
Brekku; Stefán matvælafræðing og
Önnu kennara.
Vilhjálmur lauk prófi frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni. Hann var
bóndi á Brekku til 1967, kennari og
síðar skólastjóri Barnaskóla Mjóa-
fjarðar, alþm. Framsóknarflokksins
1949-56, 1959 og 1967-79 og mennta-
málaráðherra 1974-78.
Vilhjálmur var bókavörður Lestr-
arfélags Mjófirðinga í 70 ár, fram-
kvæmdastjóri Ræktunarfélags
Mjóafjarðar, oddviti Mjóafjarðar-
hrepps, fulltrúi á fundum Stéttar-
sambands bænda og sat í stjórn þess
og í Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins, var formaður skólanefndar Hús-
mæðraskólans á Hallormsstað, sat í
sýslunefnd Suður-Múlasýslu, var
formaður Kjördæmissambands
framsóknarmanna á Austurlandi,
fulltrúi hjá Sambandi sveitarfélaga á
Austurlandi og formaður þess í tvö
ár. Þá sat hann í kirkjuráði 1976-82
og var formaður Útvarpsráðs.
Vilhjálmur sendi frá sér á efri ár-
um 23 bækur um þjóðfræði, mann-
lífsþætti og sögu síns byggðarlags.
Hann var virtur og dáður af öllum
sem til hans þekktu, fyrir einstaka
geðprýði, hógværð, vinsemd og ein-
lægni, fróðleik sinn, ríka frásagn-
argáfu og skemmtilegan húmor.
Vilhjálmur lést 14.7. 2014.
Merkir Íslendingar
Vilhjálmur Hjálmarsson
90 ára
Bogi Pálsson
Guðrún S. Möller
85 ára
Guðrún Kolbrún Jónsdóttir
Sveinn B. Gíslason
80 ára
Jónína H. Jónsdóttir
Ragnheiður S. Gröndal
75 ára
Gunnlaugur Sigurðsson
Hrefna Magnúsdóttir
Inga Ólafsdóttir
Jón Áskell Jónsson
Júlíus G. Bjarnason
Kolbrún Gunnlaugsdóttir
Kristján Kristjánsson
Ólína Steindórsdóttir
Sigríður Vilbergsdóttir
Sigurrós Jóhannsdóttir
Svavar Hauksson
70 ára
Elín Hjartar
Gísli Sveinbergsson
Guðbjörg Sigurðardóttir
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Pétursson
Sigurður Þorgrímsson
Sigurjón Torfason
Sverrir Aðalsteinsson
60 ára
Anna Linda Aðalgeirsdóttir
Eyjólfur Kristinn Kolbeins
Guðbrandur Magnússon
Jóhann Tryggvi Sigurðsson
Margrét S. Hansdóttir
María Ingólfsdóttir
Ólafur Guðmundsson
Svala Bryndís Jónsdóttir
Valentínus Ólason
Viðar Norðfj. Guðbjartsson
50 ára
Gerður Jóna Úlfarsdóttir
Gísli Einarsson
Guðbjörg Sævarsdóttir
Helga K. Sigurðardóttir
Jóhanna Hauksdóttir
Jóna Pála Björnsdóttir
Kristín Bragadóttir
Reinhard Svavarsson
Þuríður Sigurðardóttir
40 ára
Arnar Freyr Vilmundarson
Arnþór Guðmundsson
Bjarni Þór Einarsson
Cesar Augusto P. Herbozo
Einar Geir Einarsson
Eyjólfur Svanur Kristinsson
Guðríður M. Guðmunds-
dóttir
Halldóra B. Friðjónsdóttir
Heiða Rafnsdóttir
Hrund Valgeirsdóttir
Lilja Sigríður Hjaltadóttir
Marina Suturina
Salvacion Lataza Suarez
30 ára
Alexander Illarionov
Asmaa Semlal
Birgir Olgeirsson
Edda Rún Aradóttir
Eyþór Jónsson
Hans Kragh Pálsson
Karen Sigurðardóttir
Ragnar Steinn Ólafsson
Sigríður Inga Björnsdóttir
Þórunn Bjarnadóttir
Sunnudagur
104 ára
Guðríður Jónsdóttir
90 ára
Freyja Kristófersdóttir
85 ára
Ingibjörg Pálsdóttir
Jóhanna S. Sigurðardóttir
Svava Valdimarsdóttir
80 ára
Gróa Stefanía Gunnþórs-
dóttir
Ingimar W. Antonsson
Margrét Helga Jónsdóttir
75 ára
Guðlaug Björnsdóttir
Halldór Guðnason
Helga Kress
Hörður Þ. Ásbjörnsson
Sigrún Pétursdóttir
Sólveig Halblaub
70 ára
Fjóla Guðleifsdóttir
Gréta Sturludóttir
Guðfinna Jóna Eggerts-
dóttir
Halldór Guðmundsson
Hrafnhildur Frímannsdóttir
Jón Grétar Vigfússon
Knútur Eiðsson
Ólöf Einarsdóttir
Sigríður Flosadóttir
Sigrún Óskarsdóttir
Þorsteinn Eggertsson
60 ára
Hafdís Þóra Karlsdóttir
Helga Jónsdóttir
Hjördís Anna Pétursdóttir
Holberg Másson
Ingibergur Sigurðsson
Jóhanna G Þorbjörnsdóttir
Jón Þór Árnason
Kristín H Guðmundsdóttir
Kristín Magnúsdóttir
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Ragnhildur G. Ragn-
arsdóttir
Ragnhildur Ragnarsdóttir
Sigurjón Árni Ólafsson
Snæbjörn Pétursson
Viktoría Ayn Pettypiece
Þórarinn Hrafn Harðarson
50 ára
Benjamín Sigursteinsson
Davíð Pálmason
Guðbrandur Magnússon
Guðgeir Sigurjón Magn-
ússon
Guðrún Arnbjörg Óttars-
dóttir
Halla Unnur Helgadóttir
Ingibjörg Þorg. Hjaltadóttir
Júlía Björk Þórðardóttir
Magna Jónmundsdóttir
Margrét Lára Pétursdóttir
Sabine Barbara Burger
Snorri Hreggviðsson
40 ára
Bjarney Guðbjörnsdóttir
Einar Sigurðsson
Erlingur Snær Erlingsson
Eygló Sif Halldórsdóttir
Haraldur Hallgrímsson
Helgi Kristinn Torfason
Hörður Einarsson
Jóhann Árni Líndal Svans-
son
Jón Björn Njálsson
Jón Indriðason
Oddur Valdimarsson
Rakel Huld Ingudóttir
Sigurður Arilíusson
Sigurður Brynjar Pálsson
30 ára
Andrea Gísladóttir
Ásgeir Viðar Árnason
Ástþór Ingi Pétursson
Bára Sigfúsdóttir
Elliot Michael Bernardo
Erna Einarsdóttir
Guðbjörg Ágústsdóttir
Guðlaug Sól Magnúsdóttir
Helgi Steinar Halldórsson
Hjörtur Már Helgason
Stefán Orri Aðalsteinsson
Sunneva Kjartansdóttir
Til hamingju með daginn
Fæst í Hagkaup, Elko, Spilavinum og www.heimkaup.is
NÝTT
www.nordicgames.is
FJÖLSKYLDU- OG PARTÍSPILIÐ
2000 nýjar þrautir og spurningar