Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Greiðslumiðlunin Hringur ehf. kt. 470110-0740, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, Íslandi hefur birt lýsingu vegna umsóknar um töku skuldabréfa sem útgefin eru af félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu formi á vef Greiðslu- miðlunarinnar Hrings ehf. www.greidslumidluninhringur.is. Fjárfestar geta einnig nálgast útprentuð eintök af lýsingunni sér að kostnaðar- lausu hjá Greiðslumiðluninni Hring, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Sótt hefur verið um töku skuldabréfa í flokknum HARP 46 0217 að nafnverði 19.500.000.000 krónur til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. NASDAQ OMX Iceland hf. mun birta tilkynningu um töku skulda- bréfanna til viðskipta og hvenær viðskipti með þau geti hafist með a.m.k. eins viðskiptadags fyrirvara. Reykjavík, 20. september 2014 Birting lýsingar Greiðslu- miðlunarinnar Hrings ehf. SVIÐSLJÓS Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Öld er á þessu ári síðan ungur mað- ur úr Skagafirði, Steindór Jóhann- esson, stofnaði vélsmiðju á Akur- eyri. Hann ólst upp í Lýtings- staðahreppi við lítil efni, fýsti ekki að stunda búskap heldur læra ein- hverja iðn og flutti til Akureyrar um aldamótin 1900. Hafði þá fengið pláss hjá Sigurði Sigurðssyni járn- smið, nam frekar í Danmörku í framhaldi af því og kom fyrirtæki sínu á fót 1914. Því fagnar fjöl- skylda hans í dag með því að bjóða öllum sem vilja í heimsókn í Frosta- götu 6a þar sem fyrirtækið er til húsa. Margvísleg verkefni „Við þjónustum fyrst og fremst sjávarútveginn en síðustu ár höfum við líka unnið mikið í aflþynnuverk- smiðju Becromal í Krossanesi svo ég nefni dæmi. Gífurlegri uppbygg- ingu er nú lokið þar og það var okk- ar gæfa að þjónusta var fyrst og fremst keypt af heimamönnum; vinnan dreifðist á smiðjur, verk- smiðjur og önnur fyrirtæki hér í kring og skapaði gífurlega atvinnu,“ segir Sigurgeir Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðju Steindórs – afabarn stofnandans – við Morg- unblaðið í tilefni tímamótanna. Sigurgeir nefnir að í gegnum tíð- ina hafi fyrirtækið fengist við marg- vísleg verkefni; mikið unnið með byggingaverktökum enda hafi stöð- ug uppbygging kallað á fagmennsku fyrirtækja eins og hans. „Við höfum mjög lengi þjónustað nokkur fyr- irtæki og ég get til dæmis nefnt Brauðgerð Kristjáns, sem varð hundrað ára nýlega; það er gaman þegar fyrirtæki tengjast svona, hvorugt hefur haft úrslitaþýðingu fyrir hitt en þetta er flott dæmi um þá viðskiptavild sem allir leitast við að ná; að halda í kúnnana svo þeir komi aftur og aftur.“ Sigurgeir kveðst bjartsýnn á framtíðina. „Verkefnin eru nokkuð örugg á meðan einhver er til þess að vinna þau. Við byggjum fyrst og fremst á góðri fagkunnáttu og áfram verður þörf fyrir hana. Við erum í góðu húsnæði og með ágæt- an tækjakost. Það hefur helst staðið okkur fyrir þrifum að geta ekki endurnýjan tækjakost nógu hratt því framfarir hafa orðið gríðarlegar en á sama tíma er dálítið erfitt að finna tæknimenntaða iðnaðarmenn. Mér finnst við ekki hafa borið gæfu til að mennta slíka menn í nógu miklum mæli. Oft er oft talað um að hugvit og handverk sé tvennt ólíkt en svo er ekki; í þessum efnum þarf þetta tvennt að fara saman. Hug- vitið felst í því að kunna á tölvu því nútímavélar eru orðnar tölvuvædd- ar og gera það sem þú vilt. Ef þú kannt ekki á hugbúnaðinn vinnur vélin hins vegar ekkert.“ Hann er sannfærður um að fyr- irtækið verði undir stjórn fjölskyld- unnar um ókomin ár. „Ég er bjart- sýnn á að við fljótum áfram hnökralaust og hátíðin núna er ekki bara haldin til að fagna 100 árunum heldur ekki síður vegna þess að við höfum góða framtíðarsýn.