Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 32
fjölda barna í kirkjusókninni.
Davíð Oddsson, þáverandi for-
sætisráðherra, afhenti verkið á
vígsludegi, þá er biskup Íslands,
herra Karl Sigurbjörnsson, vígði
kirkjuna.
Á morgun 21. september kl. 14
verður haldin hátíðarguðsþjón-
usta í kirkjunni til að minnast 25
ára afmælis safnaðarins. Biskup
Íslands, frú Agnes M. Sigurð-
ardóttir, mun prédika og núver-
andi prestar safnaðarins, sem eru
fjórir að tölu, munu þjóna fyrir
altari ásamt fyrrverandi prestum.
Þrír kórar kirkjunnar, Kór
Grafarvogskirkju, Vox Populi og
Stúlknakór Reykjavíkur í Graf-
arvogskirkju, munu syngja undir
stjórn Hákonar Leifssonar, Hilm-
ars Arnar Agnarssonar og Mar-
grétar Pálmadóttur.
Eftir messu verður biskupi
færð 25 ára afmælisbók Graf-
arvogssafnaðar. Höfundur er Sig-
mundur Ó. Steinarsson blaðamað-
ur. Bókin er vönduð að allri gerð,
skemmtileg og vel skrifuð.
Í lokin er hátíðargestum boðið í
kaffisamsæti.
Það er von okkar að velunnarar
kirkjunnar verði með okkur á
þessum tímamótum í starfi safn-
aðarins.
Árið 1989 var
Grafarvogssöfnuður í
Reykjavíkurprófasts-
dæmi stofnaður. Um
langan tíma var hann
yngsti söfnuður þjóð-
arinnar.
Sóknarbörnin voru
við stofnun safnaðar-
ins rúmlega þrjú
þúsund talsins en
þeim hefur fjölgað
ört á liðnum árum.
Um tíma fjölgaði þeim um eitt
hundrað í hverjum mánuði. Sókn-
arbörnin eru nú yfir nítján þús-
und talsins.
Eðlilega var engin kirkja til
staðar þá er sóknin var að verða
til. Við fengum inni með kirkju-
starfið í Foldaskóla og Fé-
lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Hún
var okkar „kirkja“ fyrstu árin.
Fundir sóknarnefndar fóru fram
á kennarastofunni í skólanum.
Rákust þeir ekki á kennslustarfið
þar sem þeir fóru oftast fram að
kvöldlagi.
Strax við upphaf safn-
aðarstarfsins skapaðist mikill
áhugi hjá söfnuðinum á að eign-
ast kirkju. Það gekk nokkuð
hratt fyrir sig að uppfylla þá ósk
safnaðarins. Þann 12. desember
1993 var neðri hæð
Grafarvogskirkju
vígð og fluttist þá
safnaðarstarfið þang-
að. Þá jókst allt safn-
aðarstarf til mikilla
muna. Arkitektar
kirkjunnar eru Finn-
ur Björgvinsson og
Hilmar Þór Björns-
son.
Stóri draumurinn
rættist síðan þegar
Grafarvogskirkja var
vígð þann 18. júní ár-
ið 2000 á Kristnihátíðarári, á eitt
þúsund ára afmæli kristnitök-
unnar.
Altarismynd kirkjunnar sem
nefnd hefur verið „Þjóð-
argersemi“ sýnir einmitt kristni-
tökuna árið 1000 á Þingvöllum.
Altarismyndin, sem er steindur
gluggi eftir hinn góðkunna lista-
mann Leif Breiðfjörð, er gjöf rík-
isstjórnarinnar til æsku landsins
en Grafarvogssókn hefur oft ver-
ið nefnd „barnasóknin“ vegna
Grafarvogssöfnuður –
„barnasóknin“ – 25 ára
Eftir Vigfús Þór
Árnason
» Grafarvogssókn hef-
ur oft verið nefnd
„barnasóknin“ vegna
fjölda barna í kirkju-
sókninni.
Vigfús Þór
Árnason
Höfundur er sóknarprestur
Grafarvogssafnaðar.
32 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
AKURINN | Samkoma kl. 14 í Núpalind 1.
Biblíufræðsla, söngur og bæn.
