Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 ✝ Ólafur MagnúsÞór Haralds- son, vélfræðingur, fæddist á Siglu- firði 1. desember 1938. Hann lést 12. september 2014. Foreldrar hans voru hjónin Har- aldur Þór Frið- bergsson, járn- smiður, f. 19. febrúar 1906 á Ísafirði, d. 11. október 1984 og Sigrún Stefánsdóttir, f. 1905 að Þrasastöðum í Fljótum, d. 17. júní 1959. Bræður Ólafs eru Agnar Friðberg Þór Har- aldsson, f. 12. nóvember 1930, d. 17. apríl 1987, Stefán Haf- steinn Þór Haraldsson, f. 19. apríl 1932, d. 26. nóvember 1932, Stefán Andrés Þór Har- aldsson, f. 11. október 1933, Björn Hafsteinn Þór Haralds- son, f. 4. september 1935, Sig- urður Þór Haraldsson, f. 28. október 1940. Samfeðra er Þórarinn Ívar Haraldsson, f. 12. september 1929. Ólafur giftist Þorbjörgu Gyðu Valdi- nýjar er Ævar Österby og eiga þau soninn Jakob Má. Sambýlismaður Ásgríms Más er Ari Karlsson. Ólafur ólst upp á Siglufirði í stórum og samheldnum bræðrahópi. Hann gekk í barnaskólann og síðan í Iðn- skólann á Siglufirði og stund- aði verklegt iðnnám í járn- smíði hjá föður sínum í Vélsmiðjunni Rauðku. Í fram- haldi af því fór Ólafur í Vél- skólann í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan vorið 1962 sem vélfræðingur. Ólafur starfaði sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands hf. á ms. Dettifossi og ms. Trölla- fossi. Um haustið 1963 fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og hóf störf sem vélstjóri hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins þar sem hann starfaði bæði til sjós og lands, m.a. á Hafliða og Haf- erninum en lengst af í verk- smiðjum SR í landi. Einnig starfaði Ólafur í nokkur ár í hlutastarfi sem eftirlitsmaður hjá Vinnueftirliti ríkisins. Í frístundum stundaði Ólafur ásamt bræðrum sínum smá- bátaútgerð frá Siglufirði. Útför Ólafs fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 20. september 2014, og hefst at- höfnin kl. 14. marsdóttur, fæddri í Árnes- sýslu 9. ágúst 1931, og eignuðust þau þrjú börn: 1) Ragnar Þór, rafverktaka, f. 5. ágúst 1961, maki Árný Hrund Svav- arsdóttir, f. 4. des- ember 1967. Dæt- ur þeirra eru Rakel Sif og Elva Dögg. Sambýlismaður Rakelar Sifjar er Stefán Magni Árna- son og eiga þau einn son, Al- exander Þór, 2) Brynju, grunnskólakennara, f. 8. ágúst 1963, maki Sveinn Jón- atansson, lögfræðingur, f. 13. júní 1963. Dætur þeirra eru Nanna og Sigrún Hrefna. Dóttir Brynju er Alexandra Gyða Frímannsdóttir og 3) Arnar Þór, húsasmíðameist- ara, f. 19. september 1965, maki Sigurlaug Gunn- arsdóttir, f. 15. desember 1956. Börn Sigurlaugar eru Guðbjörg Oddný og Ásgrímur Már. Maki Guðbjargar Odd- Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Gyða. Elsku Óli bróðir og mágur. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman í gegn- um árin, minning þín lifir í huga okkar. Svíður und í særðum hjörtum sorgin þunga barði á dyr. Dauðinn ávallt er að starfi engan hann að ráðum spyr þig í dag, en mig á morgun máttarstyrkur kallar hann. Aldinn bæði og ungur geta ekki flúið boðskap þann. Þig við kveðjum, bjarti bróðir, bernskutíðin horfin er Vinir skiljast þakkir þíðar því af hjarta færum þér. Fyrir allt sem er nú liðið en í hugum skráð og geymt allt sem bræður eiga saman elskað hafa, þráð og dreymt. (Höf. ók.) Við sendum Gyðu, Ragnari, Brynju, Arnari og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að blessa veg- ferð þína. Sigurður Þór og María. Alltaf er verið að minna mann á hvað lífið getur verið undarlegt og skrítið. Hvert sinn sem voveiflegir hlutir