Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
„afadekur“, hljóp alltaf í fangið á
þér. Ég er sko búin að lofa sjálfri
mér því að hún mun sko fá að
heyra allt um þig og ég verð dug-
leg að sýna henni myndir af þér
og segja henni allar góðu minn-
ingarnar. Afi, ég sakna þín svo
sárt og minning þín mun alltaf
lifa í hjarta mér! Ég veit það
innst inni að þér líður vel þú ert
kominn í faðm ættingja og vina.
Ég elska þig alltaf! Yoúll never
walk alone!
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson)
Eva Dögg Hofland.
Elsku afi, takk fyrir allar
stundirnar þínar og þolinmæðina
sem þú sýndir okkur. Við eigum
eftir að sakna þín mikið, allar
ferðarnar í innkaupakerrunni,
við gleymum þeim aldrei. Það
var alltaf svo gaman að koma í
heimsókn til þín á Hoflandssetr-
ið, kökurnar og kexið sem þú
laumaðir í okkur þegar mamma
og pabbi sáu ekki til. Þú varst
alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
okkur og við vorum bara rétt að
byrja að kynnast þér þegar þú
varst allt í einu farinn. Nú ertu
kominn til himna, til englanna
okkar, til englanna sem borða
gras (eins og Tryggvi Hrafn seg-
ir). Við erum alveg viss um að þú
gefur þeim eitthvað meira en
bara gras, kannski jólaköku eða
loftkökur. Þú kenndir okkur á
þessum stutta tíma sem við vor-
um saman að það á alltaf að gefa
með sér. Elsku besti afi, minn-
ingarnar um þig verða vel
geymdar í litlu hjörtunum okkar
og munum við hugsa um ömmu
Gullý og knúsa hana frá þér á
hverjum degi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Þínir prakkarar,
Ísabella, Tryggvi Hrafn,
Emilía Guðbjörg
og Berglind María.
Við hjónin kynntumst þér fyr-
ir nokkrum árum þegar sonur
þinn og dóttir okkar fóru að
draga sig saman. Við nánari
kynni varð okkur ljóst að þú
varst eðalmaður að upplagi.
Gerðir allt fyrir alla, hvað sem
það tók langan tíma. Urðum við
nokkrum sinnum vitni að því
þegar þú varst að redda ein-
hverjum um eitthvað. Ferðafólki
um húsnæði og þess háttar. Alls
konar reddingar þrátt fyrir að
hafa nóg að gera á þínum vinnu-
stað sem þú lagðir þig allan í. Þú
varst greiðviknin uppmáluð.
Við ákváðum snemma í sumar
að fara til útlanda saman og varð
Tenerife fyrir valinu. Við hjónin
erum vandlát á ferðafélaga og
það segir allt sem segja þarf að
velja ykkur með í för.
Áður en við fórum út vorum
við búnir að plana að ég færi að
aðstoða þig við ýmislegt heima
fyrir og á vinnustaðnum. Við
ræddum það lítillega yfir tveimur
bjórum úti í sólinni á Tenerife.
Þú hafðir ekki neinar áhyggjur ef
það myndi dragast á langinn eftir
heimkomu. Við myndum fara í
þetta saman þegar að því kæmi.
En því miður urðu þetta bara
fjórir dagar saman, þar sem þú
hvarfst okkur löngu fyrir þann
tíma sem þú ætlaðir þér.
Kannski gerum við eitthvað sam-
an síðar og þá á öðrum vettvangi!
Við fórum fjögur saman út en
komum bara þrjú til baka, án þín.
Tryggvi Hrafn á eftir að sakna
þess að vera ekki með þér í að
hnoða pítsudeigið eða vera í
kring um þig á Setrinu. Kannski
nær systir hans, Emilía Guð-
björg, til þín með sínu fallega
daglanga brosi. Hún hefur svip-
inn þinn.
Við vottum Gullýju þinni,
börnum og barnabörnum inni-
lega samúð.
Við kveðjum þig með sárum
söknuði með kvæði eftir Braga
Jónsson frá Hoftúnum, sem gæti
hafa verið ort til þín frá okkur:
Hvort skiljast leiðir fyrir fullt og allt
í fjarlægð er þú burtu hverfur skjótt?
En allar stundir mun ég minnast þín
jafnt morgun, kvöld og dag sem
rauðanótt.
Ég á ei neitt sem gefið þér ég get
er gleðisól á vonarhimni dvín.
Í leit að hnossum lífsins er þú ferð,
eitt lítið tár er gjöfin mín til þín.
Ég get ei rétt þér hlýja vinarhönd,
né heldur flutt þér kærleik þrunginn
brag.