Trúboðshópur frá Skotlandi tekur þátt í sam-
komunni.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarbörn sem
tóku þátt í septembernámskeiði ferming-
arfræðslunnar
taka virkan þátt í athöfninni. Þau taka á móti
kirkjugestum, syngja, flytja bænir og sam-
talsprédikun. Félagar úr kirkjukórnum leiða
safnaðarsöng undir stjórn Krisztinu Kalló
Szklenár. Sunnudagaskólinn verður á sama
tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Fritz og
Valla. Kaffi, djús og ávextir að lokinni guðs-
þjónustu.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyr-
ir altari ásamt Lindu Jóhannsdóttur djákna,
sem annast samverustund sunnudagaskól-
ans. Kammerkór Áskirkju syngur ásamt Sa-
lem-kirkjukórnum frá Svíþjóð. Organisti
Magnús Ragnarsson. Kynningarfundur um
fermingarstörf vetrarins með ferming-
arbörnum og foreldrum þeirra í messulok.
Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lok-
inni.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stund-
inni hafa Helga Björk, Jón Örn og Guð-
mundur Jens.
BOÐUNARKIRKJAN | Fjölskylduguðþjón-
usta alla laugardaga kl. 11. Lofgjörð, bæn
og barnastund. Ræðumaður dagsins er dr.
Steinþór Þórðarson. Námskeið í Opinber-
unarbók Biblíunnar, opið öllum hverrar trúar
þú aðhyllist eða kirkjudeild. Fyrsta erindið
verður sunnudaginn 28. september kl. 16,
bodunarkirkjan.is
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur.
Messa kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir
þjónar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni fram-
kvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags pré-
dikar. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti
er Örn Magnússon. Eftir messu er kynning
og sýning á gömlum Biblíum.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa sunnudag
kl. 11. Samvera með bæn, lofgjörð og
fræðslu. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött
til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl.
14. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn
Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar að-
stoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Prestur Sr. Magnús Björn
Björnsson, en Þorgils Hlynur Þorbergsson
guðfræðingur prédikar. Organisti Sólveig Sig-
ríður Einarsdóttir og Kammerkór Digra-
neskirkju. Súpa í safnaðarsal að messu lok-
inni.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18 og má., mi. og fö.
kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er
sunnudagsmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11.
Nýr dómkirkjuprestur, sr. Sveinn Valgeirsson,
verður settur inn í embætti af prófastinum
sr. Birgi Ásgeirssyni. Eftir messuna verður
boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu.
Organisti er Kári Þormar, Dómkórinn syngur.
Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í
umsjón Óla Jóns og Sigga Jóns. Um kvöldið
verður æðruleysismessa kl. 20 sr. Sveinn
Valgeirsson og sr. Karl V. Matthíasson þjóna.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Söngur, sögur og brúður. Djús og dund
eftir stund. Kyrrðarstund í safnaðarheimili
alla mánudaga kl. 18.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson.
Organisti Eyþór Franzson Wechner. Kór kirkj-
unnar leiðir almennan safnaðarsöng. Ferm-
ingarbörn Hólabrekkusóknar og foreldrar
þeirra eru sérstaklega boðuð til kirkju. Kór
kirkjunnar syngur. Sunnudagaskólinn á sama
tíma. Pétur og Hreinn hafa umsjón með
stundinni. Kaffisopi í safnaðarheimili eftir
messu.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Laugardagur:
Fríkirkjudagurinn 2014 - tónlistarveisla í kirkj-
unni kl. 14-15 og vöfflukaffi í safnaðarheim-
ilinu á eftir. Sunnudagur: Sunnudagaskóli kl.
11. Kvöldvaka kl. 20.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöldmessa 21.
september kl. 20. Tónlistarmennirnir Gunnar
Gunnarsson, píanó, Ásgeir Ásgeirsson, gítar,
og Þorbergur Jónsson, kontrabassa, sjá um
tónlistina ásamt Sönghóp Fríkirkjunnar.
Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jó-
hannssonar. Kvöldmessurnar í Fríkirkjunni
eru með léttu yfirbragði þar sem tónlistin
leikur stórt hlutverk. Athugið: Engin guðs-
þjónusta verður kl. 14 þennan dag.
GLERÁRKIRKJA | Messað 21. september
kl. 11. Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Val-
mars Väljaots. Sameiginlegt upphaf í barna-
starfi.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurð-
ardóttir og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Undir-
leikari er Stefán Birkisson. Messa kl. 14. 25
ára afmæli safnaðarins. Biskup Íslands, frú
Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Prestar
safnaðarins þjóna ásamt fyrrverandi prestum
Grafarvogssóknar. Kórar safnaðarins syngja,
kirkjukórinn, Vox Populi og stúlknakór. Stjórn-
endur: Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agn-
arsson og Margrét Pálmadóttir. Boðið verður
upp á afmæliskaffi.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11. í
umsjón Lellu ofl. Öll börn velkomin. Messa
ORÐ DAGSINS: Tíu
líkþráir
(Lúk. 10)
Grafarvogskirkja.