gerast þá stöndum við alveg ráðþrota og vanmáttug, en þá verður að safna kröftum og halda áfram göngunni allt til enda. Hann Óli Þór var einstakur maður, góður bróðir og vinur, alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum og aðstoða við allt mögulegt. Það eru margir sem missa mik- ið á allan hátt. Takk fyrir allt og góða ferð í draumalandið. Gyða mín, Ragnar, Brynja, Arnar, tengdabörn og aðrir af- komendur, innilegustu samúð- arkveðjur og megi Guð styrkja ykkur. Fríða og Stefán Þór bróðir. Fréttin um andlát Óla var óvænt og óvægin. Illvígur sjúk- dómur sem hann hafði nýlega greinst með hafði haft betur eftir stutta viðureign. Óveð- ursský höfðu hlaðist upp en öll trúðum við því að fljótt mundi birta til. En sú varð ekki raun- in. Án þess að nokkur áttaði sig á því þá breyttust óveðursskýin í það óveður og þann brotsjó sem Óli fékk ekki við ráðið. Eft- ir sitjum við sorgmædd með ótal hugsanir og áleitnar spurn- ingar sem sækja að en um leið margar góðar minningar. Minn- ingargreinum eru settar þröng- ar skorður og því verður að stikla á stóru. Við Óli kynnt- umst fyrir 28 árum og náðum góðu sambandi allt frá fyrsta degi enda kunni ég vel að meta hans mannkosti. Óli var grand- var og heiðarlegur eins og einn maður gat verið. Hann mátti ekki vamm sitt vita og tilgerð og sýndarmennska voru ekki til í hans fari. Hann var mikill hag- leiksmaður á allt sem viðkom vélum og tækjum og hafði gam- an af ýmiskonar handverki eins og listaverkið í garðinum hans sem hann gerði úr vélarhlutum ber merki um. Honum leið allt- af best á Sigló. Þegar hann kom til borgarinnar þá naut hann þess að hitta ættingjana en fljótlega fann maður að hann vildi komast heim úr því sem hann kallaði skarkala borgar- innar. Þegar aldurinn færðist yfir var oft reynt að fá þau hjónin til að hugleiða það að flytja suður þar sem allir þeirra nánustu búa en þeirri umræðu eyddi Óli yfirleitt fljótt. Þótt fjarlægðin væri töluverð á milli okkar þá voru samskiptin alltaf mikil og þá sérstaklega á milli hans og Brynju en þau töluðu saman eða skiptust á sms-skila- boðum nær daglega en Óli var duglegur við að nota sms-skila- boð. Við áttum margar góðar stundir enda áttum við mörg sameiginleg áhugamál eins og fótbolta og bíla auk þess sem við fórum á sjó á Sigló til að fiska í soðið. Við ræddum líka oft um pólitík og hitnaði þá oft í kolunum án þess að nokkur leiðindi fylgdu því. Margar og góðar minningar á ég líka frá því þegar við sátum á pallinum á Hlíðarveginum í blíðunni sem getur verið einstök á Sigló eða stóðum við grillið, tókum einn öl og ræddum málin. Við áttum líka góðar stundir saman á Spáni þar sem Óla leið vel þótt hann væri líka alltaf feginn þeg- ar hann komst til baka á Sigló enda meiri Siglfirðingur vand- fundinn. Óli var alltaf hjálpsam- ur og það voru ófá handtökin sem hann átti hjá okkur Brynju. Hann var allt fram til hins síðasta mjög heilsuhraust- ur og hress þannig að ég gleymdi því oft að hann var kominn vel á áttræðisaldurinn og sendi hann upp í háa stiga og í allskonar erfið verk sem hann fór hins vegar létt með. Maður átti því ekki von á öðru en að hans biðu mörg og góð ár. Lífið er hins vegar óútreikn- anlegt og fráfall Óla kennir okkur að njóta betur lífsins og samvistanna við þá sem okkur þykir vænt um frá degi til dags á meðan við getum. Takk fyrir allar góðu stundirnar, Óli. Þín er sárt saknað en um leið óska ég þér friðar á nýjum stað. Ég bið Guð að gefa Gyðu og öllum sem eiga um sárt að binda styrk til að takast á við fráfall Óla. Sveinn