Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Opnum í dag í Kringlunni Ný og endurbætt Opnum í dag nýja, endurbætta verslun í Kringlunni. Bjóðum upp á kaffi, piparkökur og Svala í tilefni dagsins. Vertu velkomin! Villidýr á verði · tiger.is Haffi Haff heldur uppi stuði með danspartýi og frumflytur nýtt lag. 14 :0 0 16 :0 0 Skrítla og Zúmmi bjóða upp á skemmtilega partý- leiki að hætti Tiger. Líkur eru til þess að mannkyninu haldi áfram að fjölga það sem eftir er af þessari öld og verði um ellefu milljarðar árið 2100. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknar. Jarðarbúar eru nú um sjö milljarðar en áður hafði verið talið að mannfjöldinn næði jafnvægi í um níu milljörðum í kringum árið 2050. Ransóknin bendir hins vegar til þess að um 70% líkur séu á að mannkyninu fjölgi áfram umfram það. Adrian Raftery, prófessor við Háskólann í Wash- ington, sem fór fyrir hópnum sem rannsakaði tölurnar, seg- ir að áherslan á að bregðast við fjölgun mannkynsins hafi horfið vegna þess að mannfjöldaspár hafi gert ráð fyrir að vandamálið hyrfi. „Sterk rök hníga nú að því að setja mannfjöldaþróun efst í forgangsröðina á heimsvísu. Fólksfjölgun keyrir áfram Mannkyninu fjölgi áfram  Rannsókn hnekkir þeirri hugmynd að fólksfjölgun nái jafnvægi á næstu árum næstum því allt annað og hröð fjölgun getur gert alls konar vandamál erfiðari viðfangs,“ segir Raftery. Til dæmis tengist fólksfjölgun skorti á heilsugæslu, fá- tækt, mengun, ófriði og glæpum. Rannsakendurnir búast við að langmesta fjölgunin verði í Afríkulöndum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Þar býr nú um milljarður manna en fjöldinn gæti verið á milli 3,5 og 5 milljarðar við lok þessarar aldar. Því hafði verið spáð að lægri fæðingartíðni í þessum löndum sem hófst í byrjun 9. áratugar síðustu aldar héldi áfram en sú hefur ekki orðið raunin. Í Nígeríu eignast konur til dæmis sex börn að með- altali. Þá sýna ný gögn fram á að færri látast úr HIV og al- næmisfaraldrinum en gert hafði verið ráð fyrir. kjartan@mbl.is Eldri þjóðir » Rannsóknin sýnir að yngri þjóðir munu glíma við sömu vandamál sem tengjast öldrun samfélagsins og Evrópulönd og Japan hafa gert. » Í Brasilíu eru nú 8,6 manns á atvinnubærum aldri á móti hverjum íbúa yfir 65 ára. Hlut- fallið verður 1,5 árið 2100. Frakkar urðu fyrsta þjóðin til að leggja loftárásum Bandaríkjahers gegn samtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) lið í gær. Franskar orrustuþotur gerðu fyrstu árásirnar á skotmörk á yfirráða- svæði samtakanna í norðaustur- hluta Íraks í gærmorgun. Talsmenn Francois Hollande, forseta Frakk- lands, segja að fleiri árásir séu fyr- irhugaðar. Bandaríkjamenn hafa beitt loft- árásum gegn IS frá því í byrjun ágúst. Í fyrradag samþykktu Banda- ríkjamenn svo áform forsetans um að þjálfa og vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi gegn samtökunum. AFP Frakkar ráðast gegn íslamistum Dilma Roussef, forseti Brasilíu, hefur saxað á for- skot keppinautar síns, Marinu Silva, frambjóð- anda sósíalista, fyrir forseta- kosningar sem fara fram í land- inu í næsta mán- uði samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Silva náði allt að 10% forskoti á Roussef en hún tók við sem fram- bjóðandi sósíalista eftir að Eduardo Campos lést í flugslysi í ágúst. Könn- unin nú bendir hins vegar til þess að ekki yrði marktækur munur á fram- bjóðendunum tveimur ef kosið yrði á milli þeirra í annarri umferð kosn- inga eins og líklegt er að gerist. Kosningarnar fara fram 5. októ- ber. Könnunin sýnir að forskot Ro- ussef í fyrstu umferð þeirra fer vax- andi. Stuðningur við hana mælist 37% á móti 30% sem styðja Silva. Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta verður kosið á milli þeirra tveggja efstu þremur vikum síðar. Könnunin sýnir að þar nyti Silva 46% stuðnings á móti 44% Ro- ussef. Það er innan skekkjumarka könnunarinnar. Roussef hefur lofað að halda áfram með félagsleg verkefni sem Verkamannaflokkur hennar hefur rekið undanfarin tólf ár við stjórn og hafa dregið úr fátækt og ójöfnuði. Silva er aftur á móti umhverfis- verndarsinni sem hóf að berjast gegn spillingu. Hún vill brjóta á bak aftur samsteypustjórnmál Brasilíu og endurvekja traust almennings til stjórnvalda. Stál í stál fyrir for- setakosningarnar Marina Silva BRASILÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.