Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
FyrirtækiðOrkey áAkureyri
er eitt af mörgum
dæmum um ný-
sköpun á lands-
byggðinni. Þessi
gróska kemur glöggt fram í
hringferðinni um landið sem
nú fer fram á síðum
Morgunblaðsins.
Orkey vinnur lífdísil úr úr-
gangi, einkum steikingarolíu
og dýrafitu. Lífdísil má nota
á stærri ökutæki, á fiskiskip
og í stað lífrænna leysiefna
við lagningu vegklæðninga.
Framleiðslan fer þó nánast
öll í bætiefni í eldsneyti
fiskiskipa Samherja og í um-
fjöllun Guðmundar Magn-
ússonar blaðamanns um
Orkey í blaðinu í gær kemur
fram að eftirspurnin er slík
að fyrirtækið nær ekki að
anna henni.
Ávinningurinn af þessari
starfsemi er talsverður.
Veitingastaðir og mötuneyti
sjá Orkey fyrir hráefni og
losna þá við að borga urð-
unargjald. Bætiefnið í elds-
neyti dregur úr mengun, fer
betur með vélar og sparar
eldsneyti.
Hjá Samgöngustofu hefur
verið unnið að rannsókn á
því að nota umhverfisvæna
orkugjafa á bíla og skip og
hafa sjónir manna beinst að
repjuræktun, eins og greint
var frá í Morgunblaðinu fyrr
í mánuðinum.
Í lögum frá því í fyrra seg-
ir að seljendur eldsneytis
eigi að tryggja að minnst
3,5% af orkugildi heildarsölu
þeirra af eldsneyti til notk-
unar í samgöngum sé endur-
nýjanlegt eldsneyti. Lág-
markið á að hækka í 5% um
áramót. Jón Bernódusson,
verkefnisstjóri hjá Sam-
göngustofu, sagði í viðtali
við Helga Bjarnason blaða-
mann að hann teldi að líf-
dísilolía þar sem íslensk
repjuolía væri notuð til
íblöndunar í innflutta dísil-
olíu væri raunhæfur kostur
við þessi orkuskipti, en til
þess þyrftu olíufélögin að
hafa stöðugan aðgang að
unninni repjuolíu.
Gerðar hafa verið til-
raunir með ræktun á repju
hér, en Jón telur að hægt
ætti að vera að rækta hér á
landi alla þá repju, sem til
þarf fyrir bíla- og skipaflot-
ann. Lífdísilolía er þegar
framleidd úr innfluttum rep-
jufræjum á Reykjanesi, en
Jón segir útreikninga sýna
að 500 tonna lífdísilverk-
smiðja gæti skil-
að góðri arðsemi.
Íslendingar
flytja inn hátt í
500 þúsund tonn
af olíu á ári til
notkunar innan-
lands og þar við bætast um
200 þús. tonn í millilanda-
notkun. Allt sem hreyfist á
landinu er nánast eingöngu
knúið af innfluttri orku. Ef
litið er á framleiðslu álver-
anna sem útflutning á orku
er reyndar meira flutt út af
orku en flutt er inn í landið
af eldsneyti. Engu að síður
er mikilvægt að draga úr
þörfinni á að flytja inn elds-
neyti og finna leiðir til að
knýja bíla og skip með inn-
lendum orkugjöfum. Það
skiptir máli upp á gjald-
eyrisjöfnuð. Því minni gjald-
eyrir sem streymir út úr
landinu því betra. Þá er eng-
in leið að segja fyrir um
eldsneytisverð, en líklegt að
það muni hækka þegar fram
í sækir, hvað svo sem verður
til skemmri tíma litið. Nýjar
aðferðir til að vinna olíu og
gas hafa stóraukið fram-
leiðslu í Bandaríkjunum og
það hefur áhrif til lækkunar
verðs, en vaxandi eftirspurn
í Kína og öðrum nýmark-
aðslöndum togar í hina átt-
ina. Þá sýna viðsjár í sam-
skiptum við olíuveldið
Rússland að alltaf getur
eitthvað óvænt sett strik í
reikninginn.
Hér hafa verið nefnd tvö
dæmi um leiðir til þess að
framleiða eldsneyti á Ís-
landi. Bæði dæmin bera
framsýni vitni. Þær lausnir
gætu haft áhrif, en munu þó
aldrei koma í staðinn fyrir
innflutt eldsneyti. Eigi það
að gerast þarf meira að
koma til. Á þessari stundu er
ekki ljóst hver orkugjafi far-
artækja framtíðarinnar
verður. Rafmagn, metan og
vetni hafa verið nefnd til
sögunnar og hafa sína kosti
og galla. Þó verður að hafa í
huga að það, sem nú kann að
virðast tæknilega ómögu-
legt, gæti orðið hægðar-
leikur áður en varir. Nægir
þar að nefna að enginn sá
fyrir þróun tölvunnar og ör-
gjörvanna. Í árdaga tölv-
unnar hefði þurft heilu
skemmurnar til að rúma
þann kraft, sem nú leynist í
einni spjaldtölvu.
