Morgunblaðið - 20.09.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 20.09.2014, Síða 19
um sem eru kannski viku að veiðum. Þegar þeim rannsóknum lauk var samið við FISK Seafood og þar á bæ eru menn tilbúnir að prófa þetta. Með þessu lengjum við líftíma vör- unnar og markmiðið er að hámarka gæði afurða. Svo ekki sé minnst á allt það hagræði og vinnusparnað sem felst í því að losna við allan ís um borð. Skipin verða mun léttari, sem aftur sparar olíu. Ég hef trú á því að þetta verkefni marki þáttaskil í vinnslu á bolfiski og ég hef þó tekið þátt í nokkrum breytingum,“ segir Ingólfur. Nefna má að hann hannaði flæðilínuna, sem er ómissandi í fisk- vinnslu, fyrirtæki hans hannaði fyrstu skurðarvélina og þróaði vigt- unartækni sem m.a. er notuð í nýja frystihúsinu í Fuglafirði. Tækifæri í norsku laxeldi Myndgreining verður stór þáttur í nýja kerfinu og tegunda- og stærðar- flokkar fiskinn. Myndavélatæknin verður notuð til að greina tegundir í sundur. Hvort sem aflinn er þorskur, ýsa eða ufsi greinir tæknin á milli og kemur fiskunum í rétt kör, þannig að allur aðgerður fiskur fær strax sömu meðhöndlun. Í Noregi er áhugi á að kæla eldis- lax meira niður en mögulegt hefur verið með ískælingu. Iceprotein, Matís, 3X og Skaginn hafa myndað rannsóknateymi sem vinnur að þróun kerfis með Norðmönnum til að nýta í vinnslu á laxi. Að sögn Ingólfs lofar þessi vinna góðu, en laxeldi í Noregi er mjög umfangsmikið. Samningur Ingólfur Árnason og Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK Seafood. sjá vinnustaðina hálftóma síðustu vikurnar, en hjá flestum urðu sumar- leyfi að bíða fram á haust vegna sum- arvinnu í Færeyjum. Ingólfur segir verkefnastöðuna góða hjá fyrirtækj- unum og næg vinna virðist vera framundan, Um 100 manns starfa hjá fyrirtækjunum á Akranesi og um 50 á Ísafirði. Húsið var teiknað utan um búnaðinn Áður höfðu Skaginn og samstarfs- fyrirtækin framleitt búnað fyrir stór uppsjávarfrystihús hér á landi og á Þvereyri í Færeyjum. Frystihúsið í Fuglafirði er fimm þúsund fermetrar að stærð og er í eigu P/f Pelagos. Að því koma fiskmjölsverksmiðjan og laxafóðurfyrirtækið Havsbrún, út- gerð uppsjávarskipanna Christians í Grótinum og Nordborgar og fyrir- tækið Framherji, sem er að hluta í eigu Samherja í félagi við Fær- eyinga. Frystigeymslur voru fyrir í Fuglafirði, en þær voru á sínum tíma sprengdar inn í bergið við höfnina. „Verklagið að þessu sinni var þannig að fyrst var vinnslukerfið teiknað og síðan var húsið teiknað ut- an um það. Þegar jarðvinna hófst við húsið vorum við komnir á fulla ferð með að útfæra, hanna endanlega og síðan að smíða búnaðinn í húsið, en sumt í þessu húsi höfðum við aldrei gert áður. Þá tók við framleiðsla og uppsetning á tækjum. Staðreyndin er sú að vinnsla upp- sjávartegunda er orðin langt á undan vinnslu á öðrum fiski. „Vissulega er- um við Íslendingar fremstir í heim- inum í vinnslu á bolfiski, en það breytir því ekki að tæknistigið í uppsjávarvinnslu er orðið miklu meira. Við höfum verið heppin hér heima með það að menn hafa verið tilbúnir að stíga skref í framhaldsþróun í upp- sjávarvinnslu. Færeyingar hafa sömuleiðis stigið stór skref í þessum efnum á síðustu árum,“ segir Ing- ólfur. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Gildir mánudaga og þriðjudaga frá 22. september til 11. nóvember. Opnum alla daga kl. 17. 2 fyrir 1 af Sushi Samba Omakase matseðli Fordrykkur 5 rétta óvissuferð Eftirréttur Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík sími 568 6600 • sushisamba.is Sushi Samba Omakase matseðillinn er blanda suður-amerískrar og japanskrar matargerðar og tilvalinn fyrir þá sem vilja upplifa það besta úr eldhúsi Sushi Samba. Vinsamlega framvísið Moggaklúbbskortinu við komu á Sushi Samba. Hátt í tuttugu farsímum var stolið af gestum skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi. Að sögn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu voru það allt konur, sem urðu fyrir barðinu á farsíma- þjófunum um þessa helgi. Hvetur lögreglan gesti á skemmtistöðum til að vera alveg sérstaklega á varðbergi, hafa handtöskur lokaðar og geyma ekki síma sína á borðum eða glámbekk. Lögreglan hvetur einnig veit- ingamenn til að halda vöku sinni, gera viðeigandi ráðstafanir ef grunur vaknar um óvandaða aðila á ferð og stuðla þannig að fækkun þessara þjófnaða. Lögreglan segir, að farsíma- þjófnuðum hafi annars fækkað í miðborg Reykjavíkur á þessu ári í samanburði við sama tímabil árið 2013. Á síðasta ári fjölgaði far- símaþjófnuðum í miðborginni frá árinu 2010, eða úr 88 í 384 árið 2013. Margir þessara þjófnaða áttu sér stað á skemmtistöðum í miðborginni, en það sem af er árinu 2014 hafa lögreglu borist rúmlega 200 tilkynningar um far- símaþjófnaði á þessu svæði. Áfram stefni því í fækkun þessara brota á milli ára. Talið er, að hinir stolnu farsím- ar séu flestir seldir á netinu og segir lögreglan, að kaupendur varnings á þeim vettvangi ættu að hafa varann á og m.a. biðja um kvittun frá upphaflegum kaupum og athuga hvort réttir fylgihlutir séu sannarlega til staðar, svo sem snúrur, leiðbeiningarbæklingar og hleðslutæki. Farsímaþjófar á ferð á skemmtistöðum  Hátt í tuttugu farsímum stolið um síð- ustu helgi  200 símum stolið á árinu AFP Sími Lögreglan hvetur gesti á skemmtistöðum til að gæta síma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.