Eitt lítið tár er lokakveðjan mín,
er lætur skipið þitt úr höfn í dag.
(Bragi Jónsson)
Guðlaugur og Hjördís.
Til eru einstaklingar sem setja
mark á umhverfi sitt og samfélag
umfram aðra. Þeir virðast alltaf
hafa meiri tíma og meira aflögu
til að gefa af sér til okkar hinna
og virðist þá sama hversu mikið
er að gera hjá þeim í daglegu
amstri. Þessir einstaklingar bera
með sér góðmennsku og hlýju
sem er okkur öllum til eftir-
breytni. Við skyndilegt og ótíma-
bært andlát slíkra einstaklinga
er sem veröldin standi kyrr og
hugurinn leitar til nánustu ætt-
ingja og vina sem hafa misst svo
mikið.
Sigurður Tryggvason var einn
af þessum mönnum og við fréttir
af andláti hans var sem veröldin
stæði kyrr. Minningarnar hrann-
ast upp. Minningar um Sigga
brosandi og alltaf á hlaupum á
Hótel Örk. Minningar frá Hof-
landssetrinu þar sem hann var
ávallt boðinn og búinn að gera
sitt allra besta til að gestum hans
liði vel. Siggi að grilla hamborg-
ara ókeypis handa öllum sem
vildu. Siggi ávallt jákvæður
gagnvart öllum verkefnum sem
bæjarbúum datt til hugar að
standa fyrir. Ávallt var hægt að
treysta því að Siggi myndi styðja
við bæinn sinn og sitt fólk.
Það var til dæmis lýsandi fyrir
Sigga að í sumar að lokinni bæj-
arhátíð hringir hann í bæjar-
stjórann og býður öllum Vinnu-
skólanum í veislu sem og
starfsmönnum áhaldahúss og
öðrum þeim sem komu að hátíð-
inni. En einmitt þannig var Siggi.
Hann var ánægður með hátíðina
og bæinn sinn og vildi gleðja þá
sem hvað mest höfðu lagt á sig.
Er slík góðmennska og hugul-
semi einstök og verður seint full-
þökkuð.
Það sést vel á veggjum Hof-
landssetursins hversu stoltur
Hvergerðingur Siggi var en þar
hafði hann safnað ógrynni af úr-
klippum um mannlífið í bænum,
ekkert var honum óviðkomandi
og engin frétt frá Hveragerði svo
lítil að hún rataði ekki í ramma á
Hoflandi.
Fyrir ómetanlega vináttu og
stuðning í gegnum árin er þakk-
að nú þegar við að leiðarlokum
kveðjum Sigga á Hoflandi með
miklum söknuði. Hann skilur eft-
ir skarð sem er vandfyllt. Sökn-
uður okkar allra sem þekktum
Sigga er mikill en mestur er þó
söknuður ástvina sem nú sjá á
eftir kjölfestu í einstaklega sam-
hentri fjölskyldu. Elsku Gullý,
Linda, Tryggvi og fjölskylda,
megi góður Guð styðja ykkur í
þessari miklu sorg.
Aldís Hafsteinsdóttir.
Í dag kveðjum við sjálfstæð-
ismenn í Hveragerði góðan fé-
laga og vin með miklum söknuði.
Kallið kom alltof snemma en það
er á hreinu að það hefur vantað
góðhjartaðan og vinnusaman
mann í „Sumarlandið“ góða. Við
sem störfuðum með honum Sigga
Tryggva í sjálfstæðisfélaginu er-
um orðin góðu vön því með mann
eins og hann innanborðs var allt
sem okkur datt í hug að gera eitt-
hvað svo lítið mál. Hann var allt-
af boðinn og búinn að leggja okk-
ur lið í einu og öllu og það gerði
hann ávallt með bros á vör.
Þannig var hann alla tíð, bæði í
vinnunni sinni og utan vinnutíma,
ávallt að þjónusta fólk og passa
upp á að öllum liði vel. Hann
hafði sterkar skoðanir á lands-
málunum og var ekki alltaf sátt-
ur. Sérstaklega ef honum fannst
hallað á þá sem minna mega sín í
samfélaginu en það var eitt af
einkennum hans. Hann mátti
bara ekkert aumt sjá, þá leið
honum ekki vel. Siggi sinnti ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn og sat hann m.a. í uppstilling-
arnefnd fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar og
sinnti blaðaútgáfu fyrir félagið
síðustu árin. Fyrir alla hans góðu
vinnu viljum við þakka af heilum
hug. Við sendum fjölskyldu hans
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum allar góðar vættir
að vaka yfir þeim og hugga á
þessum erfiðu tímum. Minningin
um hjartahlýjan og góðan mann
lifir.
Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags-
ins í Hveragerði,
Elínborg María Ólafsdóttir.
„Nú, og svona höfum við nú
þetta,“ sagði Siggi brosandi þar
sem hann stóð fyrir framan mig
vörpulegur, skarpir en blíðir
andlitsdrættir. Hann var ekki
hár í loftinu en heljarmenni eigi
að síður. Maginn aðeins farinn að
gægjast fram á við. Allt í einu
þrýstir hann upp öxlum og setur
fram brjóstkassann og baðar um
leið út höndunum í afar skemmti-
legri og sérstakri sveiflu. Þetta
var hans „signatúr“, einskonar
áhersla um að ekki þyrfti að
ræða málið frekar. Ég átti eftir
að kynnast þessum sveiflum vel
og hafði lúmskt gaman af vald-
mannslegu fasi og látbragði
Sigga. Siggi var eftirminnilegur
karakter og vinskapur okkar óx
og dafnaði eftir því sem árin liðu.
Hann var reynslubolti af gamla
skólanum og hafði eiginlega ígildi
langskólanáms í sálfræði, fé-
lagsfræði og reyndar fleiri grein-
um og hafði ávallt góð tök á
mannskapnum og aðstæðum
hverju sinni. Reynsla hans var
slík að maður gat leitað til hans í
ótrúlegustu málum og aðstæð-
um. Tryggðatröllið Siggi stóð
með sínum og reyndist þeim sem
hann starfaði fyrir framan af í líf-
inu mjög vel og var þeim ómiss-
andi, það fullyrði ég enda starf-
aði hann fyrir sömu aðila í
áratugi uns hann ásamt fjöl-
skyldu sinni snéri sér að eigin
rekstri, við góðan orðstír, á hinu
vel þekkta Hoflandssetri í
Hveragerði. Kynni okkar í Þórs-
café, þar sem Siggi var ýmist yf-
irdyravörður, húsvörður eða eig-
inlega veitingamaður á tíðum og
síðar á Hótel Örk sem hótelstjóri
og allt í öllu, voru hafin yfir
venjubundin mannleg samskipti.
Það tók auðvitað tíma að kynnast
eins og gengur, menn voru ekki
alltaf sammála og þegar maður
sá kassann og handasveiflurnar
var betra að stíga varlega til
jarðar og undirbúa sig undir
samningaviðræður um fyrir-
komulag og verklag. Okkur
samdi vel og kynnin uxu eftir því
sem árin liðu og það var sterkur
strengur á milli okkar sem aldrei
rofnaði. Í veitinga- og hótel-
bransanum gerist allt milli him-
ins og jarðar. Sama hvað kom
upp á Siggi lét sér aldrei bregða,
hagaði seglum eftir vindi og náði
oftar en ekki að milda erfiðar
kringumstæður. Það átti vel við
Sigga að starfa í veitingabrans-
anum og miklar tarnir teknar og
oft unnið sólarhringum saman
sem er nú ekki til eftirbreytni, en
orkuboltinn ruddist í gegnum
hverja hindrun og smitaði okkur
hina svo við gengum í takt og
auðvitað gekk allt upp. Það kom
mér verulega á óvart að fregna
andlát Sigga. Það gat varla verið
satt enda maðurinn bráðungur.
Hugurinn hvarflar víða og marg-
ar ánægjulegar minningar birt-
ast í huga mér. Ég ætla að leyfa
mér fyrir hönd allra þeirra fjöl-
mörgu sem störfuðu með Sigga í
gegnum tíðina í Þórscafé og á
Hótel Örk að þakka fyrir ótal
samverustundir og góðar minn-
ingar. Já, það er bara eitt eintak
af Sigga Tryggva og nú er hann
farinn á vit feðra sinna. Við hin
stöndum eftir og spyrjum í for-
undran hvort það hafi virkilega
verið komið að kallinu, enda mað-
urinn rétt að komast yfir miðjan
aldur. Sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldunn-
ar. Far þú í friði, hafðu þökk fyr-
ir allt og allt. Guð blessi minn-
inguna um góðan dreng.
Rúnar Sig. Birgisson.
Hinn 1. september fæ ég sím-
tal frá mömmu rúmlega sjö um
morguninn og hún er bara í losti
og segir að hún hafi hræðilegar
fréttir að færa okkur, að hann
Siggi hafi látist þá um nóttina á
Tenerife, hræðilegt, ég trúi
þessu ekki, það getur ekki ver-
ið … strax rifjast upp fyrir mér
minningarnar er ég fór að hugsa
um hann, hef þekkt hann síðan
ég man eftir mér, þegar ég var
lítil og fór í kaffi með mömmu og
pabba til þeirra í Strandaselið,
síðar í Hveragerði. Alltaf svo
yndisleg heim að sækja, Siggi
hefur ávallt síðan ég kynntist
honum viljað allt fyrir mig gera,
man þegar ég var ca. 13 ára þá
stóðu hann og Gullý mig að verki,
sem verður ekkert sagt frá hér,
og ég auðvitað í sjokki, já frá-
bært, mamma og pabbi mega sko
ekki frétta þetta, svo leið tíminn,
ekkert gerðist, hitti þau og þau
létu sem ekkert væri. Svo var
það þegar ég var orðin fullorðin
og við sitjum á spjalli að þau
segja: Guðrún, manstu þegar við
sáum þig þarna um árið? Þau sáu
mig þá, en auðvitað sögðu þau
ekki neitt við neinn, það var alltaf
hægt að treysta á þau og hægt að
segja þeim allt, það fór aldrei
lengra.
Þegar ég var 19 ára fékk ég
vinnu á Hótel Örk sem þjónn,
auðvitað í gegnum Sigga, en
þetta var vaktavinna og of mikill
bensínkostnaður að keyra alltaf á
milli, nei þau tóku það ekki í mál,
ég fékk bara herbergi heima hjá
þeim og var þar á meðan mínar
vaktir voru og vildu þau aldrei
neitt í staðinn. Siggi og fjölskylda
hafa alltaf verið yndisleg og
ávallt sýnt manni hvað þeim þyk-
ir vænt um mann enda kallaði ég
þau oft mömmu og pabba tvö. Ég
og fjölskylda mín erum svo hepp-
in að eiga fullt af góðum minn-
ingum um Sigga og fjölskyldu,
útilegur, sumarbústaðaferðir,
vinnudjamm, svo auðvitað Ar-
karliðið sem Siggi studdi og
hugsaði ávallt vel um bæði strák-
ana og auðvitað allt stuðnings-
liðið, heimsóknir, og gleymi því
aldrei þegar skólaböllin í Fella-
skóla voru alltaf í Þórscafe, Siggi
yfirmaður þar, pabbi dyravörður
og fleiri vinir þeirra, held ég hafi
aldrei verið eins stillt á böllum
eins og þegar þau voru í Þórs-
café, síðast en ekki síst þá hef ég
oft leitað til hans og þeirra og
man ég þá sérstaklega þegar ég
og maður minn höfum verið á
ferðinni með 60 manna hóp af
hjartveikum unglingum og auð-
vitað tóku Siggi og fjölskylda vel
á móti okkur í Hoflandssetrinu
alltaf nóg af pitsum, gosi og kær-
leika, en Siggi og fjölskylda hafa
þann eiginleika að á þá staði sem
þau hafa átt, rekið eða séð um er
ávallt gott að koma og svona
heimilislegur kærleikur. Elsku
hjartans Gullý mín, Linda,
Tryggvi og fjölskyldur, megi Guð
og allir hans englar styrkja ykk-
ur í sorginni. Elsku Siggi, hvíldu
í friði.
Guðrún Bergmann
Franzdóttir og fjölskylda.
Fleiri minningargreinar
um Sigurður Hrafn Tryggva-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
erfidrykkjur
Grand
Grand Hótel Reykjavík
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is
www.grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar í boði
Næg bílastæði og gott aðgengi
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
FANNEY JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést föstudaginn 12. september.
Kveðjuathöfnin fer fram í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 26. september kl. 13.00.
Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði.
Ólína Jóna Bjarnadóttir, Jón Gunnar Stefánsson,
Pálfríður Björg Bjarnadóttir, Gunnar Norðqvist Jónsson,
Anna Lovísa Bjarnadóttir,
Hjálmfríður Erla Bjarnadóttir, Friðrik Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HEIÐAR WOODROW JONES,
Dalatanga,
Mjóafirði,
lést aðfaranótt laugardagsins 13. september
á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Seyðisfirði.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
þriðjudaginn 23. september kl.15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
Sjúkrahúss Seyðisfjarðar.
Marzibil Erlendsdóttir,
Karen Jenny Heiðarsdóttir, Arnar Þór Guttormsson,
Vigfús Þór Heiðarsson,
Einar Hafþór Heiðarsson,
Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir,
Þórhildur Gyða og Jakob Þór.
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
✝
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir,
JÓN EIRÍKSSON
málarameistari,
Gnoðarvogi 52,
lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn
15. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 26. september kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Jónsdóttir, Jón Már Halldórsson,
Eiríkur Jónsson, Erna Guðmundsdóttir,
Sigurdís Jónsdóttir, Birgir Árnason.