Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fyrsta vottaða verkunarstöðin ein-
göngu fyrir villta fugla hefur tekið til
starfa á bænum Grenstanga í Aust-
ur-Landeyjum. Stöðin er um 15 km
austan við Hvolsvöll. Fyrirtækið
Soðlappi slf. stendur að stöðinni.
Fannar Bergsson, stofnandi verk-
unarstöðvarinnar og veiðimaður,
segir að hingað til hafi engin vottuð
stöð tekið við villtum fuglum til verk-
unar.
„Ég sá tækifæri í þessu og ákvað
að prófa,“ sagði Fannar. Hann
reiknar með að taka til verkunar
gæsir og endur, þótt hann hafi leyfi
til að verka alla villta fugla sem má
veiða hér á landi. „Þetta veltur allt á
því hvað veiðimenn vilja selja mér,“
sagði Fannar.
Gæsabringur og gæsalæri,
lifur og hjörtu
Verkunarstöðin uppfyllir kröfur
sem gerðar eru til kjötvinnslna.
Setja þurfti upp vinnslulínu, það er
verkferla, gæðaferla, gæðabók og
ýmislegt annað. Ferli hvers fugls í
gegnum stöðina þarf að vera rekj-
anlegt. Í stöðinni er kæld móttaka
þar sem bráðin er hengd upp. Í
vinnslusalnum eru vinnuborð og
þvottaaðstaða. Vörunni er svo pakk-
að í lofttæmdar umbúðir og hún
fryst fyrir afhendingu.
Fannar var ekki búinn að setja
upp aðstöðu til að reyta fugla, þegar
rætt var við hann. Hann sagði að eft-
irspurnin mundi ráða því hvort hann
byði upp á reytingu. Ef einhver vildi
kaupa af honum reytta fugla þá
myndi hann bregðast við því. En
hvað er framleitt í verkunarstöðinni?
„Grunnurinn er gæsabringur og
gæsalæri. Einnig gæsalifur og gæsa-
hjörtu,“ sagði Fannar. „Ef kúnninn
vill eitthvað annað þá reyni ég að
verða við því. Ég var beðinn um að
útvega fóörn og viðkomandi fær
þau.“
Fannar kaupir villta fugla í fiðrinu
af veiðimönnum. Hann borgar 1.600
krónur fyrir grágæs og 1.400 krónur
fyrir heiðagæs. Hann kvaðst einnig
vilja kaupa villtar endur. Fannar
kvaðst geta keypt fugla af veiði-
mönnum og svo selt þeim afurðirnar
pakkaðar og frágengnar.
Hann reiknaði með að helstu
kaupendur yrðu veitingahús, versl-
anir og kjötvinnslur.
„Þeir mega ekki taka inn verkaða
villta fugla af óvottuðum vinnslum,“
sagði Fannar.
Vottuð verkun villifugla
Fyrsta verkunarstöðin eingöngu fyrir villta fugla er
á Grenstanga í Austur-Landeyjum Kaupir gæsir og
endur af veiðimönnum og vinnur úr þeim afurðir
Ljósmynd/Soðlappi slf.
Verkunarstöðin Uppfyllir kröfur um verkferla og rekjanleika og er vottuð.
Aðallega verða unnar í stöðinni afurðir úr villtum gæsum og öndum.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Framvinda eldgossins í Holuhrauni
er með svipuðum hætti og síðustu
daga. Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur segir að gangur
gossins sé svipaður og hann hafi
verið frá byrjun. Þá séu engin merki
um það ennþá að gosinu fari að
ljúka.
Skjálftavirkni hefur sömuleiðis
verið með svipuðum hætti og áður,
og er enn öflug skjálftavirkni í öskj-
unni og við nágrenni Bárðarbungu.
Tveir tiltölulega stórir skjálftar
voru í gær, og kom sá fyrri um kl.
6.44 í gærmorgun. Hann mældist
4,7 að stærð og voru upptök hans
við norðausturbrún öskjunnar.
Stuttu fyrir klukkan þrjú um eft-
irmiðdaginn kom svo annar skjálfti
á svipuðum slóðum, en sá mældist
4,3 að stærð. Magnús Tumi segir
þessa skjálftavirkni vera svipaða og
verið hefur, og engar vísbendingar
að fá um væntanleg goslok frá þeim.
„Það verður bara að taka einn dag í
einu,“ segir Magnús Tumi.
Mengun af völdum gossins var
einkum norður af gosstöðvunum.
Veðurstofan gerir ráð fyrir því að í
dag megi búast við að mengunin
verði suðaustur af gosstöðvunum.
Auka vöktun á styrk SO2
Umhverfisstofnun tilkynnti í gær
að hún myndi í samstarfi við al-
mannavarnadeild Ríkislögreglu-
stjóra auka stórlega vöktun á styrk
brennisteinsdíoxíðs fá eldgosinu.
Segir í tilkynningunni að vegna
gossins hafi verið unnið að því
undanfarna daga að þétta net mæli-
tækja sem mæli magn brennisteins-
díoxiðs, en venjulega fari slíkar
mælingar eingöngu fram í nágrenni
stóriðjufyrirtækja.