“ Opið hús er í Vélsmiðju Steindórs á Frostagötu 6a á Akureyri á milli kl. 11 og 15 í dag og allir velkomnir. Hugvit og handverk fara saman  Vélsmiðja Steindórs á Akureyri 100 ára  Smiðjan hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar  Nóg að gera og framkvæmdastjórinn bjartsýnn á framhaldið  Opið hús við Frostagötu í dag Umboðsmaður Alþingis hefur á und- anförnum árum glímt við töluverðan vanda vegna fjölgunar mála sem hef- ur einkum birst í lengri afgreiðslu- tíma í flóknari málum. Í fyrra hlutu 543 mál lokaafgreiðslu hjá embættinu. Er það mesti fjöldi afgreiddra mála hjá embættinu á einu ári til þessa. Þetta kemur fram í skýrslu Tryggva Gunnarssonar, umboðs- manns Alþingis, fyrir árið 2013, sem var birt á heimasíðu embættisins í gær. Fram kemur að á árinu 2013 hafi verið skráð 494 ný mál. Af þessum 494 málum tók umboðsmaður aðeins eitt mál til athugunar að eigin frum- kvæði. Ástæður þess hafi verið þær ráðstafanir sem þurft hafi að gera til að stytta afgreiðslutíma mála hjá embættinu. Þá segir að alls hafi 543 mál hlotið lokaafgreiðslu hjá umboðsmanni Al- þingis á síðasta ári. „Það er mesti fjöldi afgreiddra mála hjá embættinu á einu ári til þessa. Þetta er fjórða árið í röð sem afgreidd eru fleiri mál en áður og jafnframt fyrsta árið þar sem af- greidd eru fleiri mál en berast. Alls voru 142 mál óafgreidd í árslok sem þýðir að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í því skyni að ljúka af- greiðslu eldri mála hafa borið nokk- urn árangur. Í því sambandi nefni ég að á árinu 2012 voru afgreidd 502 mál og mál til meðferðar við lok þess árs voru 191. Af þeim 142 málum sem voru óafgreidd í árslok 2013 var í 32 tilvikum beðið eftir skýringum og upplýsingum frá stjórnvöldum, í 16 málum var beðið eftir athuga- semdum frá þeim sem borið höfðu fram kvörtun, 21 mál var til frum- athugunar og 73 mál voru til athug- unar hjá umboðsmanni að fengnum skýringum viðkomandi stjórnvalda. Þar af voru 15 mál sem umboðsmað- ur hafði tekið til athugunar að eigin frumkvæði á árinu 2013 eða fyrr,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram, að hjá umboðs- manni Alþingis hafi verið stefnt að því að mál vegna kvartana verði al- mennt afgreidd innan sex mánaða frá því að öll gögn og skýringar hafa borist. „Eins og ég hef fjallað um í skýrslum mínum til Alþingis undan- farin ár hefur embættið glímt við talsverðan vanda vegna fjölgunar mála sem hefur einkum birst í lengri afgreiðslutíma í flóknari málum, þ.e. málum sem er lokið með áliti eða þarf að taka að öðru leyti til ítarlegri athugunar en ella,“ segir m.a. í skýrslunni. Afgreiddi 543 mál á síðasta ári  Mikil fjölgun mála veldur vanda Tryggvi Gunnarsson Vélsmiðja Steindórs er sann- kallað fjölskyldufyrirtæki. Nú starfa þar þriðji, fjórði og fimmti ættliður frá stofnand- anum, Steindóri Jóhannessyni. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins er Sigurgeir Steindórsson, afabarn stofnandans, og að- stoðarframkvæmdastjóri er sonur hans, Valur Guðbjörn, sem vinnur einnig sem stál- smíðameistari hjá fyrirtækinu. Tvær stúlkur úr fimmta lið frá stofnandanum koma nú að vél- smiðjunni samhliða námi í framhaldsskóla; Rósa Ingibjörg Tómasdóttir hefur unnið í smiðjunni á sumrin og sinnir einnig þrifum og störfum á skrifstofu ásamt yngri systur sinni, Róslín Erlu. Þriðji, fjórði og fimmti FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Morgunblaðið/Skapti Sigurgeir Steindórsson framkvæmdastjóri og Sveinbjörn Herbertsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Smiðja Böðvar Ingvason og Valur Guðbjörn Sigurgeirsson aðstoðarframkvæmdastjóri sem stendur við borvélina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.