Á Íslandi er næg orka og
ættu að vera betri aðstæður
en víða annars staðar til að
losna úr spennitreyju olíu-
þarfarinnar.
Á Íslandi er næg
orka og aðstæður til
að losna úr spenni-
treyju olíunnar}
Framsýni í orkumálum
É
g ætla að kasta fram þeirri kenn-
ingu, svona snöggvast, að hug-
takið líkamsvirðing geti rakið
rætur sínar til fitnessbyltingar
níunda áratugarins þar sem
áhyggjufullur almenningur tók að flykkjast í
eróbikk í póstmódernískri angist yfir því að
hafa borðað of mikið McDonalds. Tekið skal
fram að ég hef lítið fyrir mér í þessari kenn-
ingu, enda er mín fyrsta minning að hafa ekki
fengið að sofa uppí hjá mömmu og pabba árið
’92. Allavega …
Útlitsdýrkun hefur aukist til muna á síðustu
þremur áratugum.
Hefur þú velt fyrir þér hvernig tónlistar-
myndbandið myrti útvarpsstjörnuna? Jú, sú
síðarnefnda drapst úr fitu eða ljótu, hugsanlega
bæði.
Í auknum mæli eru foreldrar og kennarar þó farnir að
ræða við börn um að heilbrigði trompi útlit og rífa niður
horaðar glansmyndir á tískupöllunum og í tónlistar-
myndböndunum.
Sumir teygja hugtakið líkamsvirðing raunar fulllangt
og æpa „Big is beautiful“ jafnvel þegar ljóst er að aðeins
sé tímaspursmál um hvenær viðkomandi muni missa fót-
leggina vegna áunninnar sykursýki en nóg um það í bili.
Nú þykjast ýmsar stjörnur ætla að eigna sér líkams-
virðingu og koma þrýstnum þjóhnöppum aftur til vegs og
virðingar. Í nýju lagi rappskvísunnar Nikki Minaj „Ana-
conda“ (við myndband sem fær Miley til að roðna) syngur
Minaj að það sjáist á henni að hún missi ekki
úr máltíð. Í öllu saklausari smelli Meghan
Trainor „All About that Bass“ syngur Trainor
meðal annars um að mamma sín hafi alltaf sagt
henni að hafa ekki áhyggjur af líkamsvext-
inum. Þegar textarnir eru skoðaðir sést auðvit-
að að ástæða þess að Minaj er að syngja um
kvöldmatinn er sú fullyrðing að karlar vilja jú
mun fremur stunda kynlíf með konum með
stóra rassa. Við fyrstu sýn er sápukúlupopp
Trainor hinsvegar allt að því feminískt en við
nánari skoðun kemur í ljós að mamma hennar
sagði henni líka að strákum líkaði vel að hafa
aðeins meira að klípa í á kvöldin. Trainor og
Minaj eiga það síðan sameiginlegt að nota báð-
ar orðið „skinny bitches“ til að lýsa konum sem
ekki hafa sama munúðarfulla holdafar og þær.
Líkamsvirðing er orðin söluvara fyrir poppstjörnur sem
skrumskæla hana en því miður virðast þær stöllur Minaj og
Trainor að einhverju leyti endurspegla viðhorf samfélags-
ins. Alltof oft er talað um „alvörukonur“ og „alvöru-
karlmenn“, bæði hvað varðar útlit og hegðun en hvað eru þá
þeir sem ekki passa inn í þá kassa? Maður þarf ekki að vera
með ástarhandföng til þess að vera kynþokkafullur og að
sama skapi er sléttur magi ekki ávísun á hamingju.
Væri ekki indælt ef við hættum að reyna að vera „al-
vöru“konur og -menn eftir einhverjum uppskriftum og
yrðum bara fólk, með okkar kostum og göllum, og ein-
beittum okkur að því að reyna að vera heilbrigð, óháð lík-
amsstærð. annamarsy@mbl.is
Anna Marsibil
Clausen
Pistill
Af „alvöru“konum og -körlum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samband sveitarfélaga áSuðurnesjum (SSS) héltaðalfund sinn í liðinni viku.Í ályktun SSS um húsnæð-
ismál segir m.a.: „Aðalfundur Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesjum
haldinn 12. og 13. september í Vog-
um lýsir yfir þungum áhyggjum af
þróun eignarhalds húsnæðis á Suð-
urnesjum. Á örfáum árum hefur
Íbúðalánasjóður eignast þar æ fleiri
fasteignir en í lok ágúst 2014 átti
sjóðurinn 831 eign á svæðinu sem
eru um 40% af heildareignum hans.