Þá kemur einnig fram að al-
mannavarnaryfirvöld hafi leitað til
Landsvirkjunar, Alcoa, Norðuráls
og Elkem um að lána hluta af mæli-
tækjum sínum til þess að hægt væri
að þétta netið, og brugðust fyrir-
tækin öll vel við beiðninni.
Í heildina verða alls 20 nettengdir
mælar sem gefa upplýsingar um
styrk brennisteinsdíoxíð, og verður
hægt að fylgjast með niðurstöðum
mælinganna á heimasíðunni
www.loftgæði.is.
Þá geri áætlanir ráð fyrir stað-
setningu nýrra mæla á 23 stöðum til
viðbótar, í samstarfi við sveitar-
stjórnir á hverjum stað. Almanna-
varnardeild Ríkislögreglustjóra
verður þar að auki með 17 mæla á
sínum snærum, og verða því um 60
mælar í notkun um land allt.
Neyðarbúnaður fluttur til
Landsnet tilkynnti jafnframt í
gær að stálturnar og annar neyð-
arbúnaður hefði verið fluttur að
tengivirkjum fyrirtækisins við Búr-
fell og Sultartanga vegna flóða-
hættu. Tilgangurinn er sá að auka
viðbragðsgetu og stytta viðgerðar-
tíma, ef til þess kemur að háspennu-
lína Landsnets á svæðinu gefi sig í
hamfaraflóði af völdum hugsanlegs
eldgoss í Bárðarbungu.
Þá voru tveir flutningabílar send-
ir til Egilsstaða í fyrradag með
neyðarbirgðir til viðbótar við það
viðgerðarefni sem þegar hefur verið
flutt til Norðausturlands, þannig að
einnig verði hægt að koma austan
að með viðgerðarefni ef kemur til
flóðs í Jökulsá á Fjöllum.
Staðan óbreytt í Holuhrauni
Umhverfisstofnun eykur vöktun á brennisteinsdíoxíði Landsnet flytur
neyðarbúnað vegna hugsanlegrar flóðahættu að Búrfelli og Sultartanga
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sjónarspil Bjarminn frá Holuhrauni sást alla leið til Möðrudals í fyrrakvöld og steig þar dans við norðurljósin.
FREISTANDI
AUKAHLUTA-
PAKKAR
FYRIRAURIS
MEÐAN
TILBOÐIÐ
VARIR
Aukahluta-
pakkar á tilboði
LIVE
PAKKI
259.000kr.
Filmur í rúður
Krómlisti á skott
Krómstútur á púst
Þokuljósasett
Krómlistar á hliðar
16” álfelgur (Orion)
Fullt verð 426.829 kr.
Tilboðsverð
SPORT
PAKKI
105.000kr.
Filmur í rúður
Toppgrindarbogar
Skíðafestingar
fyrir 4 skíði
Gúmmímotta í skott
Hlíf á afturstuðara
(póleruð)
Fullt verð 173.568 kr.
Tilboðsverð
HLÍFÐAR
PAKKI
168.000kr.
Toyota ProTect
5 ára lakkvörn
Filmur í rúður
Gluggavindhlífar4stk.
Hliðarlistar (svartir)
Hlíf á afturstuðara
(póleruð)
Stuðaravörn (svört)
Gúmmímotta í skott
Filmur á handföng
að framan
Fullt verð 246.581 kr.
Tilboðsverð
*Live pakkinn erætlaður fyrir
grunnútgáfuAuris ogAuris TS.
Óskir umLive pakka fyrir aðrar
útgáfur bílanna kalla á sérsniðna
aðlögun í samráði við söluráðgjafa.
„Það er greinilegt að fólk hefur
áhuga á þessu,“ sagði Árni Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Flug-
félags Íslands, í samtali við mbl.is í
gær, en flugfélagið hóf í gærmorgun
að selja miða í útsýnisflug yfir gos-
stöðvarnar. Var ákveðið að selja ein-
göngu í gluggasæti svo að allir hefðu
sem best útsýni og kostaði miðinn
49.990 krónur. Fljótlega seldist upp í
vélina, sem leggur af stað kl. 16 í
dag. Brugðust starfsmenn FÍ við
með því að bæta við öðru flugi, þar
sem á að leggja af stað kl. 13.30 í
dag, en einnig seldist upp í þá ferð.
„Það er töluverður áhugi á þessu
greinilega og það er skemmtilegt að
sjá að þetta er blanda af Íslend-
ingum og útlendingum,“ segir Árni,
og bætti við að vel kæmi til greina að
bjóða upp á fleiri sambærilegar flug-
ferðir héldi áhuginn áfram að vera
mikill.
Morgunblaðið/RAX
Eldgosið Mikill áhugi er á útsýn-
isflugi yfir eldstöðvarnar.
Mikill áhugi
á útsýnis-
flugi FÍ
Uppselt í tvær
flugferðir yfir gosið