Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
✝ Guðný Guð-mundsdóttir
fæddist á Suður-
eyri við Súganda-
fjörð 6. mars 1944.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 11. sept-
ember 2014.
Foreldrar Guð-
nýjar voru Guð-
mundur Þorleifs-
son, f. 1917, d.
1989, og Unnur Steinunn Krist-
jánsdóttir, f. 1923. Guðný ólst
upp í Bæ í Staðardal og var elst
systkina sinna en þau eru Karl,
f. 1945, Elín Dalrós, f. 1946, Þor-
leifur Kristján, f. 1948, Dagbjört
Hrönn, f. 1949, og Hjördís
Helga, f. 1953.
Eiginmaður Guðnýjar er
Sigurvin Guðmundur Magn-
ússon, f. 1939, foreldrar hans
voru Magnús Guðberg Elíasson,
f. 1897, d. 1980, og Emelía Jós-
ur Arnheiði Svanbergsdóttur,
börn þeirra Álfdís Hrefna, f.
2000, Svanfríður Guðný, f. 2005,
Hafdís Bára, f. 2009, og Sig-
urvin Magni, f. 2013.
Guðný ólst upp í Bæ í Stað-
ardal með foreldrum sínum og
systkinum. Hún gekk í grunn-
skóla á Suðureyri og vann sem
kaupakona á sínum yngri árum.
Eftir nám við Húsmæðraskólann
á Varmalandi vann Guðný sem
matráðskona. Guðný og Sig-
urvin kynntust haustið 1964 og
giftu sig í desember 1967. Þau
bjuggu alla sína búskapartíð á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Lengst af var Guðný heimavinn-
andi en meðfram þeim störfum
vann hún við ræstingar. Guðný
vann ýmis fiskvinnslu- og verka-
mannastörf um ævina og síðustu
árin vann hún í þvottahúsinu hjá
Íslandssögu. Guðný lifði fyrir
fjölskylduna og varð þeirrar
ánægju aðnjótandi að fylgjast
með barnabörnum sínum kom-
ast á legg sem og fyrsta lang-
ömmubarninu, sem var fimmti
ættliður í beinan kvenlegg.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Suðureyrarkirkju 20. september
kl. 14.
efína Þórðardóttir,
f. 1907, d. 1997.
Guðný og Sigurvin
eiga fimm upp-
komin börn: 1)
Kristbjörg Unnur,
f. 1966, gift Paul
Fawcett, dætur
þeirra eru Sara
Heiðrún, f. 1990,
dóttir hennar
Emelía Rós Stígs-
dóttir, f. 2011,
Kristrún Joyce, f. 1996, og
Sandra Steinunn, f. 1998. 2)
Bára Signý, f. 1968, d. 2006. 3)
Margrét Alda, f. 1972, gift
Ragnari Sigurðssyni, synir
þeirra Ágúst Atli, f. 1995, og
Daníel Arnar, f. 2001. 4) Þórður
Emil, f. 1973, giftur Þóreyju
Maríu Ólafsdóttur, börn þeirra
Telma Lísa, f. 1993, Patrekur
Guðni, f. 1995, Viktoría Rós, f.
2004, og Bóas Emil, f. 2007. 5)
Þorleifur Kristján, f. 1974, gift-
Elsku besta mamma mín. Nú
ertu farin frá okkur eftir erfið
veikindi sem tóku sinn toll. Þú
þurftir tvisvar að berjast og í
seinna skiptið náði krabbameinið
yfirhöndinni. Þetta er búið að
vera erfiður tími fyrir okkur öll og
þá sérstaklega þig og pabba sem
stóð eins og klettur þér við hlið í
þinni baráttu. Þú vildir ekki láta
hafa mikið fyrir þér frekar en
fyrri daginn og barst þínar byrðar
að mestu í hljóði, kvartaðir aldrei.
Hörkutöl hefur þú alltaf verið og
þurft að hafa fyrir hlutunum. Þú
ert hetjan mín og fyrirmynd.
Elsku mamma, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig, án þín væri ég ekki það sem
ég er í dag. Ég trúi því að þú sért
komin á betri stað núna þar sem
þú ert loksins laus við verki og
sársauka. Ég trúi því líka að hún
Bára Signý okkar og afi, pabbi
þinn, hafi tekið á mótið þér og þér
líði vel núna.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Elsku mamma, ekki hafa
áhyggjur af okkur systkinunum
og við munum passa upp á hann
pabba og gera það sem er í okkar
valdi til að honum líði vel.
Þín
Margrét Alda.
