Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 18
Vel kældur Margir komu að undirbúningi og rannsóknum á aðferðinni og búnaðinum sem verður settur í Málmey SK í vetur. Myndin er tekin í Súðavík. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég hef trú á því að þessi tækni, að kæla fiskinn svona mikið strax á millidekkinu án þess að ís komi þar nærri, sé stærsta bylting sem ég hef orðið vitni að í bolfiskvinnslu. Með of- urkælingu strax eftir blóðgun breyt- ast forsendur, sem skila sér áfram alla keðjuna þar til fiskurinn endar á diski neytandans,“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skag- ans á Akranesi. Fyrirtækið hefur ásamt systur- fyrirtækinu 3X á Ísafirði, Matís, FISK Seafood og Iceprotein á Sauð- árkróki og Kælismiðjunni Frost þró- að aðferðir og búnað til að ofurkæla fisk um borð í veiðiskipum.Tæknin er í einkaleyfisferli og verður búnaður- inn settur um borð í Málmey SK 1 í desember. Unnið er að því í Póllandi að breyta skipinu úr frystitogara í ferskfisktogara, eins og Ingólfur vill orða það. Hægari bakteríuvöxtur Frá þessu var greint í Morgun- blaðinu á fimmtudag og segist Ing- ólfur hafa fengið mikil viðbrögð við fréttinni. Margir hafi sýnt tækninni áhuga og verður sjávarútvegssýn- ingin í Fífunni í Kópavogi um næstu helgi án efa vettvangur umræðna um þá möguleika sem felast í þessum breytingum. Kælingin sjálf er tölvustýrð og fer fram með því að nýta samþættingu varmaskipta, kælimiðilsins glycol, salts og sjávar. Aflinn er undirkældur í mínus eina gráðu strax eftir blæð- ingarferli og í kjölfarið verður sá möguleiki fyrir hendi að geyma fisk- inn við sama hitastig án íss, sem þar með verður óþarfur. Í rannsóknum kom í ljós við talningu á bakteríum að vöxtur þeirra reyndist helmingi hæg- ari þegar þessari aðferð var beitt. „Ég held að þarna sé stigið fyrsta skrefið í því að gjörbylta hefðbund- inni bolfiskvinnslu,“ segir Ingólfur. „Þarna er verið að fara alveg nýjar leiðir í meðhöndlun á fiski um borð í ísfiskskipi. Þessi kæliaðferð, sem í sjálfu sér var þekkt, var rannsökuð sérstaklega í hálft ár og hvernig mætti koma henni að um borð í skip- Boðar byltingu í vinnslu á bolfiski  Margir hafa sýnt kælingu á fiski með nýjum aðferðum áhuga  Fyrsta skrefið í því að gjörbylta hefð- bundinni fiskvinnslu, segir framkvæmdastjóri Skagans  Áhugi hjá fyrirtækjum í laxeldi í Noregi Tvær aðferðir Greinilegur munur er á þéttleika og lit eftir því hvernig fisk- urinn var kældur. Í ljós kom þegar fiskurinn var soðinn að sá ofurkældi, sem er til hægri, hélt mun betur þéttleika, lit og náttúrulegum eiginleikum. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Oft var handagangur í öskjunni þeg- ar á annað hundrað Íslendingar og annar eins fjöldi á vegum færeyskra verktaka unnu við byggingu há- tæknifrystihúss fyrir uppsjávarfisk í Fuglafirði í Færeyjum í sumar. Um tíma ægði saman iðnaðar- og tækni- mönnum úr öllum áttum sem fengust við ólík verkefni. Skipulag og sam- vinna voru boðorðin svo verkefnið gengi snurðulaust. Það tókst að afhenda frystihúsið með öllum búnaði viku af ágúst, sex mánuðum og einni viku eftir að geng- ið var frá fyrsta samningi. Hjólin fóru þegar að snúast og nánast frá fyrsta degi var afkastageta hússins 600 tonn á sólarhring eins og að hafði verið stefnt. Heildarsamningar við íslensk fyrirtæki námu ríflega þremur millj- örðum. Skaginn á Akranesi og Kæli- smiðjan Frost gerðu tvo fyrstu samn- ingana um vinnslubúnað í húsið í fyrravetur, en þá voru engar fram- kvæmdir hafnar á lóð frystihússins á besta stað á hafnarbakkanum í Fuglafirði. Langstærsti hluti verk- smiðjunnar var smíðaður á Akranesi, Akureyri og Ísafirði. Með Skaganum að verkefninu unnu systurfyrirtækin Þorgeir & Ellert á Akranesi og 3X á Ísafirði. Með Frosti vann Rafeyri á Akureyri við rafbúnað í frystihúsinu og varð reyndar einnig rafverktaki í húsinu. Fjölmörg fleiri íslensk fyrir- tæki komu að verkefninu. „Þetta var mikið og skemmtilegt átak,“ segir Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri Skagans á Akranesi. Hann segir það hafa verið skrýtið að Í Færeyjum Farið yfir stöðuna og nýjungar í frystihúsinu. Frá vinstri Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðs- stjóri Kælismiðjunnar Frosts, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Gunnar Larsen, fram- kvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts, Anfinn Olsen, framkvæmdastjóri Framherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans og 3X. Gott skipulag og samvinna  Háþróað uppsjávarfrystihús byggt í Fuglafirði á hálfu ári  Hátt tæknistig og frysting uppsjávartegunda í forystu Í Fuglafirði Annir hafa verið í nýja frystihúsinu undanfarið. SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is Skartgripalínan Svanur fæst í verslun Aurum, Bankastræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.