Jónatansson. Það er alltaf jafnerfitt að fá fregnir af brottför manns frá vorri tilveru. Góður nágranni og vinur tók hraðferðina til feðra sinna svo óvænt. Eina sem mað- ur getur er að rifja upp kynni og góðar stundir til að sætta sig við þetta ferðalag hjá Óla Þór. Kynni okkar hófust árið 2000 þegar við hjónin og synir okkar settumst að á Hlíðarvegi 35, við hliðina á Óla Þór og Gyðu. Margar stundir höfum við átt samann. Mörg ráð þegið og góðan viðurgjörning. Við Óli vorum báðir vélstjórar að mennt. Oft spurði Óli mig um lausnir er varðar tölvutæknina í skipum sem hann hafði þó tak- markaða trú á. Ég fræddist um lausnir hans kynslóðar á sömu málum. Óli var sigldur maður. Hafði verið á skipi sem sigldi til annarra landa. Vissi það að ungur maður varð að sleppa um stund burt úr þröngum firði. Koma heim aftur með þekkingu sem kæmi samfélaginu á Siglu- firði til góða. Nú um síðustu verslunarmannahelgi kom ég til Siglufjarðar og hitti Óla. Þá var rætt um ferð sem lengi hafði staðið til að fara á mínar æsku- stöðvar í Svartárdal og þá sér- staklega fram á Eyvindarstaða- heiði. Mig tekur það sárt að hafa ekki gefið mér tíma til að fara þessa ferð með Óla. Ég ætla að kveðja kæran nágranna og vin með erindi úr kvæðinu Höfðingi smiðjunnar eftir Dav- íð: Hér er voldugur maður að verki, með vit og skapandi mátt. Af stálinu stjörnur hrökkva í steðjanum glymur hátt. Málmgnýinn mikla heyrir hver maður, sem veginn fer. … (Davíð Stefánsson) Ólafur Þór Haraldson hafi þökk fyrir hjálpsemi og vináttu. Við fjölskyldan á Hlíðarvegi 35 sendum Gyðu og fjölskyldu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Örn Friðriksson. Ólafur Magnús Þór Haraldsson önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, HRAFNHILDAR GUÐBRANDSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Dísa Gunnarsdóttir og Gunnar Hrafn G. Richardson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, FINNBOGA BREIÐFJÖRÐ ÓLAFSSONAR, Bauganesi 15. Þórleif Drífa Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Ólafur Br. Finnbogason, Dögg Hjaltalín, Sindri Már Finnbogason, Íris Schweitz Einarsdóttir, Þórir Jökull Finnbogason og barnabörn. ✝ Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÞÓRÐARSONAR fv. framleiðslustjóra à Reykjalundi. Skipholti 49, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir góða umönnun. Pétur Jónsson, Margrét Valdimarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Úlfar Herbertsson, Ægir Þór Jónsson, Jan Dodge Jónsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GÍGJU GUÐBRANDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar Landspítalans, Ljóssins og Karitas fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Haraldur Eiríksson, Agnes Úlfarsdóttir, Kristján Þ. Björgvinsson, Eiríkur Haraldsson, Guðrún Olsen, Pétur Haraldsson, Soo-Kyung Pak-Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, STELLU SÆBERG. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Skúli Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Valgerður Snæland Jónsdóttir, Árni Sæberg, Margrét Sæberg Þórðardóttir,Guðmundur Hallbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JÒNU SVEINSDÓTTUR, Vík í Mýrdal. Anna Sigríður Pálsdóttir, Auðbert Vigfússon, Sólveig Pálsdóttir, Jón Þorbergsson, Ása Jóna Pálsdóttir, Axel Wolfram, Sveinbjörg Pálsdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Sveinn Pálsson, Soffía Magnúsdóttir, Bjarni Jón Pálsson, Ásta Ósk Stefánsdóttir og ömmubörnin öll. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.