Elsku mamma mín, ég trúi því
ekki að ég sitji hér og skrifi um
þig minningarorð, þó að ég hafi
vitað í hvað stefndi þá er ég ekki
tilbúin til að kveðja þig, ekki
strax, ég hefði viljað hafa þig
miklu lengur hjá okkur. Í nóvem-
ber sl. greindist þú með þennan
illvíga sjúkdóm aftur, ég sagði þér
að við myndum sigrast á honum
eins og síðast, en innst inni vissi
ég að baráttan yrði erfið, ég
reyndi mitt besta til að vera bjart-
sýn og telja í þig kjarkinn. Þú
stóðst þig eins og hetja í öllum
þessum rannsóknum og blóðtök-
um, Guð minn góður, þú varst
margstungin, marin og blá því
æðarnar þínar voru alltaf í felum.
Þú kvartaðir aldrei, tókst hverj-
um degi og hverri þjáningu þegj-
andi og hljóðalaust. Ég þakka all-
ar góðu stundirnar okkar saman,
sérstaklega er ég þakklát fyrir
síðustu vikuna sem ég átti hérna
með þér heima, þú sast við sauma-
skap og ég bakaði, við töluðum
ekki mikið en við nutum samvist-
anna og fengum góða gesti í kaffi
til okkar. Ég þakka þér allt sem
þú hefur gert fyrir stelpurnar
mínar, þú varst alltaf tilbúin til að
passa þær þegar þær voru litlar
og þær fengu að eiga heima hjá
þér líka. Ég hringdi mjög oft í þig,
spurði þig aðallega út í prjóna-
skap og mataruppskriftir, því allt-
af vill maður hafa matinn hennar
mömmu í matinn, þó hann endi
svo aldrei eins og mömmumatur.
Þú svaraðir alltaf öllum mínum
símtölum, og svaraðir sömu
spurningunum aftur og aftur;
hvernig geri ég aftur hvíta sósu,
hvernig dropa notar þú í pönnu-
kökur, hvernig er snúðauppskrift-
in þín … alltaf svaraðir þú þessu
og nú man ég ekki hvort ég hef
skrifað þetta niður eða hvar þetta
er skrifað niður.
Viku seinna
Ég veit að henni mun finnast þetta
fyndið
svo ég tek upp símann
vel númerið flissandi
og hlusta á sóninn.
Eftir þrjár hringingar
fæ ég hnút í magann.
Ég man.
Og aftur deyr hún.
(Ása Marín)
Elsku mamma mín, við sitjum
hérna ég og pabbi, hann var að
hnýta á en liggur nú og hvílir sig.
Ég lít yfir í stólinn þinn og hann
er tómur, prjónataskan er við
hliðina á honum, alltaf hafðir þú
eitthvað á prjónunum, stelpurnar
mínar ásamt fleirum nutu oft góðs
af því, þú prjónaðir svo falleg föt.
Líf þitt var ekki alltaf dans á rós-
um, síður en svo, það var áfall fyr-
ir þig að missa barnið þitt og hin
síðari ár var heilsan ekki góð, en
þú tókst þessu öllu með jafnaðar-
geði, bugaðist aldrei. Þú elskaðir
okkur systkinin endalaust mikið
og gerðir allt fyrir barnabörnin og
langömmubarnið. Mér er það
huggun í sorg minni að þú ert bú-
in að fá hvíld frá þjáningum þín-
um. Ég veit að Bára okkar, afi og
Sveina hafa verið í broddi fylking-
ar að taka á móti þér í hinn and-
lega heim og við systkinin og
pabbi vorum hjá þér og fylgdum
þér allt til enda. Guð varðveiti þig
og geymi, hvíl í Guðs friði elsku
mamma.
Þín dóttir
Unnur.
Elsku amma Guðný. Þú ert og
varst algjör hetja í mínum augum.
Þú varst ein af fallegustu mann-
eskjum á jörðinni. En það sem ég
er stoltust af er hvað þú varst
sterk og æðisleg og allt í senn. Ég
sakna þess svo mikið að sjá brosið
þitt og bláu augun og tala við þig.
Í síðasta skiptið sem ég sá þig á
lífi sá ég hvað þú varst orðin veik,
hvað þessi sjúkdómur var búinn
að gera þér. Þegar ég hélt utan
um þig í seinasta skipti vildi ég
alls ekki sleppa þér. En eftir þetta
sumar vorum við eins og bestu
vinkonur, sem við höfum reyndar
alltaf verið en við tengdumst
meira hvor annarri og allt sem við
gerðum saman, allar göngurnar,
allar sögustundirnar og allt sem
við töluðum saman um.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið þann heiður að þekkja þig.
Ég sakna þín svo mikið.
…
verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein – aldrei ein.
(Valgeir Skagfjörð)
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
(Þorsteinn Gíslason)
Ég elska þig óendanlega mikið.
Ástarkveðjur, þín
Álfdís Hrefna.
Guðný
Guðmundsdóttir
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Kambsvegur 15, 201-7679, Reykjavík, þingl. eig. Vilhjálmur Árnason,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 24. september 2014
kl. 14:00.
Staðarsel 8, 205-4144, Reykjavík, þingl. eig. Bjarný Björg Arnórsdóttir,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 24. september 2014
kl. 13:30.