Búast má við að sjóðurinn eignist
enn fleiri íbúðir þegar frestun á
nauðungarsölum verður aflétt.“
Einnig óvissa með Ásbrú
Gunnar Þórarinsson, nýkjörinn
formaður SSS, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að vitanlega
væri þessi staða á Suðurnesjum
mikið áhyggjuefni. „Það liggur ekki
fyrir á þessari stundu hvort og þá
hversu margar íbúðir til viðbótar
ÍLS mun eignast vegna nauðung-
arsala. Það eru margir einstakl-
ingar illa staddir fjárhagslega.
Íbúðalánasjóður hefur aðeins verið
að reyna að gefa fólki tækifæri en
það líður að því að þessi frestur
varðandi nauðungarsölurnar líði og
þá veit maður ekki hvað tekur við,“
sagði Gunnar.
Gunnar segir að eins sé óvissa
á Ásbrú svokallaðri, þar sem varn-
arliðið var með íbúðir. Þar hafi tals-
verður fjöldi íbúða verið seldur til
hlutafélaga og annarra aðila sem
standi fjárhagslega illa. „Það er
hugsanlegt að Íbúðalánasjóður
þurfi að leysa til sín einhvern fjölda
þessara íbúða,“ sagði Gunnar.
Í ályktuninni er lagt til að þeg-
ar í stað verði skipaður starfshópur
ráðuneyta, Íbúðalánasjóðs, fjár-
málastofnana og sveitarfélaga á
Suðurnesjum sem hafi það hlutverk
að gera heildstæða og tímasetta að-
gerðaáætlun um að koma íbúðar-
húsnæði í not.
Gunnar var spurður hvort
hann teldi að skipaður yrði slíkur
starfshópur: „Við erum búin að tala
við yfirvöld, bæði Íbúðalánasjóð og
ráðuneytin. Ég held ég geti sagt að
menn eru mjög ákveðnir í því að
finna einhverja lausn á málinu. Hér
er skortur á leiguíbúðum og marg-
ar eignir ÍLS standa auðar vegna
þess að fólk telur að leiguverð hjá
sjóðnum sé einfaldlega of hátt og
er ekki tilbúið til að leigja á því
verði.“
Sigurður Erlingsson, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að þeir hjá
Íbúðalánasjóði deildu vissulega
áhyggjum SSS vegna stöðu hús-
næðismála á Suðurnesjum. „Við hjá
ÍLS gerum okkur grein fyrir því að
þetta verkefni sem við erum með í
höndunum á Suðurnesjum mun
taka ákveðinn tíma í úrvinnslu –
mun lengri en annars staðar á land-
inu,“ sagði Sigurður.
Sigurður segir að sveitar-
félögin á Suðurnesjum hafi sýnt því
áhuga að eiga samstarf við ÍLS og
leitað til sjóðsins reglulega síðast-
liðna 18 mánuði. Hvað varðar til-
lögu SSS um að setja á laggirnar
starfshóp sagði Sigurður: „Við er-
um að horfa til þess að koma á
starfshópum með aðkomu ráðu-
neyta og erum að semja grindina
að því hvernig slíkt samstarf getur
orðið. Við teljum að það sé heppi-
legt að byrja að vinna með einu
sveitarfélagi og vinna okkur svo
áfram með það sem kemur vel út
með öðrum sveitarfélögum. Það sé
betri nálgun en að reyna að leysa
vanda svæðisins á einu bretti,“
sagði Sigurður.
Sjóðurinn á 831 fast-
eign á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hátt hlutfall Íbúðalánasjóður á 831 fasteign á Suðurnesjum og er sú eign
40% af fasteignum í eigu sjóðsins. Margar þessara eigna standa auðar.
„Þetta er slæm
þróun fyrir
samfélagið á
Suðurnesjum
og hefur marg-
víslegar nei-
kvæðar afleið-
ingar í för með
sér bæði fyrir
bæjarfélögin
og þær fjöl-
mörgu fjölskyldur sem misst
hafa heimili sín …
Aðalfundur Sambands sveit-
arfélaga á Suðurnesjum óttast
að verði ekki gripið í taumana
muni hin neikvæðu áhrif á sam-
félagið aukast enn frekar og
skapa meiri vanda … Leggja
verður áherslu á farsæla þróun
og uppbyggingu á Suður-
nesjum.
Bæði Íbúðalánasjóður og rík-
isvaldið bera hér ríka ábyrgð,“
segir meðal annars í ályktun
Sambands sveitarfélaga á Suð-
urnesjum um húsnæðismál.
Þetta er
slæm þróun
ÁLYKTUN SSS
Gunnar
Þórarinsson