Tröllaborgir 7, 222-4456, Reykjavík, þingl. eig. Sturla Hólm Jónsson
og Aldís Erna Helgadóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðviku-
daginn 24. september 2014 kl. 11.00.
Tröllateigur 5, 227-7087, Mosfellsbæ, þingl. eig. Þóroddur Þóroddsson
og Hrund Ýr Arnardóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íslands-
banki hf, Mosfellsbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, miðviku-
daginn 24. september 2014 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
19. september 2014.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Dúfnahólar 4, 204-8563, Reykjavík, þingl. eig. Sólveig Margrét Óskars-
dóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 25. september
2014 kl. 10:30.
Gyðufell 8, 205-2469, Reykjavík, þingl. eig. Jóhannes Ragnarsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
fimmtudaginn 25. september 2014 kl. 11:00.
Hamraberg 7, 205-1246, Reykjavík, þingl. eig. Beta Guðrún Hannes-
dóttir, gerðarbeiðendur Bílabúð Benna ehf. og Gildi - lífeyrissjóður,
fimmtudaginn 25. september 2014 kl. 11:30.
Miðleiti 4, 203-2598, Reykjavík, þingl. eig. Josephine Gonzales Leos-
son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 25. september
2014 kl. 10:00.
Urðarbrunnur 58, 231-1903, Reykjavík, þingl. eig. Þórður Daníel
Ólafsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn og Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 25. september 2014
kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
19. september 2014.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Blikaás 23, 0101, (224-6928), Hafnarfirði, þingl. eig. Magnús Brynjólfur
Þórðarson og Margrét Guðrún Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnar-
fjarðarkaupstaður, Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf. og Sýslu-
maðurinn á Blönduósi, föstudaginn 26. september 2014 kl. 09:30.
Brattakinn 27, 0101, (207-3732), 50% ehl., Hafnarfirði, þingl. eig.
Elísabet Hrönn Gísladóttir, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyris-
réttinda, föstudaginn 26. september 2014 kl. 12:00.
Brattakinn 29, 0101, (207-3735), Hafnarfirði , þingl. eig. Guðrún Karla
Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður og Lands-
bankinn hf., föstudaginn 26. september 2014 kl. 13:00.
Brattakinn 5, 0101, (207-3691), Hafnarfirði, þingl. eig. ÁstrósTinna
Þórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbankinn hf.,
föstudaginn 26. september 2014 kl. 11:30.
Háakinn 1, 0001, (207-5092), Hafnarfirði, þingl. eig. Valdimar Bjarna-
son, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn
26. september 2014 kl. 13:30.
Háakinn 1, 0101, (207-5093), Hafnarfirði, þingl. eig. Valdimar Bjarna-
son, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn
26. september 2014 kl. 13:30.
Stekkjarhvammur 14, 0101, (207-9327), Hafnarfirði, þingl. eig. Steinar
Björgvinsson, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður, Íbúðalána-
sjóður, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vörður tryggingar hf., föstu-
daginn 26. september 2014 kl. 11:00.
Þrastarás 44, 0102, (225-4152), Hafnarfirði, þingl. eig. Sigurlína
Óskarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn
26. september 2014 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði,
19. september 2014.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
Elsku afi minn.
Það er erfitt að
trúa því að þú sért
farinn. Þú sem
varst alltaf svo góð-
ur og mér þótti svo
vænt um þig. Það
var alltaf svo gam-
an að koma í reitinn þinn, hitta
þig og fylgjast með þér brasa við
hitt og þetta. Þessu mun ég
aldrei gleyma.
Þú varst alltaf svo úrræða-
góður og ef eitthvað fór úrskeið-
is þá hélstu áfram þar til lausnin
var fundin, þú gafst aldrei upp.
Einnig varstu svo hjálpsamur og
duglegri mann var erfitt að
finna. Öllum í kringum þig þótti
svo óskaplega vænt um þig, því
þú vildir alltaf öllum gott.
Í þessari baráttu seinasta ár-
Pálmi
Kárason
✝ Pálmi Kárasonfæddist 29. maí
1944. Hann lést 25.
ágúst 2014. Útför
Pálma fór fram í
kyrrþey.
ið varstu svo
sterkur og ég
heillaðist af þér
fyrir það. Nú veit
ég að þú þarft
ekki lengur að
þjást og getur
gert það sem þig
langar til, án þess
að neitt hindri
þig. Það var sárt
að þurfa að kveðja
þig, en ég get
huggað mig við
það að núna líður
þér betur. Þú situr eflaust í
gamla stólnum þínum fyrir aust-
an þar sem þér leið best, með
hamar í hendi að rétta nagla og
drekka kaffið þitt, og núna
færðu loksins tækifæri til að
klára skúrinn þinn.
Þó svo að þú hafir þurft að yf-
irgefa þennan heim mun minn-
ing þín ávallt lifa í hjarta mínu.
Þú varst góður maður og við átt-
um svo margar góðar stundir í
þessu lífi.
Líney Lilja.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir